Fréttablaðið - 24.12.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 24.12.2009, Blaðsíða 12
12 24. desember 2009 FIMMTUDAGUR H ingað kom ég fyrst fyrir rúmlega tuttugu árum til þess að heim- sækja manninn minn, sem hafði fengið tíma- bundna ráðningu við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Eftir heim- sóknina fór ég aftur heim til Póllands. Þá var Magdalena bara lítil,“ rifjar Alina Dubik upp. Að flytja til Íslands hafði ekki verið á stefnuskránni, enda var Alina ung og eftirsótt óperusöng- kona í Evrópu, á samningi við Óper- una í Kraká. Áður en Magdalena fæddist sner- ist líf þeirra hjónanna að miklu leyti um tónleikaferðalög, enda komu þau bæði fram víða um Evrópu, hún sem einsöngvari og hann með kammer- hljómsveit. „Ég man eftir einu skipti, þegar ég fór í tónleikaferð til Lúxem- borgar. Þegar ég kom aftur heim og sagði manninum mínum hvar ég hafði verið hafði hann verið þar líka, en við vissum ekki af hvort öðru. Svona var lífið þá.“ Þegar Sinfónían framlengdi samn- inginn við Zbigniew ákvað Alina að flytja hingað til hans, að minnsta kosti um stundarsakir, enda vildi fjölskyld- an vera saman og annað barn á leið- inni í heiminn. „Ég var nú alltaf á leið- inni aftur út að syngja,“ segir Alina. „Ég var ung og ég vildi vera á sviði. En þegar börnin voru orðin þrjú hugsaði ég með mér að guð hefði ákveðið að við skyldum búa hér.“ Breyttir tímar Magdalena og bræður hennar, Mikael og Alexander, hafa alla tíð litið á Ísland sem sitt föðurland. Það tók lengri tíma fyrir þá tilfinningu að myndast hjá hjónunum, enda stóð lengi til að fara aftur heim til Póllands einn daginn. Það var Alinu ekki alls kost- ar auðvelt að venjast lífinu hér. „Þetta voru allt aðrir tímar. Ég held það hafi verið átta til tíu Pólverjar hérna áður en við komum. Við virkuðum voðalega spes,“ segir hún og rifjar upp strætó- ferðirnar, þar sem bílstjórarnir vissu alltaf að hún væri útlendingur því hún klæddist skærri túrkisblárri úlpu. „Á þessum tíma voru öll föt sem Íslend- ingar gengu í grá eða brún,“ segir hún og hlær. Í dag geta þau hjónin varla hugsað sér að búa annars staðar. „Nú hallast ég að því að við verðum hér áfram. Við erum búin að búa hérna svo lengi. Ég verð alltaf pólsk. En ég elska Ísland.“ Gull í hálsinum Á Íslandi lagði Alina fyrir sig söng- kennslu, fyrst hjá Nýja tónlistarskól- anum og síðar hjá Tónlistarskólan- um í Reykjavík. Hún gefur sig alla að kennslunni og hætti nær alfarið að syngja á sviði sjálf. „Nemendur hennar mömmu eru hennar bestu vinkonur líka,“ segir Magdalena og lýsir því hvernig mamma hennar gefur sig alla að kennslunni. „Þær ganga í gegnum allt saman, súrt og sætt.“ Nemendur Alinu hafa enda margir hverjir fylgt henni í fjölda ára. Í byrjun nóvember héldu sex þeirra söngveislu í Salnum í Kópa- vogi Alinu til heiðurs, í tilefni af því að hún hefur starfað hér í tuttugu ár. Alina tekur undir orð Magdalenu. „Ég kenni ekki bara nemendum mínum heldur lifi með þeim líka,“ útskýrir hún. „Mér finnst að það eigi að vera gott samband milli kennara og nem- enda. Við erum ekki vélar. Röddin bregst við öllu stressi og það er hlut- verk kennara að minnka það.“ Að hennar mati liggur söngurinn vel fyrir Íslendingum. „Hér eru ótrú- lega margir með gull í hálsinum. Það er næstum því hægt að kenna hverj- um sem er óperusöng. Stundum þarf kannski að vinna lengi með fólki en svo brýst skyndilega út þessi fallega rödd. Það er allt mögulegt þegar eitt- hvað opnast í sálinni á fólki.“ Æft allan daginn Það er ekki kennt á sama jafningja- grundvellinum í tímunum hjá Alinu í Hochschule für Musik und Theater Hannover, þar sem Magdalena hefur verið við nám í fiðluleik undanfarin ár. „Þar er mikil stéttaskipting og kenn- ararnir setja sig á stall mun æðri nem- endunum þar,“ lýsir Magdalena. Hún byrjaði í skólanum sautján ára, eftir strangt inntökupróf. Hún var ein af fjórum nemendum sem komust að hjá kennaranum hennar, af um það bil 120 umsækjendum. Alina segir það mikinn heiður fyrir fjölskylduna að Magdalena hafi komist inn í skólann. Og hún stundar námið af kappi, en á tímabili æfði hún sig í átta til tíu klukkustundir daglega. Henni finnst það ekki nema sjálfsagt, enda hefur hún ætlað sér að fylgja í fótspor föður síns frá því hún var sjö ára og byrjaði að læra á fiðlu. „Þetta var allt- af aðalstefnan hjá mér, ég gerði aldrei annað en að æfa mig. Meira að segja í grunnskóla æfði ég í tvo tíma fyrir skóla. Svo tók ég fiðluna með mér í skólann á hverjum degi og æfði mig í frímínútum.“ Ungfrú Reykjavík Þótt Magdalena sé fyrst og fremst fiðluleikari og hafi margoft komið fram opinberlega muna sjálfsagt fleiri eftir henni í hlutverki Ungfrú Reykjavíkur og í keppninni um Ung- frú Ísland, þar sem hún lenti í öðru sæti. Hvernig kom hún fegurðarsam- keppni fyrir, eins upptekin og hún er? „Ég er hérna heima núna til að klára stúdentspróf, því skólinn úti setur það ekki sem skilyrði að ungir tónlistar- menn hafi stúdentspróf þegar þeir hefja nám. Það þarf hins vegar að sýna fram á stúdentspróf til að geta lokið Allt mögulegt með opinni sál Magdalena Dubik skaust fram í sviðsljósið þegar hún var valin Ungfrú Reykjavík fyrr á þessu ári. Þótt útlitið sé gott er það varla annað en hliðaráhugamál Magdalenu, sem er stórefnilegur fiðluleikari. Hún er dóttir söngkonunnar Alinu og fiðluleikarans Zbigniew, sem hafa auðgað íslenskt tónlistarlíf mikið frá því þau fluttust hingað frá Póllandi fyrir tuttugu árum. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir spjallaði við mæðgurnar. MÆÐGUR Magdalena á ekki langt að sækja hæfileika sína á tónlistarsviðinu, en hún er dóttir Zbigniew Dubik, fiðluleikara við Sinfóníuhljómsveit Íslands, og Alinu Dubik, óperusöngkonu og eins vinsælasta söngkennara landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON námi. Besta vinkona mín benti mér á keppnina og sagði að ég gæti nú bara mætt í prufu og séð til. Ég hef aldrei gert neitt annað en að spila á fiðluna þannig að ég hugsaði bara „af hverju ekki?“ Svo var þetta rosalega gaman. Það var æðislegt að vera á sviði án þess að vera að spila.“ Hún fann varla fyrir stressi, þótt henni hafi þótt það hálfóþægi- legt að ganga á sundfötunum fyrir framan alþjóð. Mamman var hins vegar stressuð fyrir hennar hönd og sá hana fyrir sér detta á sviðinu á himin háum hælunum. Pabbi hennar vildi sem minnst af keppninni vita og greip fyrir andlitið í hvert sinn sem mynd af dóttur hans birtist í blöðun- um. En hefur hún orðið fyrir einhverri gagnrýni fyrir að hafa valið að fara í keppnina? „Ég veit það ekki, ég hef lítið fylgst með þessum keppnum sjálf, þannig að ég vissi eiginlega ekki hvað þessi keppni hefði í för með sér. En möguleg gagnrýni truflaði mig ekk- ert rosalega. Ég geri bara mitt, er enn þá í öllu því sem ég var í áður og hef ekkert breyst.“ Fjölskyldutónleikar? Magdalena og pabbi hennar hafa oft komið fram saman á hinum ýmsu uppákomum, meðal annars á jóla- tónleikum Björgvins Halldórssonar oftar en einu sinni. Þau hjónin hafa líka komið fram saman, en þau hafa hins vegar aldrei spilað og sungið saman öll þrjú. Stendur það til? „Já, góð hugmynd. Kannski við gerum það einhvern tímann,“ segir Alina og Magdalena kinkar kolli. Líklega munu flestir þó heyra í Magd alenu áður en það verður, en hún er með stórt verkefni á takteinunum. Hún segir stundina til að ljóstra upp um leyndarmálið ekki komna, en svo virðist vera að allur tíminn með fiðl- una undir hökunni ætli að skila sínu. Ég var ung og ég vildi vera á sviði. En þegar börnin voru orðin þrjú hugs- aði ég með mér að guð hefði ákveðið að við skyld- um búa hér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.