Fréttablaðið - 24.12.2009, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 2009 7kirkjan ● fréttablaðið ●
Sigurður Rúnar Símonarson fæddist nánast inn í kórstarf Kálfa-
tjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd. Foreldrar hans voru stofnendur
þess kórs, þar fór tenórrödd hans að hljóma þegar hann var átján
ára og það gerir hún enn tæpum fimmtíu árum síðar. Á tímabili
bjó hann á Egilsstöðum og síðar í Vestmannaeyjum og söng þá
með kirkjukórunum þar. „Söngurinn er stærsti hlutinn af mínu
tómstundastarfi og hefur verið
gegnum árin,“ segir Sigurður
Rúnar sem ekki lætur kirkju-
kórana nægja heldur hafa Fóst-
bræður notið krafta hans og nú
syngur hann bæði með eldri
Fóstbræðrum og Reykjalundar-
kórnum. „Það er alltaf gaman
að syngja og gerir manni gott.
Því eins og góður maður sagði
þá syngur maður ekki með
óvinum sínum og það er mik-
ill félagsskapur sem fylgir kór-
starfi.“
Faðir Sigurðar Rúnars söng
tenór með kórnum sínum fram
að níræðu en átti þá orðið erf-
itt með að komast upp á kirkju-
loftið þar sem kórinn stendur.
Nú syngur hann meðal annarra
kirkjugesta. Bræður Sigurðar
eru virkir í kórstarfi en hvað um afkomendur hans? „Ein dóttir
mín er með mér í Reykjalundarkórnum en hin börnin eru í annarri
músík,“ segir hann.
Messur eru í Kálfatjarnarkirkju tvisvar í mánuði að jafnaði að
sögn Sigurðar Rúnars. „Það er skyldumæting hjá kórnum í aðra
messuna, hin er æskulýðsmessa í léttari tón en alltaf mæta ein-
hverjir úr kórnum samt,“ segir hann. Allt er þetta sjálfboðaliða-
starf. Nú er vertíð fram undan, jól og áramót og þá er kórfólk upp-
tekið á helgidögum þegar aðrir eiga frí. Sigurður Rúnar er langt
frá því að vorkenna sér það. „Það er bara gaman enda skemmtileg
tónlist sem verið er að flytja,“ segir hann jákvæður. - gun
Kirkjukórsmaður í
hartnær hálfa öld
Það er alltaf gaman að syngja og gerir
manni gott, segir Sigurður Rúnar.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Í Fella- og Hólakirkju er unnið
sérstaklega skemmtilegt þró-
unarverkefni með innflytjend-
um þar sem börn í sókninni frá
átta ára aldri taka þátt starfi
Listasmiðjunnar Litrófs.
Starf Litrófsins hófst árið 2007 en
í Fella- og Hólbrekkusókn er stór
hluti íbúa innflytjendur. Ragnhild-
ur Ásgeirsdóttir, djákni kirkjunn-
ar, segir að hugmyndin hafi verið
að skapa jákvæðan vettvang fyrir
börn þar sem þau gætu tekið þátt
í uppbyggjandi verkefnum undir
stjórn starfsfólks kirkjunnar, með
vináttu og virðingu að leiðarljósi.
„Okkur langaði til að byggja upp
starf með innflytjendum. Við byrj-
uðum með því að fá tíu stelpur á
fyrstu æfinguna og starfið hefur
smám saman eflst og í dag eru
sextíu stúlkur skráðar í Litróf og
rúmlega fimmtíu sem eru virkar
í starfinu. Nafnið Litróf vísar til
fjölbreytileika mannlífsins en
stúlkurnar eru bæði af íslensku og
erlendu bergi brotnar,“ segir Ragn-
hildur, sem jafnframt er stjórn-
andi Listasmiðjunnar Litrófs.
Starfið einkennist mikið til af
söng og einnig dansi en í fyrra
setti Litróf upp söngleikinn Litlu
Ljót og fékk yfir 300 manns í kirkj-
una. „Æfingar eru vikulega í kirkj-
unni og auk þess höfum við farið
með hópinn í æfingabúðir einu
sinni til tvisvar sinnum á ári út
fyrir bæinn. Börnin koma einnig
reglulega fram og kynna þannig
afrakstur starfsins. Fyrir rúmu ári
vaknaði svo sú hugmynd að gefa út
jólageisladisk og hefur Listasmiðj-
an unnið að því verkefni síðan,“
segir Ragnhildur. Lögin eru nær
öll frumsamin íslensk jólalög sem
Ragnhildur hefur sjálf samið en
einnig syngur Svavar Knútur
trúbador tvö af sínum eigin lögum
á disknum með kórnum.“
Auk Ragnhildar taka Guðný
Einarsdóttir, organisti kirkjunnar,
og Heiðrún Guðvarðardóttir þátt í
starfinu en foreldrar hafa líka lagt
listasmiðjunni lið og stofnanir og
félagasamtök hafa stutt listasmiðj-
una með fjárframlögum. Geisla-
diskurinn Syngur af hjarta engla-
hjörð er seldur fyrir þessi jól á
allra helstu sölustöðum.
„Starfið hefur gert mjög mikið
fyrir stúlkurnar og með því að
sýna þeim og hæfileikum þeirra
hvatningu og umhyggju auk þess
sem hverjum einstaklingi er mætt
með virðingu þá styrkist sjálfs-
mynd þeirra og þær fá að njóta sín.
Í fjölmenningarlegu samfélagi þar
sem fjölbreytileikinn ríkir skiptir
þessi nálgun að sjálfsögðu miklu
máli.“ - jma
Mikilvægt að sýna
börnunum virðingu
Kór Listasmiðjunnar Litrófs í Fella- og Hólakirkju samankominn með stjórnanda kórsins og djákna kirkjunnar, Ragnhildi Ásgeirs-
dóttur. MYND/ÚR EINKASAFNI
Ragnhildur Ásgeirsdóttir semur nær öll
lögin á geisladisknum.
Jón Stefánsson, kórstjóri og organisti í Langholtskirkju, naut síð-
ustu helgar þótt hann hefði haft nóg að gera. „Ég held að ég hafi
sett met þá helgi,“ segir hann og hlær. „Ég var með ferna Jóla-
söngva í Langholtskirkjunni og Graduale Nobili söng með Sinfóníu-
hljómsveitinni á fernum jólatónleikum. Alls voru þetta því átta tón-
leikar sem ég stjórnaði.“
Jón segist njóta starfsins. „Það
er líka ánægjulegt þegar aðrir
njóta tónlistarinnar en það var
uppselt á alla tónleikana. Kirkjan
er svo rík af tónlist. Ég held að
fólk átti sig oft ekki á því. Í mörg
hundruð ár var hún vettvangur
tónskálda og langstærstur hluti
verka þeirra var saminn fyrir
kirkjuna. Bach samdi til dæmis
um 200 kantötur fyrir hinar
ýmsar messur ársins og er hver
15-30 mínútna löng.“
Kór Langholtskirkju er rúm-
lega 57 ára gamall en þar af hefur
Jón verið kórstjóri hans og org-
anisti í 45 ár, hvorki meira né
minna. Hann segir sér líka vinn-
an, eins og árafjöldinn sé ágætis vitnisburður um. „Hér er unnið
gróskumikið starf. Alls eru við kirkjuna sjö kórar. Sá yngsti er
krúttakórinn, sem er skipaður börnum frá 4-7 ára. Samanlagt
stjórna ég fjórum kórum.“
Jón segist ekki eiga sér neina sérstaka uppáhaldstónlist heldur
sé það sú sem hann vinni að hverju sinni. „Stundum er maður að
vinna að eldri tónlist en nú er orðið mjög mikið til af fallegri nýrri
tónlist sem gaman er að vinna með kórunum.“
Mikið er að gera hjá kórstjóranum fyrir jólin eins og hjá flestum.
Hann gefur sér hins vegar tíma til að gera laufabrauð með stórfjöl-
skyldunni og þá er ávallt boðið upp á taðreykt sauðahangikjöt úr
Mývatnssveit. Þá eru það hestarnir sem fá sína daglegu umræðu.
„Það er svo streitulosandi að moka flórinn,“ segir Jón og hlær.
En er kórstjórinn trúaður maður? „Já, því er ekki hægt að neita,
það væri annars erfitt að vera í starfi sem þessu.“ - uhj
Setti met með átta
tónleikum á einni helgi
Jón hefur starfað sem kórstjóri og
organisti í Langholtskirkju í 45 ár.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Kór Akureyrarkirkju var stofn-
aður árið 1945 og er nokkuð forn-
frægur. Óskar Þór Halldórsson
hefur verið í kór síðan í mennta-
skóla og segir ekki tilviljun ráða
því að hann er meðlimur í kór
Akureyrarkirkju.
„Söngurinn er ómissandi hluti
af lífinu. Það er eitthvað svo af-
slappandi við hann. Þótt maður
sé þreyttur eftir langan vinnudag
er maður endurnærður eftir kór-
æfingar,“ segir Óskar og ítrekar
að þótt kórstarfið taki mikinn tíma
sé honum vel varið. „Það er gott að
kúpla sig út úr amstri hversdags-
ins.“
Í kór Akureyrarkirkju eru um
sjötíu til áttatíu félagar og er starf-
ið tvíþætt. Annars vegar skiptast
kórmeðlimir á að syngja í vikuleg-
um messum og svo syngur allur
kórinn messusöng einu sinni í
mánuði. Hins vegar er kórinn líka
konsertkór og því önnum kafinn í
tónleikahaldi. „Í stærri athöfnum
eins og á jólum og páskum syngur
allur kórinn í messum. Desember
er annatími en óskaplega skemmti-
legur. Það er mjög gaman að tak-
ast á við þessi hátíðlegu lög; þau
gefa lífinu gildi,“ útskýrir Óskar,
sem telur að kórinn hafi aldrei
verið betri en nú. „Það eru líka
frábærir stjórnendur með hann,
Eyþór Ingi Jónsson og Sigrún
Magna Þórsteinsdóttir. Enda gerist
ekkert ef frábærir stjórnendur eru
ekki fyrir hendi,“ segir Óskar og
tekur fram að kórmeðlimir vilji sí-
fellt bæta sig, sem ýti undir fram-
farir. „Ekki nenni ég að taka þátt
í kórstarfi þar sem metnaður er
ekki fyrir hendi. Þess vegna er ég
í þessum kór, hann tekur sig alvar-
lega.“ - nrg
Söngurinn ómissandi hluti af lífinu
Óskar við lengstu tröppur á Íslandi sem liggja að kirkju. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA.IS