Fréttablaðið - 24.12.2009, Blaðsíða 18
18 24. desember 2009 FIMMTUDAGUR
F
ljótlega eftir að fréttir
af gríðarhörðum jarð-
skjálfta og flóðbylgju
sem skall á strönd-
um Asíuríkja annan
í jólum 2004 tóku að
berast um heimsbyggðina varð
ljóst að eyðileggingin í þessum
hrikalegu náttúruhamförum var
gríðarleg og manntjón mikið.
Jarðskjálftinn og flóðbylgjan
komast ofarlega á lista yfir mann-
skæðustu náttúruhamfarir sög-
unnar. Talið er að í það minnsta
220 þúsund manns hafi látið
lífið í flóðbylgjunni í ellefu lönd-
um. Eignatjón var að auki á áður
óþekktum skala, og er talið að um
tvær milljónir manna hafi misst
heimili sín.
Flóðbylgjan myndaðist eftir
jarðskjálfta vestur af ströndum
eyjunnar Súmötru, sem tilheyr-
ir Indónesíu. Skjálftinn er ýmist
sagður hafa verið 9,1 eða 9,3 á
Richter-skala. Flóðbylgjan sem
skall á ströndum Súmötru og ann-
arra landa í nágrenni skjálftans
var allt að 30 metra há.
Rauði kross Íslands opnaði sam-
dægurs söfnun fyrir fórnarlömb
hamfaranna. Í þeirri söfnun, og
öðrum fjársöfnunum á borð við
Neyðarhjálp úr norðri, söfnuðust
háar fjárhæðir frá almenningi,
fyrirtækjum og íslenskum stjórn-
völdum.
Rauði kross Íslands fékk um 170
milljónir króna af söfnunarfé frá
Íslendingum, auk þess að fá vörur
og þjónustu án endurgjalds fyrir
um níu milljónir til viðbótar. Það
fé hefur nú svo til allt verið notað
í neyðarhjálp og uppbyggingu af
ýmsu tagi, samkvæmt upplýs-
ingum frá Rauða krossi Íslands.
Hjálpar- og uppbyggingarstarfi á
þeim svæðum sem verst urðu úti
fer þó bráðlega að ljúka.
Þórir Guðmundsson, yfirmaður
alþjóðasviðs Rauða kross Íslands,
segir að af milljónunum 170 hafi
um 43 milljónir króna verið varið í
neyðaraðstoð Alþjóða rauða kross-
ins fyrstu vikurnar eftir flóðin.
Alls fóru átján sendifulltrúar
á vegum Rauða kross Íslands til
hamfarasvæðanna. Íslensku sendi-
fulltrúarnir aðstoðuðu til dæmis
við birgðaflutninga- og dreifingu,
hjúkruðu slösuðum, skipulögðu
sálfélagslega aðstoð og aðstoðuðu
starfsmenn og sjálfboðaliða Rauða
krossins í Indónesíu. Kostnaður
við störf sendifulltrúanna nam
um 49,2 milljónum króna, rúmum
fjórðungi af því fé sem safnaðist
fyrir Rauða krossinn.
Þórir segir að ákveðið hafi verið
að beina fé íslenska Rauða kross-
ins til Alþjóða Rauða krossins til að
peningarnir nýttust sem best, og til
að takmarka stjórnunarkostnað.
Hann vitnar í skýrslu frá Alþjóða
Rauða krossinum þar sem fram
kemur að framlagið frá Íslandi
hafi meðal annars verið notað til
að tryggja aðgengi að hreinu vatni.
Árangurinn af því megi líklega
meta best á því sem ekki gerðist,
enda hafi engar farsóttir brotist út
þrátt fyrir að kjöraðstæður hafi
verið fyrir útbreiðslu sjúkdóma á
hamfarasvæðunum.
Fimm árum eftir hamfarirn-
ar má enn sjá ummerki um þau
í strandhéruðum Súmötru og
víðar. Frá því flóðbylgjan gekk
yfir hefur Rauða kross hreyfing-
in aðstoðað 4,8 milljónir króna á
hamfarasvæðunum, og nærri 700
þúsundum hefur verið tryggður
aðgangur að hreinu vatni. Byggð
hafa verið 51 þúsund hús, 289 spít-
alar og heilsugæslustöðvar, og 161
skóli. Þá hafa tæplega 40 þúsund
manns fengið þjálfun í neyðarvið-
brögðum.
Uppbyggingarstarfinu eftir
flóðbylgjuna er enn ekki lokið, en
Þórir segir stefnt að því að ljúka
því fyrir árslok 2010. Íslenski
Rauði krossinn hafi lagt áherslu á
að aðstoða við að tryggja aðgengi
að hreinu drykkjarvatni. Á næstu
mánuðum verði til að mynda stutt
vinnu við vatnsöflun og námskeið
fyrir neyðarteymi Rauða krossins
í Indónesíu á sviði vatns- og hrein-
lætismála.
Frekari upplýsingar um starf
Rauða krossins eftir flóðbylgjuna
á annan í jólum fyrir fimm árum
síðan má sjá á vef Rauða krossins,
www.rki.is.
Fimm ára hjálparstarfi að ljúka
Íslendingar létu ekki sitt eftir liggja í söfnunum fyrir þá sem urðu illa úti eftir flóðbylgju sem varð í það minnsta 220 þúsund manns
að bana í Asíu annan dag jóla 2004. Brjánn Jónasson kynnti sér hvernig íslenski Rauði krossinn kom að hjálparstörfum eftir flóð-
bylgjuna og ræddi um óttann og nályktina við fólk sem veitti neyðaraðstoð og kom að uppbyggingarstarfi eftir hamfarirnar.
HAMFARIR Bæir og þorp við ströndina á Srí Lanka, Súmötru og víðar voru í rúst eftir flóðbylgjuna fyrir fimm árum. Krafturinn
í flóðbylgjunni, sem var allt að 30 metra há þegar hún skall á ströndinni, var gríðarlegur, og lágu fiskiskip og -bátar innan um
húsarústirnar þegar vatnið fór að sjatna. MYND/RAUÐI KROSS ÍSLANDS
„Það var allt í rúst, það stóð ekki
steinn yfir steini,“ segir Birna Hall-
dórsdóttir, sendifulltrúi Rauða kross
Íslands, sem fór til norðurhluta eyj-
unnar Súmötru í byrjun janúar 2005.
Hún segist enn þann dag í dag upplifa
nályktina í loftinu þegar hún rifjar upp
þann tíma sem hún eyddi við dreif-
ingu hjálpargagna á Súmötru.
„Við byrjuðum á að dreifa mat til
fólksins, samhliða tjöldum. Svo dreifð-
um við húsbúnaðarpökkum með mat-
aráhöldum, lökum og öðru sem fólk
þarf til að komast af frá degi til dags,“
segir Birna. Ekki var síður mikilvægt
að meta rétt þörfina á hjálpargögn-
um, átta sig á því hvar fólk var á lífi og
hvað það þyrfti til að komast af fyrstu
vikurnar og mánuðina eftir skjálftann.
Birna segir að talsvert algengt hafi
verið að sjómenn sem hafi verið
úti á rúmsjó hafi lítið orðið varir við
bylgjuna, en áttað sig á því þegar þeir
komu að landi að þorpið þeirra var
rústir einar, og að fjölskyldan hefði
jafnvel öll farist.
„Við vorum þess vegna líka í því að
reyna að sameina fjölskyldur,“ segir
Birna. Settar hafi verið upp
skilaboðatöflur og reynt að
hafa upp á foreldrum eða
ættingjum barna, sem hafi
stundum reynst erfitt.
„Ég var úti að vinna einn
daginn og heyrði gríðarleg
fagnaðarlæti og grát. Þá
hafði lítið barn fundist,
og verið var að koma
með það til fjölskyld-
unnar. Þetta var
ekkert einsdæmi,
oft urðu börn við-
skila við fjölskyld-
urnar sínar, og
enginn sem vissi hverra manna þau
voru,“ segir Birna.
Spurð hvað komi fyrst upp í hug-
ann þegar hún hugsi til þeirra þriggja
mánaða sem hún eyddi við hjálpar-
störf eftir flóðbylgjuna er Birna ekki í
nokkrum vafa.
„Það sem kemur upp í hugann,
þegar ég hugsa um þetta, er nályktin,“
segir Birna. „Ég kem svo stuttu eftir
bylgjuna, það var allt á floti og líkin
lágu í vatninu. Sjálfboðaliðar fóru
um dag eftir dag í stígvélum með
líkpoka.“
Líkunum var staflað í líkpokunum
meðfram vegakantinum áður en hægt
var að koma þeim í fjöldagrafir. Birnu
er minnisstætt þegar hún ákvað að
fara út úr lokuðum bílnum í miklum
hita og raka til að taka mynd af lík-
pokunum til að geta sýnt fólki hvernig
aðstæður væru.
Hún áttaði sig of seint á því að
það reyndust vera mistök. „Ég opnaði
hurðina á bílnum, það var milli 30 og
40 stiga hiti og mikill raki. Það sem
mætti mér var þessi hryllilega rotnun-
arlykt sem situr með mér enn þann
dag í dag, og rifjast upp alltaf þegar
ég hugsa um þetta.“
Æðruleysi fólksins sem lifði af
þessar hræðilegu náttúruham-
farir er Birnu einnig ofarlega í
huga. Samstarfsfólkið hafi staðið
sig ótrúlega miðað við að margt
af því hafði misst fjölskyldu-
meðlimi og vini.
HRÆÐILEG NÁLYKTIN SITUR EFTIR
FÓLKIÐ Æðruleysi fólks
sem lifði af flóðbylgjuna
miklu var aðdáunarvert
segir Birna Halldórs-
dóttir sendifulltrúi
Rauða kross Íslands.
„Ég var stödd á Srí Lanka þegar
skjálftinn reið yfir að heimsækja
manninn minn, sem var að vinna
við friðargæslu í landinu,“ segir Elín
Jónasdóttir sálfræðingur. Í kjölfarið
fékk hún stöðu sendifulltrúa hjá
danska Rauða krossinum og starfaði
mánuðum saman við skipulagningu
á sálfélagslegum stuðningi og þjálfun
heimamanna í slíkum stuðningi við
eftirlifendur flóðbylgjunnar miklu.
Til stóð að Elín og Magnús
Norðdahl eiginmaður hennar eyddu
hinum örlagaríka degi 26. desember
2004 ásamt börnum og tengdasyni á
hóteli við ströndina. Tilviljun réði því
að Magnús þurfti að vinna, og ekkert
varð af strandferðinni. Sú tilviljun
gæti hafa orðið þeim til lífs, því
hótelið sem þau ætluðu að gista á
gjöreyðilagðist þegar flóðbylgjan skall
á ströndinni. Fjöldi fólks sem var á
hótelinu týndi lífinu.
Elín vann með sjálfboðaliðum á
norðaustur hluta eyjunnar Srí Lanka.
Hún skipulagði aðstoðina og þjálfaði
þá í að veita stuðning þeim sem
höfðu misst fjölskyldumeðlimi, vini
eða aleiguna í náttúruhamförunum.
„Rauða kross-deildin á svæðinu
var fyrst til að bregðast við eftir flóð-
bylgjuna, stjórnvöld í landinu höfðu
ekki tekið við sér þegar Rauði kross-
inn var kominn á fullt,“ segir Elín.
Íbúar þessa hluta Srí Lanka eru
margir hverjir afar fátækir og lifa
margir af sjómennsku. Fiskiþorpin
sem fólkið bjó í höfðu mörg hver
þurrkast út í flóðbylgjunni og gríðar-
legt manntjón varð.
„Það voru margir sem áttu um
sárt að binda. Þarna voru ekkjur og
munaðarleysingjar, og fólk sem hafði
misst öll börnin sín,“ segir Elín. „Ég
held að okkar starf hafi skilað mikl-
um árangri, við sáum það til dæmis á
viðbrögðum fólksins sem við unnum
með,“ segir Elín.
Þegar flóðbylgjan reið yfir varð
hlé á bardögum uppreisnarmanna
Tamíltígra og stjórnarhersins, en eftir
því sem lengra leið frá hamförunum
efldist borgarastyrjöldin í landinu.
„Menn slíðruðu aðeins sverðin
meðan ástandið var sem hræðileg-
ast, en síðar komumst við alls ekki
alltaf í flóttamannabúðirnar sem
við ætluðum að heimsækja vegna
ástandsins,“ segir Elín.
Hún kom heim til Íslands eftir
tæplega árs dvöl á Srí Lanka, og segir
vissulega hafa verið gott að koma
heim. „Þegar ég kom heim var ég svo
þakklát fyrir fjölskylduna, rúmið mitt
og sturtuna,“ segir Elín.
ÆTLUÐU AÐ EYÐA JÓLUNUM Á STRÖNDINNI
HÖRMUNGAR Margir áttu um sárt að
binda, mörg munaðarlaus börn og for-
eldrar sem höfðu misst börn og maka
segir Elín Jónasdóttir sálfræðingur.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Rauði kross Íslands fékk til ráðstöfunar um 170 milljónir af því fé sem
safnaðist hér á landi eftir flóðbylgjuna í Asíu á öðrum degi jóla 2004.
Útgjöldin námu alls 170,6 miljónum króna, og skiptust þannig niður:
■ 43 milljónir fóru í neyðaraðstoð fyrstu vikurnar eftir flóðbylgjuna.
■ 49,2 milljónir fóru í að kosta för átján íslenskra sendifulltrúa á svæðið,
sumra oftar en einu sinni.
■ 20 milljónir fóru í neyðaraðstoð og uppbyggingu árið 2006.
■ 27 milljónir fóru í enduruppbyggingu.
■ 30 milljónir fóru í að tryggja fólki aðgang að drykkjarvatni og uppbygg-
ingu neyðarvarna.
■ 1,4 milljónir fóru í vatnssendingu til Taílands.
ÚTGJÖLDIN RÚMAR 170 MILLJÓNIR
„Sú mynd sem situr eftir í huga mínum er að eyðilegg-
ingin var eins og eftir sprengjuárás,“ segir Óskar Þor-
valdsson byggingartæknifræðingur. Hann fór til eyjunnar
Nias í Indónesíu eftir að gríðarharður eftirskjálfti, 8,7 á
Richter, varð annan í páskum, þremur mánuðum eftir
skjálftann sem orsakaði flóðbylgjuna annan í jólum.
Um 1.300 týndu lífi sínu í jarðskjálftanum á Nias, flest-
ir urðu undir húsum sem hrundu, segir Óskar. Innviðir
eyjunnar hafi allir farið úr skorðum, brýr og vegir hafi
farið í sundur, vatnsveita skemmst og húsbrunnar hafi
mengast.
Rúmlega vika var frá skjálftanum þegar Óskar kom til
Nias, en enn var ekki búið að koma líkum sem biðu við
húsarústirnar í burtu.
Óskar segir mikils ótta hafa gætt hjá eyjaskeggjum í
kjölfar skjálftans í hvert skipti sem minni eftirskjálfti hafi
riðið yfir. Þrátt fyrir að flóðbylgjan annan í jólum hafi
lítil áhrif haft á eyjunni hafi heimamenn auðvitað fengið
fréttir af eyðileggingunni sem hún olli, og flykkst frá
ströndinni þegar eftirskjálftarnir komu.
Óskar kom ekki að rústabjörguninni, fyrstu viðbrögð-
um hjálparsamtaka eftir skjálftann. Hann kom til að taka
þátt í að útvega tjöld, hreint vatn og heilsugæslu.
Hann segir að starfsfólk Rauða krossins hafi til að
mynda sett upp stórar vatnsblöðrur með hreinu drykkj-
ar vatni víðs vegar á eyjunni, og dreift tjöldum og hlúð að
fólki. Slíkt hafi skipt sköpum fyrir fólkið, enda hafi jafnvel
þeir sem áttu enn uppistandandi hús sofið í tjöldum af
ótta við eftirskjálfta. Óskar segist sannfærður um að það
starf sem hann hafi komið að á Nias hafi tekist vel. Verk-
efnið hafi verið risavaxið, en öll vinnan sem hafi verið
lögð í það hafi skilað sér á endanum.
ÁSTANDIÐ EINS OG EFTIR SPRENGJUÁRÁS
Á VETTVANGI Aðgangur að hreinu vatni breytir afar miklu
eftir hamfarir á borð við jarðskjálfta, segir Óskar Þorvaldsson
byggingartæknifræðingur.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM