Fréttablaðið - 24.12.2009, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 24.12.2009, Blaðsíða 38
 24. DESEMBER 2009 FIMMTUDAGUR12 ● fréttablaðið ● kirkjan Aðventa, jól og áramót eru oft langerfiðasta tímabil ársins fyrir syrgjendur. Í hugum margra eru jólin og áramótin hátíð fjölskyld- unnar og gleðilegra samveru- stunda hennar. Á aðventunni kann að vera að syrgjendur langi helst að hátíðunum ljúki sem fyrst og desember hreinlega hverfi úr almanakinu. Erfitt getur verið að heyra jólalögin hljóma hvert sem farið er og fólk að óska hvert öðru gleðilegra jóla. Ef til vill kemur einhver auga á tilvalda jólagjöf en gerir sér svo grein fyrir að ástvin- urinn er ekki lengur á lífi til þess að njóta hennar. Hér eru nokkur ráð til að komast í gegnum hátíð- irnar: Kertaljós og tónlist Ef þið hafið ákveðið að skreyta heimili ykkar, fáið þá hjálp frá börnum, öðrum úr fjölskyldunni eða vinum. Það er í lagi að gera eitthvað öðruvísi en vanalega eða bara skreyta ekki neitt. Munið þó að kertaljós og notaleg tónlist auka á vellíðan. Samvera Samverustundir fjöl- skyldunnar geta tekið á. Verið heiðarleg hvert við annað um til- finningar ykkar. Ræðið saman um hvað þið viljið gera yfir hátíð- irnar. Ekki setja markið of hátt, hvorki fyrir ykkur sjálf né fjöl- skylduna. Kort Hugleiðið að fækka jólakort- um í ár. Það er ekki nauðsynlegt að senda kort, sérstak- lega ekki fólkinu sem þið hittið um hátíðirnar. Matur Ef til vill gerir það ykkur gott að þiggja matarboð hjá ætt- ingjum eða vinum á hátíðunum. Ef þið ákveðið að halda matarboð heima hugleiðið þá hvort ástæða sé til að breyta aðeins út af venj- unni, t.d. hafa eitthvað annað í matinn en venju- lega. Hvíld Mikill ys og þys fylgir oft jólahátíðinni. Þess vegna þurfa syrgjendur að hvíla sig eins vel og kostur er. Þeim veitir ekki af allri sinni orku. Ljós og von Sumir halda að þegar nokkrir mánuðir eru liðn- ir frá andláti ástvinar séu syrgj- endur að „komast yfir missinn“. En söknuðurinn eftir ástvinin- um verður fylginautur syrgjenda ævilangt. Reynslan hefur hins vegar sýnt að flestir muni geta notið hátíða eins og jóla, hátíðar ljóss og vonar. Svandís Íris Hálfdánardóttir, hjúkrunarfræð- ingur á líknardeild LSH í Kópavogi, staðfærði með hliðsjón af bókinni: Bereavement Care (1993), Victoria Hospice Society, Kanada. Þennan texta er einnig að finna í bæklingi sem Ný dögun hefur gefið út. Hann liggur frammi á líknardeild Landspítalans og á fleiri stöðum. Aðventan, jólin og sorgin ● HVAÐA DAG FÆDDIST JESÚS? Enginn veit nákvæmlega hvenær Jesús fæddist, því í augum kirkjunn- ar var lengi framan af talið ástæðulaust að halda upp á byrjun jarðnesks lífs. Hin sanna fæðingarstund þótti vera dán- ardagurinn, þegar menn öðluðust eilíft líf. Síðar vaknaði áhugi fyrir því að reyna að komast að þessu, og allt frá byrj- un 3. aldar sjást merki þeirrar viðleitni í gömlum ritum. Voru ýmsir dagar nefndir, svo sem 6. janúar, 20. apríl, 20. maí, 17. nóvember og 25. desember. Í fyrstu náði 6. janúar mestri útbreiðslu, en á 4. og 5. öld víkur hann fyrir 25. desem- ber sem fæðingardagur Jesú Krists víðast hvar, líklega vegna áhrifa frá ljósahátíð Rómverja tengdri sólhvörfum að vetri, sem árið 46 f.Kr. höfðu verið ákvörðuð einmitt þann dag. Eftir það gerði austurkirkjan 6. janúar að minningardegi skírnar Jesú í ánni Jórdan, eins og verið hafði í Egyptalandi þegar um árið 200, og kallaði Opinberunarhátíð, en vest- urkirkjan fór á hinn bóginn að minnast komu austurlandakonunganna eða vitringanna til Betlehem. Og fleiri atburð- ir tengdust síðar umræddum degi, t.d. brúðkaupið í Kana og mettun fimm þúsundanna. Í nágrannalöndum okkar, t.d. Englandi, Þýskalandi og Noregi er þrettaándinn kallaður Opinberunarhátíðin (epiphania). Á einhverjum tímapunkti undir lok fornaldar eða við upphaf miðalda var ákveðið að hin kristnu jól skyldu ná yfir þessa daga alla – og þá til að sameina hátíðirnar báðar, 25. desember og 6. janúar. Þar eru þá komnir þrettán dagar jóla. Kristnar kirkjur halda þó ekki allar jólin á sama tíma. Austurkirkjan, eða rétttrúnaðarkirkja, fylgir öðru tímatali en Vesturkirkjan, það er rómversk- kaþólsk og mótmælendakirkjur. Þess vegna er aðfangadagur í Austurkirkjunni hinn 6. janúar. Heimild: www.tru.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.