Fréttablaðið - 24.12.2009, Blaðsíða 8
8 24. desember 2009 FIMMTUDAGUR
FÓLK „Þetta var allt öðruvísi upp-
lifun,“ segir Eydís Rún Jónsdóttir.
Hún eyddi síðustu jólum í borginni
Feira de Santana í Brasilíu, þar
sem hún var skiptinemi. „Við sett-
um upp jólatré í byrjun desember
en eftir það var eiginlega enginn
jólaundirbúningur hjá fjölskyld-
unni fyrr en á aðfangadag.
Þá fórum við í matarboð til
frænku minnar þarna úti þar sem
stórfjölskyldan kom öll saman,“
segir hún. Ekki mátti hefja hátíð-
arhöldin fyrr en á miðnætti.
„Allir mættu með lítinn pakka,
dreginn var miði og hver og einn
fékk eina gjöf. Svo var sungið og
spilað á harmonikku fram eftir
nóttu; það var steikjandi hiti enda
hásumar.“
Eydís tók sig þó til á Þorláks-
messu, þegar fjölskyldan henn-
ar var farin að sofa, og skreytti
húsið að innan. „Það var nokkuð
sem þau höfðu aldrei upplifað,
þau hágrétu og fannst þetta alveg
æðislegt.“ Eydís segir marga ætt-
ingjanna hafa ferðast í marga
klukkutíma til að eyða jólunum
saman. „Þetta snerist meira bara
um kærleikann og að njóta tímans
saman, ekkert jólastress eins og
hér á Íslandi.“
Sandra Espersen bjó í Abú Dabí
í Sameinuðu arabísku furstadæm-
unum jólin 2007 þar sem hún vann
sem flugfreyja. „Þar eru þetta
bara venjulegir dagar og ekk-
ert sérstakt. Maður kemst ekki
í mikla jólastemningu. Það var
samt haldið upp á íslamska nýja
árið um svipað leyti, og það voru
nokkrar seríur uppi hér og þar,“
segir Sandra.
Hún bjó með tveimur íslensk-
um stelpum sem störfuðu einnig
sem flugfreyjur. „Við báðum um
að vera að vinna saman yfir jólin.
Við gátum ekki hugsað okkur að
ein yrði í Pakistan og önnur föst
í Abú Dabí og sú þriðja enn ann-
ars staðar. Við fengum að fara til
Dublin þar sem okkur hafði verið
sagt að jólastemningin væri góð.“
Það reyndist þó öðruvísi en þær
höfðu vonað.
„Það var lokað alls staðar klukk-
an sex svo við enduðum þrjár í
náttfötum á hótelherberginu með
hamborgara, franskar og míní-
barinn. Þetta voru eftirminnileg
jól, en það er ekkert betra en jólin
sem við höldum hérna heima.“
thorunn@frettabladid.is
Jól á framandi slóðum
Margir Íslendingar eyða jólunum erlendis. Fréttablaðið ræddi við tvær ungar konur sem hafa eytt jólunum
í framandi umhverfi, fjarri fjölskyldu og vinum á Íslandi.
MEÐ FJÖLSKYLDUNNI Eydís með hluta
fjölskyldunnar í Brasilíu. Sumir ferðuðust
í marga klukkutíma til að geta eytt
kvöldinu með fjölskyldunni.
UM JÓLIN Ekki er jólalegt um að lítast í
Abú Dabí í desember.
AÐFANGADAGUR Karen, Svanhvít og
Sandra í vinnunni á aðfangadag.
Á JÓLANÓTT Stórfjölskylda Eydísar kom saman og hóf hátíðarhöldin á miðnætti. Þá
var sungið og spilað á harmonikku fram eftir nóttu.
1 Í kringum lög hvers á að búa
til söngleik í Borgarleikhúsinu?
2 Hver samdi leikritið Hart í
bak sem verður sýnt í sjónvarp-
inu á jóladag?
3 Hvaða dönsku liði stýrir
Guðmundur Þ. Guðmundsson,
landsliðsþjálfari í handknatt-
leik?
SVÖR Á SÍÐU 38
ALÞINGI Til stendur að afgreiða
breytingar á lögum um rannsókn
Alþingis á hrun-
inu á þingfundi
á mánudag.
Steinunn Val-
dís Óskarsdótt-
ir, formaður
allsherjarnefnd-
ar, segir sam-
komulag þar um
hafa verið gert
við formenn
Framsóknar- og
Sjálfstæðisflokks.
Hreyfingin er andvíg fyrirhug-
uðum breytingum sem fjalla um
meðferð þingsins á skýrslu Rann-
sóknarnefndar Alþingis.
Rannsóknarfrumvarpið og
Icesave eru einu málin sem ráð-
gert er að þingið fjalli um milli
hátíða. - bþs
Frumvarp um hrunsrannsókn:
Verður afgreitt
milli hátíðanna
STEINUNN VALDÍS
ÓSKARSDÓTTIR
Mjódd - Salavegi - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær
OPIÐ TIL HÁDEGIS Í DAG
Jólakveðja
Starfsfólk Nettó
VEISTU SVARIÐ?