Samtíðin - 01.12.1952, Side 19
SAMTÍÐIN
13
„Það kann vel að vera,“ anzaði
Marvin, sem allan tímann var að
velta þvi fyrir sér, hvort hann stæði
augliti til auglitis við hrjálaðan
mann, er kynni að vera hættu-
legur, eða hvort hann væri hara að
dreyma allt þetta heima í rúmi sínu,
„en ekki er ég nú alls kostar viss
um það. Þið verðið |)ó að
kannast við, að ásóknir drauga
séu fremur sjaldgæfar. Ég mundi
telja, að það benti lil þess, að draugar
hirtu ekki mikið um þetta hefndar-
lögmál, hvað svo sem þið hafið um
það að segja. Ef þið takið Jjctta ti!
rækilegrar athugunar, l)ýst ég við,
að þið munuð komast að raun um, að
langflestum draugum sé aíveg sama,
hvort J)eir koma fram hefndum eða
ekki. Aðalánægjan er í því fólgin að
hugsa um hefndirnar og leggja á ráð-
in til að koma þeim fram. En svo
maður fari nú að rökræða það, sem
hér liggur fyrir: hvaða gagn munduð
þið hafa af því að fara að kála hon-
um Lyons gamla ? Ef þið gerðuð það,
munduð þið ekki finna neina hvöl
hjá ykkur til að ganga aftur eftir
það. En ef þið sleppið honum, getið
þið, hvenær sem ykkur langar lil
ráðgazt um, hvernig þið eigið að fara
að því að skjóta honum verulega
skelk í bringu og stytt ykkur stundir
við reikna út, hvernig honum muni
verða við það, og ])á verður tíminn
nú ekki lengi að líða. Þar við hætist,
að ef það, sem gerist í nótt, hitnar að
einhverju leyti á mér, mundi það
verða vei’st fyrir ykkur sjálf. Þá
munduð þið nefnilega verða ásótt af
afturgöngum. Það er slæmt lögmál,
sem verkar ekki nema á einn veg.“
Konan leit á hónda sinn. „Hann
hefur rétt að mæla, Jón,“ sagði liún
titrandi á beinunum. „Við ættum
bara að lofa honum Lyons að fara
leiðar sinnar.“
Maðurinn kinkaði kolli. Hann var
áhyggjufullur á svip. „Ég er ekki al-
veg á sama máli og þér,“ mælti hann
kuldalega við Marvin. „Hitt fellst ég
á, að til þess að bjarga yður, verðum
við að láta Lyons fara. Ef þér viljið
hjálpa mér, skulum við bera hann út
og láta hann inn í bílinn sínn.“
„Mér skilst, að það komi nú til með
að lenda á mér einum að gera það.“
„Já, það er alveg rétt hjá yður,“
sagði maðurinn.
Þeir gengu nú fram í litla anddyrið,
og þar sá Marvin sér til mikillar
undrunar, hvar Lyons gamli lá eins
og hrjúga á gólfinu. Marvin þekkti
hann undir eins af myndum, sem
hann hafði séð af lioniun í blöðunum.
„Ekki er hann nú svipfallegur,
karluglan!“ sagði Marvin og reyndi
að láta ekki á því bera, hve rödd
hans var óstyrk.
Maðurinn kinkaði kolli án þess að
mæla orð frá vörum.
Meðan þeir báru máttvana karlinn
í rigningunni og létu hann inn í
stóra sedan bílinn, virti Marvin
manninn nákvæmlega fyrir sér. Þeg-
ar þessu var lokið, stóð maðurinn
andartak þegjandi og horfði upp til
dimmra, ósýnilegra skýjanna.
„Það er að rofa til,“ sagði hann,
eins og ekkert hefði í skorizt. „Eftir
klukkutíma verður alveg stytt upp.“
„Ég fæ fyrir ferðina hjá konunni
minni, þegar ég kem heim,“ sagði
Marvin.