Fréttablaðið - 24.12.2009, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 24.12.2009, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 2009 9kirkjan ● fréttablaðið ● Guðrún Eggertsdóttir, sjúkra- húsprestur við Sjúkrahúsið á Akureyri, starfar á sjúkrahús- inu um jólin en ekki eiga allir sjúklingar kost á að fara heim um hátíðina. Guðrún segir marga upplifa það að ástvina- missir og aðrar sorgir minni sterkt á sig á jólunum. „Það getur verið erfitt að halda jól þegar aðstæður eru breyttar á einhvern hátt. Fyrstu jólin eftir ástvinamissi geta aðstandendur til að mynda upplifað mikið tóm því öll erum við svo föst í því um jólin að vilja hafa alla hluti eins og þeir hafa alltaf verið. Þannig tökum við meira eftir því ef ein- hvern vantar í hópinn og hugsum: Hver á þá að elda sósuna, hengja upp jólaseríuna og gera þessa hluti sem við vorum vön því að tilheyrði ákveðnum fjölskyldu- meðlim? Stundum er kvíðinn svo mikill að við þorum ekki að taka á þessum spurningum.“ Guðrún hefur sjálf reynslu af því að vera syrgjandi á jólum, þar sem sonur hennar lést fyrir sextán árum. Það hjálpaði henni mikið að geta talað við fjölskyld- una um hvernig hún vildi haga jólahaldinu. „Það hjálpar mjög mikið að fá aðstoð, mega ræða þær spurn- ingar sem vakna hjá manni um komandi hátíðarhald og gera sér grein fyrir því að ekki þarf bara að kvíða fyrir, því líka er hægt að hafa stjórn á ýmsu þótt jólin verði aldrei eins og þau voru fyrir missinn. Við getum valið hvernig við viljum minnast þess látna um jólin, fara með kerti á leiðið, baka uppáhaldsköku við- komandi, elda uppáhaldsmatinn eða hvað annað sem hverjum og einum hentar.“ Það sama gildir þegar aðstæð- ur hafa breyst af öðrum ástæð- um en vegna andláts ástvinar, svo sem eftir skilnað. Guðrún segir að stundum geti verið erfitt fyrir syrgjendur að koma auga á hverju hægt sé að hafa stjórn á um jólin og bendir á að aðstandendur þurfi að þora að vera með syrgjandanum í þess- um vangaveltum. „Sumir vilja hafa jólin eins lík því og þau voru og hægt er, á meðan aðrir vilja kannski vera innan um færra fólk eða fara eitthvert burt. Fólk þarf að vera tilbúið að virða þess- ar óskir.“ Guðrún sjálf eyðir stórum hluta jólanna á sjúkrahúsinu en eyðir aðfangadagskvöldi með frændfólki. „Það er að mörgu leyti yndislegt að vera á sjúkra- húsinu um jólin. Reynt er að hafa aðstæður eins hátíðlegar og hægt er. Á jóladag reyni ég að mæta snemma og heilsa upp á þá sem eru inniliggjandi og minna á messuna sem er síðdegis. Starfs- fólk sjúkrahúsanna er mjög ynd- islegt og reynir að gefa sér tíma til að spjalla og vera með fólk- inu eins og kostur er, en jólin eru öðruvísi en aðrir dagar og fólki finnst erfitt að geta ekki verið heima með sínum nánustu.“ - jma Jólahald eftir ástvinamissi Guðrún Eggertsdóttir, sjúkrahúsprestur á Sjúkrahúsinu á Akureyri, segir að jólin eftir ástvinamissi verði auðveldari með tímanum. Henni hafi sjálfri reynst best að fá að ræða komandi jólahald við sína nánustu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Guðrún segir Breytendur ætlaða öllum sem áhuga hafa á málefninu. „Eiginlega er þetta ungliðastarf, en samt erum við alveg frá 16 og upp í 29 ára,“ segir hún. Breytendur eru ungliðahreyfing Hjálparstarfs kirkjunnar. Mark- mið unga fólksins er að breyta heiminum til hins betra, meðal annars með því að vekja fólk til umhugsunar um það óréttlæti sem viðgengst á milli suðurhvels og norðurhvels jarðar. Guðrún John- son er ötull liðsmaður í Breytend- um. „Norðrið á allan peninginn og heldur að það geti ráðið yfir suð- rinu á meðan suðrið hefur ekk- ert. Við förum stundum í leiki til að sýna fólki þetta ljóslifandi. Þá leikur einn norðrið og sá fær stóra skeið, en sá sem leikur suðrið fær litla skeið og svo eiga þeir að nota skeiðarnar til að fylla ílát. Norðr- ið er enga stund að fylla sitt ílát og vinnur keppnina, sem sýnir yfir- burðina sem norðrið hefur,“ segir Guðrún. Hún tekur þó fram að fólkið í norðri sé samt gott. „En við erum samt vond við þróunarlöndin. Það eru bara ekki allir sem gera sér grein fyrir því hvað við erum að gera margt rangt. Finnum til dæmis lítið fyrir menguninni,“ segir Guðrún og bætir við að Ís- lendingum líki kannski ágætlega hlýnun jarðar þar sem þeir vilji hafa heitt en gróðurhúsaáhrifin séu aftur á móti eyðileggjandi afl í lífsafkomu suðursins. En hvað gera Breytendur til að breyta heiminum? „Við reynum að ferðast frekar um á hjóli en bíl, sýnum frumkvæði og förum spar- lega með pappír, erum bakhjarl Fair Trade á Íslandi, söfnuðum ný- lega undirskriftum til að mótmæla hlýnun jarðar og svo ætlum við að vera með Kolaportssölu til styrkt- ar Mæðrastyrksnefnd í Norðlinga- holti,“ telur Guðrún upp, með von um betri heim. - nrg Vekjum athygli á óréttlæti heimsins Í markmiða- og stefnuskrá Breytenda er bent á fimm „fing- ur“ óréttlætis gagnvart suðrinu. Þau eru: ósanngjörn viðskipti, óréttmætar skuldir, hlýnun jarðar og ábyrgð norðursins á henni, eyðnifaraldurinn sem norðrið á lyf við og loks stríð. ● BÆNATÓNLEIKAR – SORGIN OG LÍFIÐ Þriðju- dagskvöldið 29. desember klukk- an 20 verða bænatónleikar í Laugarneskirkju. Þar koma fram söngkonan Kirstín Erna Blöndal, Gunnar Gunnarsson, píanó- og orgelleik- ari, Jón Rafnsson bassaleikari og Örn Arnarson gítarleikari. Í hjarta okkar býr sorgin og við þurfum að hugsa um að hlúa að henni, gefa okkur tíma til að gráta og finna til og um leið gefa okkur tækifæri á að vinna með henni. Tilgangur bænatónleikanna er að gefa fólki kost á að koma í kirkjuna og hlusta á fallega tónlist þar sem bænir og sálmar koma í staðinn fyrir það sem við getum oft ekki tjáð með eigin orðum. Falleg stund þar sem við fáum frið til að syrgja, minnast og hugsa á uppbyggilegan hátt um okkar eigið líf sem enn þá lifir. Allir eru velkomnir og að- gangur er ókeypis. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /V IL H EL M Erna Blöndal söngkona.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.