Fréttablaðið - 24.12.2009, Blaðsíða 30
24. DESEMBER 2009 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● kirkjan
Séra Gunnar Kristjánsson,
prestur á Reynivöllum og
prófastur í Kjalarnesprófasts-
dæmi segir að boðskapur
jólanna sé sterkur, einfaldur og
auðskilinn.
Jólahald hefur teygt sig langt út
fyrir raðir kristinna manna og
hefur hvarvetna um heiminn svip-
uð einkenni: mikill undirbúning-
ur, skreytingar, veislumatur, tón-
list og svo gjafir. „Hinn sterki
þáttur gjafarinnar sýnir að marg-
ir hafa enduruppgötvað að mann-
inum er ekki aðeins eiginlegt að
þiggja heldur er honum jafn eigin-
legt að gefa og gleðja aðra,“ segir
Gunnar. „Þessi einkenni eiga þó
fyrst og fremst við um aðdrag-
anda jólanna, allt breytir um svip
þegar jólin eru hringd inn, staður
og stund fá nýtt yfirbragð þegar
það hversdagslega er yfirgefið um
sinn og gengið er inn í heilagan
tíma.“
„Þá rennur stundin upp þegar
við leiðum hugann að kjarna máls-
ins og veltum fyrir okkur inntaki
þessarar hátíðar, að skilningi
okkar kristinna manna. Þar er
einn miðpunktur – jólaguðspjall-
ið sjálft. Upphaf jólanna markast
af jólamessunni og sérstaklega af
lestri jólaguðspjallsins. Það und-
irstrikar að jólin snúast ekki um
hversdagslega hluti heldur eitt-
hvað sem snertir manninn enn
dýpra. Frásögnin um fæðingu
Jesú hefur sterkt aðdráttarafl
vegna þess að hún byggist á svo-
nefndum frumtáknum. Það var
djúpsálarfræðin sem gerði fyrst
grein fyrir þeim og eðli þeirra og
benti á mikilvæga þýðingu þeirra
fyrir manninn. Þau höfða til dul-
vitundarinnar og því skiljum við
þau mun fremur með tilfinning-
unum en skynseminni,“ segir
Gunnar. „Frumtákn jólanna eru
í fyrsta lagi jatan, í öðru lagi ljós-
ið og myrkrið, sem haldast í hend-
ur og í þriðja lagi barnið sjálft.
Jatan, og sú hlýja sem fólk þekkir
úr gripahúsum, vekur ákveðna til-
finningu fyrir öryggi. Jatan vísar
því til frumlægrar þrár mannsins
til að eiga sér öruggt athvarf.“
Gunnar segir frumtákn til stað-
ar í öllum trúarbrögðum auk þess
sem þau séu hluti af því að vera
manneskja enda tali þau beint til
manneskjunnar hver sem hún er.
Frumtáknin ljós og myrkur skilja
allir svo dæmi sé tekið. „Jesús
fæðist í myrkri um nótt og svo
skín birtan yfir fjárhirðana þegar
engillinn birtist þeim og stjarnan
vísar vitringunum veginn. Birtan
undirstrikar að maðurinn þráir
ljósið, sem er frumtákn fyrir þrá
mannsins eftir fegurð, sannleika
og góðvild.“
Jesúbarnið sem frumtákn út-
skýrir Gunnar á þá leið að tákn-
ið vísi til þeirrar meðvituðu eða
ómeðvituðu löngunar mannsins að
geta endurnýjast og byrjað upp á
nýtt. „Barnið er tákn fyrir hrein-
leika og sakleysi, óspilltan veru-
leika. Margir tala um jólin sem
hátíð barnsins enda vekja þau
bernskuminningar til lífsins. En
þau vekja ekki aðeins ljúfar minn-
ingar heldur einnig sárar því ekki
eiga allir aðeins góðar minning-
ar úr æsku. Jólin hafa djúp áhrif
á tilfinningalíf og trúarvitund
mannsins.“
- jma
Jólin hafa djúp áhrif
á tilfinningar manna
Sr. Gunnar Kristjánsson segir frumtáknin í jólaguðspjallinu vekja upp sterkar frum-
mannlegar tilfinningar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFAN
Sjáum fyrir okkur vígvöll. Fjöldi hermanna berst við uppreisn-
armenn. Þungum vopnum er beitt. Byssuskot fljúga. Sprenging-
ar heyrast. Við skiptum um sjónarhorn og förum inn í stóra bygg-
ingu þar sem uppreisnarmenn halda til. Sjáum unga konu sem
hniprar sig saman með nýfætt barn sitt sem fæddist inn í þess-
ar ótrúlegu aðstæður. Svo byrjar barnið að gráta. Og í einni svip-
an er sem tíminn stöðvist. Byssurnar þagna. Sprengingarnar líka.
Móðir og barn eru leidd
óhult niður tröppur, út
á vígvöll götunnar og
halda sína leið, gegnum
hinar stríðandi fylking-
ar. Grátur barnsins snert-
ir við hjörtum mannanna.
Vekur af svefni þrána til
lífsins. Miðlar von. Stöðv-
ar stríðið. Þetta er heilög
stund.
Þetta atriði er að
finna í kvikmynd-
inni Mannanna börn –
Children of Men. Hún
segir frá samfélagi í
kreppu. Þar hafa engin
börn fæðst um árabil
og það hefur leitt til ör-
væntingar og vonleys-
is sem birtist í harðræði og ofbeldi. Svo gerist það að ung kona
verður ófrísk. Hún tilheyrir lægstu stéttum samfélagsins sem
hafa enga rödd og fá engin tækifæri. Hana þarf að vernda og
barnið ófædda þarf að vernda því margir vilja komast yfir barn-
ið og nota það í eigin þágu. Í barninu sjá þeir það sem þá vantar:
von um framtíð.
Bíómyndir geta verið athvarf frá dagsins önn, en þær ögra
líka, fá okkur til að hugsa málin upp á nýtt og birta nýja sýn á
veruleikann. Stundum varpa þær nýju ljósi á eitthvað sem við
töldum okkur þekkja nokkuð vel. Það gerir Mannanna börn.
Myndin sem hún dregur upp af fæðingu barnsins, kallast á við
jólaguðspjallið um barnið í Betlehem. Við horfum á myndina og
upplifum frið jólanna í gegnum átökin, hávaðann og hætturn-
ar. Virðum barnið fyrir okkur, heyrum grátinn og erum minnt á
eigin þrá og von eftir friði og öryggi.
Nú er tími vonarinnar. Guð gefi okkur gleðileg jól.
Árni Svanur Daníelsson og Kristín Þórunn Tómasdóttir
Mannanna börn
Kristín Þórunn og Árni Svanur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Kvikmyndin Children of Men segir af samfélagi þar sem börn hafa ekki fæðst
um árabil og hefur það leitt til örvæntingar og vonleysis sem birtist í harðræði
og ofbeldi.
„Fyrir mér eru jólin tákn ljóssins
og vonarinnar sem lýsir í svartasta
myrkrinu,“ segir Vilborg Davíðs-
dóttir rithöfundur þegar hún
er spurð um merkingu jólanna.
„Hangikjötsilmur og laufabrauð,
samvera með ástvinum og bók-
lestur á jólanótt með tveggja hæða
konfektkassa ofan á sænginni, frið-
ur og hlýja í hjartanu, þakklæti
fyrir allt sem er, vissan um að
engu skiptir hvað gerist, á endan-
um birtir alltaf til að nýju og kær-
leikurinn, eins og Kristur sagði, er
það sem varir og það sem mestu
skiptir.“
Annar rithöfundur, Herdís Eg-
ilsdóttir, segist leita inn á við að
barninu í sjálfu sér um jólin.
„Barnið innra með okkur er það
besta sem til er. Ég kenndi litl-
um börnum í 45 ár og þakka for-
sjóninni fyrir það, því ég hef allt-
af elskað allan jólaundirbúning-
inn. Þessi tími er fullur af von og
ég öðlast trú á allt það góða, sama
hvað gengur á í heiminum,“ segir
Herdís.
Sigurður Pálsson rithöfundur
segir jólin vera fagnaðarefni. „Þau
merkja gleði, friðsæld og íhugun.
Þau eru gjöf og gjafir. Gleði yfir
hinni góðu fregn um kærleika,
ljós og birtu sem vex. Friðsældin
að njóta ilms og bragðs af góðum
mat. Án ótta og sektarkenndar.
Njóta í friðsæld. Rifja upp og íhuga
góðar minningar. Sem sagt, jólin
eru fagnaðarefni,“ segir Sigurður.
HVAÐ ERU JÓLIN FYRIR ÞÉR?
Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur. Herdís Egilsdóttir rithöfundur. Sigurður Pálsson skáld.
● TRÚMÁLAVEFUR ÞJÓÐKIRKJUNNAR www.tru.is, er
stærsta predikanasafn landsins og í hverri viku bætast fleiri predikanir í
safnið. Yfir jólin munu fjölmargar jólapredikanir birtast þar, þar á meðal
útvarps- og sjónvarpspredikanir biskups Íslands. Á tru.is er líka að finna
safn pistla um trúna og tilveruna. Á aðventu voru settir inn fjölmarg-
ir pistlar sem fjölluðu um aðventu og jól en einnig má benda á pistla er
fjalla um stöðu einstaklingsins í þeim efnahagsþrengingum sem þjóð-
in gengur í gegnum núna. Þá má finna á trúmálavefnum spurningar og
svör um ýmislegt er snertir trú, kirkju og menningu. Þar er einnig hægt
að bera fram spurningu. Þar má finna nokkrar spurningar er snerta jólin
og jólasiði, meðal annars um uppruna jólasveins-
ins, aðventukransinn, vitringana, af hverju
jólin standa í þrettán daga og
fleira. Loks er á www.tru.is
almanak sem birt-
ir daglega íhug-
unarorð, ritn-
ingarorð og bæn.
Hægt er að ger-
ast áskrifandi að
daglegri bæn og ritn-
ingarlestri á vefnum.