Fréttablaðið - 24.12.2009, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 24.12.2009, Blaðsíða 32
 24. DESEMBER 2009 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● kirkjan Hann starfar við eitt af þessum lítt sýnilegu en engu að síður mikil- vægu störfum. Karl Kristensen er kirkjuvörður í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði, sókn sem státar af um 5.500 manns. „Starfið snýst um margt, allt frá því að halda kirkj- unni hreinni og til samskipta við fólk sem leitar til prestsins í kirkj- unni.“ Lífið getur verið dálítið kúnstugt og vegir Guðs svo sannarlega órannsakanlegir. „Ég hef verið kirkjuvörður í tíu en áður var ég kjötiðnaðarmeistari. Ég byrjaði í afleysingum sem kirkjuvörður í Hallgrímskirkju og fór svo í fullt starf. Var þar í sjö ár en ég hef verið hér í fullu starfi í þrjú ár,“ segir Karl og brosir. „En ég viðurkenni að þetta eru nú ekki lík störf.“ En hvað þarf góður kirkjuvörður að hafa til að bera? „Ja, ætli það sé ekki bara trúin á Jesú Krist. Ég var mikið í KFUM þegar ég var dreng- ur og hélt líka trúnni þegar ég var kjötiðnaðarmeistari.“ Karl segir mikið og blómlegt starf unnið í kirkjunni. „Fyrir utan þetta hefðbundna starf er félags- starfið mjög fjölbreytt. Hér eru haldnir AA-fundir, hér er unglinga- og barnastarf og fermingarfræðsla. Þá eru mömmumorgnar vinsælir en innan þeirra er það nýjasta kríla- sálmar. Þar er brjóstmylkingum kennt að hlusta á og njóta sálma- legrar og klassískrar tónlistar.“ Kirkjuvörðurinn gerir lítið úr eigin hæfileikum á sviði skáld- skapar og tónlistar en hann ku hafa þá nokkra. „Kunna ekki allir að kveða?“ spyr Karl hógvær, sem á meðal annars texta á jólaplötu Björgvins Halldórssonar, Hvað eru jól? Það er því ljóst að kjötiðn- aðarmeistarinn lumar á mörgum hæfileikum sem nýtast vel í starfi hans. - uhj Úr kjötiðn í kirkjuvörslu Karl segir mikið og blómlegt starf unnið í kirkjunni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Við höfum mjög gaman af þessu starfi og ég get hiklaust mælt með þessu fyrir hvern þann sem telur sig eiga erindi í kirkju,“ segir Davíð Þór Jóns- son, guðfræðinemi með meiru. Davíð og kona hans, Þórunn Gréta Sigurðardóttir, hafa um rúmlega tveggja ára skeið verið messuþjónar í Neskirkju. Davíð segir messuþjóna leika hlutverk í því að virkja kirkjusamfélagið, því kirkja sé ekki bara prestur og áhorf- endur. „Messuþjónar taka þátt í nokkurs konar alhliða að- stoð við messuna. Í því felst að þeir sem taka starfið að sér hverju sinni mæta örlítið fyrr til messu og skipta með sér verkum. Svo útbúa þeir altarið, kveikja á kertum, lesa ritning- arlestrana og fleira. Í Neskirkju er sá háttur hafður á að kirkju- bænin, sem er bæn safnaðarins, er lesin og stundum skrifuð af messuþjónunum. Og svo mætti lengi telja. Alls konar fólk tekur þátt í þessu og ég geri þetta ekki sem guðfræðinemi,“ segir Davíð Þór. Þau skötuhjúin Davíð Þór og Þórunn Gréta munu ekki sækja messu í Neskirkju um jólin þar sem þau eru stödd á Egils- stöðum. Davíð Þór gerir þó ráð fyrir að reyna að komast í messu þar á morgun eða annan í jólum. „Maður er svo íhalds- samur og hefðbundinn um jólin. Ég er ekki alinn upp við að fara í messu á aðfangadag heldur hlusta á hana í útvarpinu. Ég býst ekki við að breyting verði á því í þetta sinn,“ segir hann. - sg Virkjar kirkjusamfélagið Ferðadagar eru fram undan hjá séra Sigríði Óladóttur á Hólma- vík sem þjónar átta kirkjum. Hún hlakkar til að hitta sóknar- börnin, ekki síst þau sem koma heim til að halda heilög jól í sínum heimasveitum. „Síðustu vetur hafa verið þægi- legir til ferðalaga hér á Ströndum. Það hefur aðeins komið fyrir að ég hef þurft að hætta við að fara í Árnes en þar er mjög gaman að þjóna. Stundum er þar meira en 100 prósenta messusókn á jólum þegar börn og ættingjar þeirra sem skráðir eru í sókninni mæta í kirkju og allir syngja með,“ segir Sigríður glaðlega þegar hún er krafin um ævintýralegar ferða- sögur í sambandi við sitt messu- hald. Þetta er átjándi vetur séra Sig- ríðar á Hólmavík en umdæmi hennar hefur stækkað talsvert á þeim tíma því þrjú prestaköll hafa verið lögð niður í kringum hana og hún þá tekið við sóknarbörnum þaðan. „Það hafa ekki bæst við margar sálir í sjálfu sér. Land- svæðið er bara dálítið stórt,“ segir hún og gerir ekki mikið úr samgönguerfiðleikum í tengslum við starfið. „Á þessum átján árum hef ég bara einu sinni þurft að snúa við vegna ófærðar. Það var á leið á Drangsnes á páskum 1995. Hins vegar hefur komið fyrir að jólamessur hafi verið felldar niður ef sóknarbörnin hafa ekki komist. Það er sem betur fer ekki oft. Mér finnst svo gaman að hitta þau á jólunum, ekki síst unga fólkið sem við missum í burtu í framhalds- skóla eða vinnu á haustin. Verst að hafa ekki meiri tíma við kirkju- dyrnar til að spjalla við það.“ Kirkjurnar hennar Sigríðar eru á Óspakseyri, Kollafjarðar- nesi, Hólmavík, Drangsnesi, Kald- rananesi og í Árnesi á Ströndum og svo á Nauteyri og Melgraseyri við Djúp. Reyndar er ekki kirkja á Drangsnesi heldur haganlega gerð kapella í skólanum. Lengst er fyrir Sigríði að fara í Árnes, rúmir hundrað kílómetrar. Þangað er líka versta leiðin því hún er ekki mokuð nema takmarkað og Veiði- leysuhálsinn og fleiri kaflar geta verið erfiðir yfirferðar. Aftansöngur verður á Hólma- vík á aðfangadagskvöld hjá séra Sigríði og þrjár messur á jóla- dag, á Drangsnesi, Kollafjarðar- nesi og Óspakseyri. Svo fer annar jóla dagur í ferð í Árnes ef fært verður. „Þar byrja ég á að setjast að hádegisverðarborði hjá Gunn- steini og Margréti í Norðurfirði,“ segir hún og lýkur lofsorði á við- tökur alls staðar í sóknunum. „Svo er ég ekkert ein í þessum ferðalögum því organistinn fylg- ir mér um allar trissur. Kórinn hér á Hólmavík er stór og góður og fólkið úr honum duglegt að koma með mér og styðja við söng- inn í fámennum sóknum. Þeir eru margir sem fórna tíma sínum um jólin.“ - gun Yfir 100 prósenta mæting Séra Sigríður hefur þjónað á Hólmavík í hátt í tuttugu ár. Guðshúsið á Hólmavík ber við roðagullinn himin. MYND/PÁLL INGIMUNDARSON Nóg er um að vera hjá séra Ingólfi Hartvigssyni um hátíðarnar. Hann er búsettur á Kirkjubæjarklaustri þar sem hann starfar við sóknarkirkjuna Prestsbakkakirkju og minningarkapellu séra Jóns Steingrímssonar, en þess utan þjónar hann þremur öðrum sóknum: Grafarkirkju í Skaftártungu, Langholtskirkju í Meðal- landi og Þykkvabæjar- klausturs kirkju í Álftaveri. Ingólfur var vígður að Kirkju- bæjarklaustri í ágúst árið 2006, og eru þetta því fjórðu jólin sem hann og fjöl- skylda hans, eigin- konan Karítas Kristj- ánsdóttir og börnin Naómí Alda, níu ára, og Sveinn Hartvig, sem verður fjögurra ára í lok mánaðarins, eyða fyrir austan. Eins og áður sagði er nóg að gera hjá f lestum prestum landsins um jólin og er Ingólfur engin undan- tekning. Í dag er ein messa á dagskrá á miðnætti, en á morgun, jóladag, eru þær tvær. Annar í jólum er svo annasamasti dagurinn, en þá keyrir Ingólfur ásamt organista og kór um sveitir í þrjár messur, hvorki meira né minna. „Einhvern tíma tók ég nú saman kílómetrafjöldann sem ég keyri á þessum degi og taldist til að hann væri í kringum tvö hundruð. Ég býst nú reyndar við að aðrir prestar ferðist jafnvel lengri vegalengdir en svo um jólin, en þetta er ágætis keyrsla á einum degi,“ segir Ingólfur. Spurður hvort ekki gæti þreytu eftir slíkan dag svarar Ingólfur því játandi. „En það er mjög góð þreyta. Þetta er alveg stórkostlegur dagur og mikil gleði og hátíð á öllum stöðum. Hátíðleikinn er jafn mikill alls staðar sem ég fer og dagurinn er fljótur að líða.“ Ingólfur segir að álagið á þessum tíma reyni ekki meira á fjöl- skyldulífið en hjá flestum öðrum. „Þegar ég kom hingað fyrst var dóttir mín sex ára og sonurinn rétt eins árs, þannig að þau þekkja í raun ekkert annað en jól prestafjölskyldunnar. Auðvitað er í nógu að snúast í undirbúningi jólanna og mikill spenningur, bæði hjá börnum og fullorðnum. En þetta hefst allt með góðri skipulagn- ingu.“ Ingólfur segir fjölskylduna leggja mikið upp úr því að nýta vel tímann sem gefst yfir jólin. Liður í því er að öll sækja þau sumar- messurnar saman. „Dóttir mín kann orðið sálmana og hefur gaman af því að syngja með. Sonur minn er hrifnari af því að hlaupa um kirkjuna,“ segir hann og hlær. - kg Mjög annasamt hjá prestum um hátíðarnar Séra Ingólfur og Karítas eiginkona hans ásamt börnunum Naómí Öldu og Sveini Hartvig. Davíð Þór og kona hans eru messu- þjónar í Neskirkju. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.