Fréttablaðið - 24.12.2009, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 24.12.2009, Blaðsíða 34
 24. DESEMBER 2009 FIMMTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● kirkjan Hjálpræðisherinn í Kirkjustræti 2 í Reykjavík verður með jóla- boð og áramótaveislu fyrir alla sem vilja koma. „Við erum með jólaboð í kvöld, aðfangadag, sem er nokkuð þekkt en í það koma að jafnaði í kringum 150 manns að borða. Þetta er mjög blandaður hópur fólks sem kemur, ekki bara þeir sem búa á götunni heldur líka þeir sem eru einmana og vilja vera í góðum félagsskap um jólin,“ segir Anne Marie Reinholdtsen, major og yfirforingi Hjálpræðishersins, og tekur fram að jóla- boðið hefjist klukkan sex í kvöld. Á morgun, jóladag, verður líka opið hús á hádegi. „Við verðum með jólaguðsþjónustu klukkan tvö, rétt í framhaldi af matarboð- inu. Það má segja að allt sem við höfum fram að færa af gjöfum og mat verði gefið,“ segir Anne Marie. Hjálpræðisherinn verður einnig með opið hús á Eyjaslóð 7 á gamlárskvöld. Það hefst klukkan átta og stendur fram yfir mið- nætti. Aðspurð segir Anne Marie áfengisdrykkju stranglega bannaða innandyra. „En við neitum engum um inngöngu þó hann hafi fengið sér í aðra tána. Við erum vön því að fólk sé í mis- jöfnu ástandi þegar það kemur, en samt reyna flestir að vera í góðu lagi. Sumir fá sér kannski aðeins neðan í því til að þora að mæta,“ segir Anne Marie og bætir við að sjaldan komi upp leið- indi vegna drykkju, þvert á móti sé stemningin ávallt fín og ríkj- andi gleði. „Ég man eftir því að í fyrra eða hittifyrra kom einn maður að máli við mig og sagðist bara líða aftur eins og krakka. Og það var satt hjá honum. Þetta var svona stemning sem maður mundi eftir sem barn,“ segir Anne Marie. Að hennar sögn er fólk úti um allan bæ sem finnur til ein- manaleika og þeir sem leiti á náðir Hjálpræðishersins séu aðeins hluti þess. Margir þori þó ekki að kíkja eða geti það einfaldlega ekki sökum veikinda. Hins vegar verði góður félagsskapur og matur í boði fyrir þá sem sjá sér fært að mæta. - nrg Matur og góður félagsskapur Anne Marie Reinholdtsen, major og yfirherforingi hjá Hjálpræðishernum, segir mikið af einmana fólki í þjóðfélaginu. Hluti þess leiti á náðir Hjálpræðis- hersins um jól og áramót. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Prestar á landsbyggðinni vinna í samstarfi við Hjálp- arstarf kirkjunnar að því að hjálpa þeim sem þurfa aðstoð með mat og aðrar nauðsynjar fyrir jólin. Prestar þeir sem Fréttablaðið hafði samband við voru allir sammála um að sjaldan hafi jafn margir þurft á hjálp að halda og nú í ár. Magnús Erlingsson, sóknarprest- ur á Ísafirði, segir hjálparstarf á landsbyggðinni rekið með þeim hætti að fólk geti leitað til presta, sem fylla þá út umsókn fyrir við- komandi með beiðni um hjálp sem send er áfram til Hjálparstarfs kirkjunnar. „Fólk fær úthlutað aðstoð, gjarn- an í formi korta sem svipa til deb- etkorta, en fólk getur þá tekið út nauðsynjavöru á kortin. Í einstaka tilfellum berast prestum svo gjaf- ir frá einstaklingum og fyrirtækj- um og sjá þá um að koma þeim til skila.“ Magnús segir marga oft veigra sér við að leita hjálpar og í ár hafi ábendingum fjölgað þar sem prest- um er bent á fjölskyldur sem vant- ar hjálp en hafa ekki leitað hennar. „Þar nýtur fólk þess að búa í litlu samfélagi þar sem oft er um mikla samhjálp að ræða og fólk er vak- andi yfir nágrannanum.“ BÁGSTÖDDUM FJÖLGAR Sr. Jóhanna Sigmarsdóttir er sóknarprestur í Eiðaprestakalli á Fljótsdalshéraði og Borgar- firði eystra. Hjálparstarf þar er unnið í samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar. Auk þess hefur Lions- klúbburinn Múli og Rauði kross- inn veitt aðstoð í samráði við fé- lagsþjónustuna og sóknarpresta fyrir jólin. Í dreifðari byggðum býr fólk yfirleitt að sínu með mat. Þegar að þrengir í þjóðfélaginu og allt hækkar í verði þurfa þeir sem standa höllum fæti, einstæðar mæður og öryrkjar sem hafa litl- ar tekjur, fremur á hjálp að halda. „Mín tilfinning er sú að í ár séu fleiri en áður sem þurfa að leita að- stoðar, sem er þá veitt til að kaupa í matinn,“ segir Jóhanna. EINHUGUR Í ÍSLENDINGUM Fyrir um ári var Velferðarsjóður á Suðurnesjum stofnaður en Kefla- víkurkirkja hefur haft umsjón með söfnun í sjóðinn og hefur hún út- hlutað úr honum í samvinnu við Hjálparstarf kirkjunnar. Fénu sem safnast er eingöngu varið til að- stoðar einstaklingum á Suðurnesj- um. „Við byrjuðum með Velferðar- sjóðinn fljótlega eftir hrunið. Fyrir vikið gefum við einstaklingum og félagasamtökum kost á að gefa pen- ing á einn stað sem mætir þörfinni á Suðurnesjum en atvinnuleysi hér er eitt það mesta á landinu,“ segir Skúli S. Ólafsson, sóknarprestur í Keflavíkurprestakalli. Með tilkomu Velferðarsjóðs- ins geta fjölskyldur á Suðurnesj- um fengið meiri styrk heldur en annars væri í boði, og ekki bara í formi matarúttekta heldur líka að- stoð við lyfjakaup, skólamáltíðir barna og fleira. Gengið hefur vel að safna í sjóðinn að sögn sr. Skúla en sama dag og viðtalið var tekið komu nemendur í Myllubakkaskóla í kirkjuna og gáfu sjóðnum 50 þús- und krónur í stað þess að gefa hvert öðru jólagjafir. „Nú á þessu ári hafa um 20 milljónir safnast í sjóðinn sem sýnir hversu mikill einhugur er í fólki. Allir reyna að leggja sitt af mörkum til að hjálpa náunganum. Fólki skynjar um leið að það getur verið gerendur í þess- um hildarleik en ekki bara þolend- ur,“ segir Skúli. FULLT ÚT ÚR DYRUM Sr. Arnaldur Bárðarson, prestur í Glerárkirkju á Akureyri, segir stöðuna afar erfiða hjá mörgum fjölskyldum þessi jól. „Það er erf- itt að sjá hve mikið af ungu fólki með börn er að upplifa neyð. Við erum einnig að fá hjálparbeiðnir frá mikið af fólki sem hefur ekki þurft að leita aðstoðar áður. Í fyrra var mikil aukning í hjálparbeiðn- um en þó er aukningin enn meiri í ár.“ Í fyrra, eftir hrunið, varð til sjálfboðaliðakjarni í Glerárkirkju sem aðstoðar einnig við úthlutan- ir núna í ár. Úthlutanir hófust um viku fyrir jól og var fullt út úr dyrum, að sögn Arnalds, morgun- inn sem byrjað var að útdeila. - jma Aðstoð á landsbyggðinni Sr. Magnús Erlingsson. Sr. Jóhanna Sigmarsdóttir. Sr. Skúli Ólafsson. Í Glerárkirkju hefur Sr. Arnaldur Bárðarson, sjálfboðaliðar og starfsfólk kirkjunnar verið önnum kafið. Sjálfboðaliðar Hjálparstarfs kirkjunnar að störfum við matarúthlutanir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Rauðakrosshúsið, Borgartúni 25, hefur nú starfað í níu mán- uði og er opið öllum til samfé- lags, afþreyingar og fræðslu af ýmsu tagi. Frá upphafi verk- efnisins hefur Reykjavíkurpróf- astsdæmi vestra og Þjóðkirkjan verið í samstarfi við Rauðakross- inn. Prestar og djáknar eru í hús- inu hvern virkan dag frá klukk- an 14-16 til samtals og stuðnings, bæði frammi yfir kaffibolla og eins undir fjögur augu ef óskað er eftir. Einnig hefur kirkjan boðið upp á fyrirlestra og kyrrð- arstundir. Áhersla er á sjálfboða- liðastarf í Rauðakrosshúsinu, en nánast allir sem þar starfa gefa vinnu sína og eru nýir sjálfboða- liðar ávallt velkomnir til starfa. Að sögn Ragnheiðar Sverris- dóttur, djákna á Biskupsstofu, hefur samstarfið í Rauðakross- húsinu verið ánægjulegt og gef- andi. Fólki þykir gott að koma til að spjalla um sín mál og finna stuðning í félagsskap og fræðslu. Ragnheiður er ein þeirra sem boðið hafa upp á umræðuhópa í Rauðakrosshúsinu. Miðvikudag- inn 30. janúar stendur hún fyrir samtali um þau tímamót sem áramótin eru og verða áramóta- heit meðal annars til umræðu. Opið er í Borgartúninu mánu- dag, þriðjudag og miðvikudag milli jóla og nýárs frá klukkan 12 til 17. Sjá vikulega dagskrá og nánari upplýsingar á www.rau- dakrosshusid.is. María Ágústsdóttir tók saman. Komdu við í Rauðakrosshúsinu Rauðakrosshúsið er opið öllum til samfélags, afþreyingar og fræðslu af ýmsu tagi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.