Samtíðin - 01.11.1951, Síða 24

Samtíðin - 01.11.1951, Síða 24
20 SAMTÍÐIN þýðingunum fylgdu greinargóðar ritgerðir um höfunda ritanna. Svo vel var þessu merka ritsafni tekið, að Helgafell lét ekki hér við sitja, heldur hratt af stað öðru tíu binda ritsafni: „Listamannaþingi“ II. Er útgáfu þess nú nýlega lokið. Það hófst með hinni bráðsnjöllu ævisögu Mústafa Kemals, Gráúlfinum, i þýð- ingu Ólafs Þ. Kristjánssonar. Þá kom Sagan af Manon Lescaut og riddaran- um Des Grieux eftir séra Prévost, þýdd af Guðbrandi Jónssyni, og því næst kom hver bókin annarri inerk- ari, sú seinasta, Rauða strikið, eft- ir finnska skáldið, Ilmari Kianto, í júlí sl. Vafalaust hefði Helgafell viljað hraða útgáfunni öllu meira en raun varð á, en bæði var það, að forlagið stóð í ýmsum stórræðum og hitt, að þungt er nú orðið fyrir fót- inn í bókagerð, vegna stórhækkaðs útgáfukostnaðar og þverrandi kaup- getu almennings. Þrátt fyrir síhækk- andi pappírsverð og aukinn prent- og hókbandskostnað hefur áskriftar- verðið á seinustu Listamannaþings- bókunum þó ekki verið hækkað. „Samtíðin“ álítur, að hér sé um svo mikið menningarlegt átak að ræða, að skylt sé að þakka slíkt. — Þykir vel við eiga að enda þessar línur með eftirfarandi ummælum Kristj- áns Albertsonar úr löngum ritdómi um „Listamannaþing“ I, er birtist í „Skírni“ 1950: „Mikil útgáfa góðra þýðinga er ein brjmasta menningar- leg nauðsyn þjóðarinnar. Frumsam- inn bókakostur vors fámenna lands getur aldrei komizt nálægt því að fullnægja þörfum menningarþjóðfé- lags.“ Það er ótryggt að hafa óvátryggt! CARL D. TULINIUS & CO. H.F. Vátryggingarskrifstofa, Austurstræti 14. Sími 1730. FRAMKVÆMUM: Bílaviðgerðir, Bílasmurningu, Bílasprautun. SELJUM: Bílavarahluti, Bílaolíur, Loftþrýstiáhöld, Hjóldráttarvélar (amerískar og þýzkar) og Beltisdráttarvélar.

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.