Fréttablaðið - 24.12.2009, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 24.12.2009, Blaðsíða 62
38 24. desember 2009 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN Stefanía Ómarsdóttir Aldur: 33 ára. Starf: Leikkona. Stjörnumerki: Meyja. Fjölskylda: Ég er einstæð móðir og á tvö börn, Júlíönu þrettán ára og Þór Vilfreð sem er tveggja og hálfs árs. Búseta: Við búum í Kaupmanna- höfn. Stefanía hefur slegið í gegn í leikverkinu Seest og er spáð miklum frama í dönsku leikhúsi í Berlingske Tidende. Geir Jón Þórisson, yfirlögreglu- þjónn í Reykjavík, syngur að vanda einsöng í Grensáskirkju í kvöld. „Ég syng alltaf Ó helga nótt á aðfangadag. Ætli þetta sé ekki í sjöunda skiptið sem ég syng í Grensáskirkju, en áður söng ég í Vestmannaeyjum. Mér finnst ekki aðfangadagur hefjast fyrr en ég hef farið í messu. Ég fer fyrst klukkan hálf fimm í Hvítasunnu- kirkjuna þar sem ég er meðlimur. Stundum fer ég líka í miðnætur- messu klukkan hálf tólf. Það verð- ur að taka þetta með trompi fyrst maður er að þessu á annað borð. Andinn endurnýjast við hverja messu.“ Geir Jón nærir líkamann ekki síður en andann á jólunum. „Ætli megi ekki segja að það sé ríf- legt, bæði andlega og líkamlega. Það verður hamborgarhryggur á aðfangadagskvöld og hangikjöt á jóladag – þetta er mjög hefðbund- ið.“ Sonur Geirs Jóns, Dúni, verður í mat hjá pabba sínum á aðfanga- dag, en báðir voru áberandi í Búsáhaldabyltignunni. Geir Jón segir mikinn lærdóm mega draga af þeim atburðum öllum saman. „Mér finnst andinn í þjóðfélaginu hafa batnað mikið. Hörðustu mót- mælendum blöskraði hvernig þeir höguðu sér gagnvart lögreglunni og það vakti heimsathygli þegar mótmælendur sáu að þetta var komið út yfir allt velsæmi og fóru að skýla lögreglunni. Ég held að lögreglan hafi fundið góðan takt í þessu og fólk sér á nágrannalönd- um okkar að þessi mál eru með allt öðrum hætti þar.“ Geir Jón segir að það megi eiga von á því að spenna myndist aftur í þjóðfélaginu, fari að kreppa verulega að. „Kreppan hefur ekki bitið svo fast enn þá. Það er sami fjöldi að skemmta sér um helgar og umferðin er orðin svipuð og hún var, eftir að hafa dregist mjög saman haustið 2008. Maður vonar bara það besta og ég bind vonir við að á næsta ári náum við að vinna úr þessu öllu saman í kær- leika og sátt.“ - drg Geir Jón syngur Ó helga nótt Í KÆRLEIKA OG SÁTT Geir Jón yfirlög- regluþjónn syngur einsöng í Grensás- kirkju í kvöld og fer í tvær messur í dag eða jafnvel þrjár. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Þetta er búið að gerjast lengi, allt frá því að ég kynntist Jóni Gnarr. Þegar við byrjuðum á þess- um Vaktar-seríum fóru flestallar kaffipásurnar í sögustund með honum þar sem hann sagði frá hinu daglega lífi inni á geðdeild,“ segir Ragnar Bragason leikstjóri. Fimmmenningarnir sem hafa verið heilinn og hjartað á bak við hinar geysivinsælu Vaktar-sjón- varpsseríur, þeir Ragnar, Jóhann Ævar Grímsson, Jón Gnarr, Pétur Jóhann og Jörundur Ragnarsson, eru byrjaðir að undirbúa nýja sjónvarpsþáttaröð. Hún mun ekki á neinn hátt hafa tengingu við þá Georg Bjarnfreðarson, Ólaf Ragn- ar og Daníel heldur er ráðgert að hún gerist að einhverju leyti inni á geðdeild. Ragnar segir þó að þetta hafi ekki verið rætt af neinni alvöru fyrr en á þessu ári. „Við erum samt búnir að hittast nokkrum sinnum og spá aðeins í persónur og formið.“ Ragnar og félagar hafa náð ótrúlega góðum tökum á sjón- varpsforminu, sem sést kannski best á ótrúlegum vinsældum Vakt- ar-þáttaraðanna, og Ragnar segir þetta ekki vera neinn flókinn gald- ur. „Það er hins vegar mjög mikil- vægt að skapa bæði trúverðugan og heildstæðan heim. Vaktar-serí- urnar gerðust allar inni í mjög lokuðu samfélagi, Næturvaktin á bensínstöð um nótt, Dagvakt- in á gistiheimili úti á landi og svo Fangavaktin en sá heimur verður nú varla mikið lokaðri,“ útskýrir Ragnar. Leikstjórinn upplýsir að í umræðunni sé að þetta verði gert síðla næsta árs og komi þá í sjón- varp árið 2011. „Ef Guð og lukkan leyfir,“ segir Ragnar en óveðurs- skýin hafa hrannast upp í sjón- varps- og kvikmyndabransanum enda er gert ráð fyrir miklum nið- urskurði á starfsemi Kvikmynda- miðstöðvar Íslands sem hefur undanfarið styrkt leikið efni fyrir sjónvarp. Eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku gagn- rýndi Ragnar ráðamenn þjóðarinn- ar harðlega á frumsýning Bjarn- freðarson og hann stendur við sérhvert orð. „Við höfum ákveðn- um skyldum að gegna við börnin okkar, að þau heyri íslenska tungu og sjái íslenskan hversdagsleika því ekki viljum við ala upp amer- íska kynslóð barna,“ segir Ragn- ar og bætir við að áhorfskannanir sýni það svart á hvítu og að fólk vilji heyra sína tungu og spegla sig í sínum eigin veruleika. freyrgigja@frettabladid.is RAGNAR BRAGASON: HEFUR VERIÐ AÐ GERJAST LENGI NÝ SJÓNVARPSSERÍA FRÁ VAKTAR-MÖNNUM NÝTT EFNI Í BÍGERÐ Ragnar Bragason og félagar hans úr Vaktar-þáttunum eru með nýja þáttaröð í smíðum sem hefur enga teng- ingu við Vaktar-seríurnar. Hún mun væntanlega gerast á geðdeild en áætlað er að tökur hefjist síðla næsta árs. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Við erum gríðarlega spenntir og eigum ekki von á öðru en góðum viðtökum. Við hlökkum mikið til og ætlum að vera með ógeðslega skemmtilegt efni,“ segir uppistandarinn Ari Eldjárn. Uppistandshópurinn Mið-Ísland og hljómsveit- in Hjaltalín skemmta föngunum á Litla Hrauni 29. desember. Eftir því sem næst verður komist er þetta fyrsti uppistandshópurinn sem treður upp í fangelsinu. Bubbi Morthens kemur árlega fram á Hrauninu, en Ari er betri en flestir í að herma eftir kónginum og býst við að fangarnir taki vel í grínið. „Það er þvílíkur munur að geta fengið Bubba tvisv- ar um jólin,“ segir hann. „Þetta verða stór Bubbajól. Mér finnst ótrúlega flott að Bubbi hafi alltaf farið. Það er ótrúlega gaman að geta gert þetta og ekki leiðum að líkjast – í fleiri en einni merkingu.“ Mið-Ísland hópurinn hefur slegið í gegn og fullt hefur verið út úr dyrum á grínkvöldum sem hóp- urinn hefur haldið undanfarnar vikur í Reykjavík. Þá þarf ekki að fjölyrða um vinsældir Hjaltalín, en hljómsveitin gaf út plötuna Terminal nú fyrir jól. Platan var valin plata ársins í tímaritinu Monitor og búast má við að hún verði efst á fleiri listum. - afb Fyrsti grínhópurinn á Litla-Hraun GRÍN Í FANGELSI Mið-Ísland kemur fram á Litla-Hrauni ásamt Hjaltalín. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÁRÉTT 2. ullarband, 6. eftir hádegi, 8. máleining, 9. skammstöfun, 11. sam- anburðart., 12. tólf tylftir, 14. beikon, 16. mun, 17. mánuður, 18. temja, 20. átt, 21. svif. LÓÐRÉTT 1. klöpp, 3. tveir eins, 4. fjölmiðl- ar, 5. starf, 7. spörfuglstegund, 10. eldsneyti, 13. er, 15. ávöxtur, 16. kóf, 19. tvíhljóði. LAUSN LÁRÉTT: 2. lopi, 6. eh, 8. orð, 9. rek, 11. en, 12. gross, 14. flesk, 16. ku, 17. maí, 18. aga, 20. nv, 21. flug. LÓÐRÉTT: 1. berg, 3. oo, 4. pressan, 5. iðn, 7. herfugl, 10. kol, 13. sem, 15. kíví, 16. kaf, 19. au. Búið er að finna heppilega stað- setningu fyrir næstu Kryddsíld Stöðvar 2 en þar mæta forsvars- menn stjórnmálaflokkanna til að gera árið upp. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður Kryddsíldin nú tekin upp á veit- ingastaðnum Rúbín í Öskjuhlíðinni en eins og frægt er orðið fór síð- asta Kryddsíld út um þúfur þegar mótmælendur í miðbæ Reykjavíkur gerðu þáttastjórnend- um lífið leitt á Hótel Borg. Sigmundur Ernir Rúnarsson verður vitaskuld fjarri góðu gamni en Heimir Már Péturs- son stýrir henni í hans stað. Og ögn meira af Stöð 2 því eins og Fréttablaðið greindi frá stóð til að þeir Auddi, Sveppi og Steindi Jr., nýjasta stjarna stöðvarinnar, myndu sjá um áramótaannál fréttastofunn- ar. Þeir voru búnir að skrifa handrit sem þótti víst ansi smellið. En síðan mætti hr. niðurskurðarhnífur á svæðið og ákveðið var að hætta við áramótaannálinn sem verður því ekki á dagskrá Stöðvar 2 eins og undanfarin ár. Og hand- rit þeirra félaga er auðvitað úrelt. Fullt var út úr húsi á tónleikum Ólafs Arnalds í Salnum í Kópavogi á fimmtudagskvöldið. Ólafur hefur verið að gera góða hluti hér heima og erlendis með plötunni sinni Found Songs. Ólafi þótti takast vel upp um kvöldið og kveikti í áhorfendum. Eitthvað virðist húsið líka hafa hitnað fyrir Ólafi því brunavarn- arkerfi þess fór í gang á miðjum tónleikunum. Starfsmenn húss- ins kipptu því þó í lag á skömmum tíma og gátu því tónleikarnir haldið áfram. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1 Magnúsar Eiríkssonar. 2 Jökull Jakobsson. 3 GOG. FISKIKÓNGURINN Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 OPIÐ Í DAG TIL KLUKKAN 13.00 GLEÐILEG JÓL OG TAKK FYRIR SKEMMTILEGT OG VIÐBURÐARRÍKT ÁR. FISKIKÓNGURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.