Fréttablaðið - 24.12.2009, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 24.12.2009, Blaðsíða 28
 24. DESEMBER 2009 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● kirkjan Góður hópur árrisula kirkjugesta mætir til messu hvern miðviku- dagsmorgun í Hallgrímskirkju klukkan átta. Í þau tæpu sjö ár sem boðið hefur verið til morgun- messu hefur varla fallið úr dagur. Í ár var messað á Þorláksmessu og verður einnig messað miðvikudag- inn 30. desember. Það verður síð- asta messan í bili uppi við altari Hallgrímskirkju en vegna fram- kvæmda í kirkjuskipinu færast messurnar niður í kórkjallarann á nýju ári. Séra Kristján Valur Ingólfsson er maðurinn á bak við árdegis- messurnar, en átta prestar skipt- ast að staðaldri á um að þjóna fyrir altari. Þjónusta leikmanna er mik- ilvæg í árdegismessunum við for- söng, aðstoð við útdeilingu, bæn og hugleiðingu, að ógleymdum morgunmatnum sem fólk skiptist á að undirbúa. Þá eru ávallt tekin samskot sem renna til Hjálpar- starfs kirkjunnar og kristniboðs- ins. Að sögn Sigrúnar V. Ásgeirs- dóttur, sem hefur verið með í messunum frá byrjun, tók hún því strax fagnandi að vera þátt- takandi í helgihaldi svo árla dags. Hún var með í fyrstu messunni á öskudaginn árið 2003 og minnist þess með gleði. „Samfélagið við morgunmatinn er mikilvæg við- bót við þann hálftíma sem mess- an í kirkjunni tekur með tilheyr- andi spjalli um landsins gagn og nauðsynjar,“ segir Sigrún. Þátttakan í messunum hefur aukist jafnt og þétt. Í upphafi mættu frá átta til tíu manns en núna eru iðulega yfir tuttugu messugestir. Sigrún segir samfélagið hlýtt og gleðina mikla við að allir hjálpast að. Margir úr miðvikudags- söfnuðinum eru einnig þátt- takendur í messuhópum í Hall- grímskirkju og síðastliðið vor var stofnaður hópur um þjónustu við messur á Þingvöllum á sumrin en hann hefur fengið nafnið Vinir Þingvallakirkju. Allir eru vel- komnir í miðvikudagssamfélagið í Hallgrímskirkju. - ve Í messu snemma morguns Tómasarmessa hefur verið haldin í Breiðholtskirkju í Mjódd síð- asta sunnudag í mánuði, frá hausti til vors síðastliðin ellefu ár. Dóra Diego og eiginmaður hennar, Kristján Þorgeirsson, hafa verið þátttakendur í messunum um margra ára skeið. „Þessar messur eru talsvert frábrugðnar öðrum og gefst fólki meira tækifæri á að taka þátt en í hefðbundnum messum,“ segir Dóra, sem er í fyrirbænaþjónustu Breiðholtskirkju. Tómasarmessa dregur nafn sitt af Tómasi hinum vantrúaða sem var einn af lærisveinum Krists. Hann sagðist ekki trúa því að Kristur væri upprisinn nema að fá fyrir því áþreifanlegri sannanir og vildi sjálfur fá að leggja hendur á sárin. „Hann er tákngervingur fyrir marga nútímamenn en við erum öll svolítið vantrúuð og þurfum alltaf á staðfestingu að halda.“ Dóra segir Tómasarmessurnar léttar og skemmtilegar og að lagt sé upp með að messugestir taki virkan þátt. „Þorvaldur Halldórsson er yfir-músíkant og er mikið lagt upp úr léttri tón- list og söng. Stór hópur messuþjóna, presta, djákna og leikmanna taka þátt og þótt messuliðirnir séu þeir sömu og í hefðbundnum messum er ýmislegt frábrugðið. „Til að mynda taka nær allir þátt í altarisgöngunni, auk þess sem bænaþátturinn er talsvert frábrugðinn því sem gengur og gerist en boðið er upp á ýmiss konar bænaform og fyrirbænir. „Það eru þó nokkuð margir sem koma fram til fyrirbæna í hverri messu og auk þess margir sem kveikja ljós í bænakertastjakanum og biðja fyrir sínum. Þá er líka hægt að setjast niður og skrifa bænaefni á blöð og setja í körfu en beðið er samkvæmt þeim í messunni og síðan áfram í kirkjum Reykjavíkurprófastdæmis austur,“ segir Dóra. Lengi vel var einungis boðið upp á Tómasarmessu í Breiðholts- kirkju en hin síðustu ár hefur hún einnig farið fram í Grensás- kirkju annan sunnudag í mánuði. Næsta Tómasarmessa fer fram í Breiðholtskirkju sunnudaginn 27. desember og hefst hún klukkan 20. - ve Messugestir fá að taka virkan þátt Tómasarmessa dregur nafn sitt af Tómasi hinum vantrúaða sem var einn af lærisveinum Krists. Messurnar eru léttar og skemmtilegar og eru Dóra og Kristján virkir þátttakendur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Sigrún hefur tekið þátt í árdegismessum frá upphafi en fyrsta messan var haldin árið 2003. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Útgefandi: Biskupsstofa, Kjalarnesprófastsdæmi, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra og vestra l Vefsíða: www.kirkjan.is, www.kjalarpr.is, www.kirkjan.is/eystra og www.kirkjan.is/vestra Sími: 528 4000 l Ritstjóri: Roald Eyvindsson l Ábyrgðarmaður: Steinunn A. Björnsdóttir l Forsíða: Valgarður Gíslason l Auglýsingar: Fréttablaðið/Bjarni Þór Sigurðsson Sími: 512 5471. Karl Sigurbjörnsson biskup segir jólaguðspjallið ómissandi þar sem í því birtist kjarni krist- innar trúar og siðar, guðsmynd og mannskilningur. Börnin á leikskólanum buðu aðstandendum til friðarstundar sem þau höfðu undirbúið af alúð og áhuga og barnslegri einlægni. Þau höfðu útbúið falleg ljósker og sungu yndislegan söng um ljósið. Svo sungu þau nokkrar jólavísur og fóru með brot úr jólasveina- kvæði Jóhannesar úr Kötlum. Hið frábæra starfsfólk leikskólans hafði sannarlega lagt sig fram um að gera allt úr garði sem best mætti verða fyrir börnin og boðsgesti þeirra. Þetta var afar skemmtilegt, falleg og gott og sannarlega heilnæmt fyrir sálina. En eftir á leitaði á mig að þarna var ekkert minnst á Betlehem, Maríu eða Jesú. Ætli stefni í það að eini staður inn utan heimilanna sem leyft verði að rifja upp sögu jólaguðspjallsins og nefna höfuð- persónur hennar á nafn sé í kirkj- unum? Ef svo er þá gerir það meiri kröfur til heimilanna og til kirkj- unnar og kristinna trúar safnaða en nokkru sinni að sinna því og gæta þess. Það er ekki aðeins trú- arleg skylda heldur þjóðleg og menningar leg og mikið í húfi fyrir framtíð menningar, trúar og siðar í landi hér. Jólaguðspjallið er saga sem ekki má gleymast. Mikilvægustu gildin til far- sældar landi og þjóð mótast og nærast í uppeldi í trú og vonar og kærleika. Þeim er ekki síst miðlað með sögum og táknum og hátíðum þar sem við finnum að við erum hluti samhengis sem ber okkur uppi, þrátt fyrir allt. Þess vegna er jólaguðspjallið ómissandi, og að það sé rifjað upp í orðum, söng og leik. Sem betur fer gerist það víða, líka í skólum, að ekki sé talað um í hinum mikla söngva- sjóði sem tónlistarfólkið okkar eys af um aðventu og jól okkur öllum til gleði og uppbyggingar. Jólaguðspjallið má ekki gleym- ast. Þar birtist kjarni kristinnar trúar og siðar, guðsmynd og mann- skilningur. Hvort tveggja geymir til dæmis ómetanlegt mótefni gegn ásókn sjálfselsku, græðgi og hroka. Í barninu í Betlehem er Guð að vitja okkar og minna okkur á að sérhvert mannsbarn er elskað af Guði, í hverju barni sjáum við hans mynd, sérhvert barn er tákn vonar og framtíðar, og kallar á við- brögð umhyggju og kærleika. Jólaguðspjallið er saga sem ekki má gleymast, þá sögu þurfum við að rifja upp og kenna börnunum okkar. Svo að þau og við öll getum lært að reiða okkur á það sem hún miðlar, lært að treysta því og trúa, að elska lífið og náungann og gleðj- ast yfir voninni sem frá jötunni varpar mildum og hlýjum bjarma sínum yfir heiminn. Gleðileg jól! Karl Sigurbjörnsson Sagan sem ekki má gleymast „Jólaguðspjallið er saga sem ekki má gleymast, þá sögu þurfum við að rifja upp og kenna börnunum okkar,“ segir Karl Sigur- björnsson biskup. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI www.forlagid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.