Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.12.2009, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 28.12.2009, Qupperneq 4
4 28. desember 2009 MÁNUDAGUR PALESTÍNA Sérlegur talsmaður Sam- einuðu þjóðanna (SÞ) um málefni hernámssvæða Ísraela í Palestínu kallar eftir því að Ísraelar láti af aðgerðum til að einangra Gasa- svæðið. Í tilkynningu fréttaveitu SÞ á Þorláksmessu er einnig kall- að eftir því að lönd í Evrópu og Norður-Ameríku, sem stutt hafi Ísrael, beiti landið efnahagsþving- unum til að þrýsta á um umbætur varðandi Gasa og að unnið verði úr ábendingum Goldstone-skýrslunn- ar svonefndu, en þar er fjallað um mannréttindabrot Ísraela og Palest- ínumanna í átökum þjóðanna. „Hver maður með samvisku, sem og stjórn- völd um heim allan og Sam- einuðu þjóðirn- ar ættu að horfa t i l a lvarlegs ástands á Gasa,“ segir í tilkynn- ingu Richards Falk, talsmanns SÞ um hernámssvæði Palestínu, á Þorláksmessukvöld. „Áþján 1,5 milljóna íbúa Gasa sem líða fyrir vöruflutningabann Ísraela, en yfir helmingur þeirra er börn, hefur verið látin viðgangast án formlegra mótmæla stjórnvalda eða Samein- uðu þjóðanna.“ Ákall Falks var sent út rétt áður en ár var liðið frá árásarhrinu Ísra- ela á Gasa. Íbúar á svæðinu tóku í gær þátt í skipulegum mótmæl- um Hamas vegna þeirra, en fleiri hundruð manns dóu og margmillj- óna tjón varð í árásum sem stóðu yfir í 22 daga. Uppbyggingarstarf hefur svo setið á hakanum vegna vöruflutningabanns og einangrun- ar Ísraela á svæðinu. Fréttaveit- an AP greinir frá því að um 3.000 stuðningsmenn Hamas hafi komið saman á torgi bæjarins Jebaliya í norðurhluta Gasa. Þar hafi verið veifað grænum fánum samtakanna og haldið uppi myndum af fjöl- skyldumeðlimum sem drepnir hafi verið í árásum Ísraela. Þær hófust 27. desember í fyrra, en talið er að um 1.400 Palestínumenn hafi verið drepnir í þeim. Þar af eru um 900 sagðir hafa verið óbreyttir borg- arar og 400 börn. Þrettán Ísraelar voru drepnir. Benyamin Netanyahu, forsæt- isráðherra Ísrael, vék ekki orði að innrásinni fyrir ári, sem gerð var undir stjórn fyrri ríkisstjórn- ar, í yfirlýsingu sem hann las fyrir vikulegan ríkisstjórnarfund sem fram fór í gær. Hann áréttaði þó að landið myndi bregðast við öllum árásum af fullri hörku. Ísrael réðst inn á Gasa-svæð- ið fyrir ári að eigin sögn í við- leitni til að binda endi á árásir með skotflaugum á landamærabyggðir Ísraela og til að grafa undan stjórn Hamas á svæðinu. Báðar fylkingar fagna sigri eftir átökin. Syðri byggðir Ísraela eru sagðar blómstra þar sem eldflauga- árásir hafi að mestu hætt og Hamas hampar stjórn sinni á Gasa. Svæðið er hins vegar í rúst. Mörg hundr- uð fjölskyldur syrgja fallna ástvini og mörg hundruð til viðbótar eru örkumla eða alvarlega særð. Þús- undir heimila voru eyðilagðar eða mikið skemmd, en stíft vöruflutn- ingabann Ísraela og Egypta hefur hamlað uppbyggingu. Bannað er að flytja inn á Gasa gler, steypu eða annað byggingarefni. olikr@frettabladid.is lyf? Kynntu þér þinn rétt á lfi.is Þarft þú að nota lyf að staðaldri? Frumtök • Hjartaheill • Beinvernd • Lyfjafræðingafélag Íslands v EFNAHAGSMÁL Matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur staðfest lang- tímalánshæfiseinkunnir Íslands í erlendum og innlendum gjaldmiðli. Einkunnirnar eru BBB- í erlendri mynt og A- í innlendri mynt. Þá hefur ríkissjóður verið tekinn af gátlista. Seðlabankinn greindi frá þessu á Þorláksmessu. Horfur eru sagðar neikvæð- ar, en einkunn fyrir skammtíma- skuldbindingar í erlendri mynt var staðfest F3 og landseinkunn- in er BBB-. Haft er eftir Paul Rawkins, framkvæmdastjóra hjá Fitch í Lundúnum, að hvarf ríkissjóðs af gátlista endurspegli meðal annars framvindu í endurskipulagningu fjármálageirans og viðunandi framkvæmd á efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins. Enn er þó sögð hætta á að láns- hæfismatið lækki, en það end- urspegli fyrst og fremst það mat Fitch að hægt hafi gengið hjá stjórnvöldum að koma fjár- málasamskiptum við umheim- inn í eðlilegt horf. „Mikilvægur þáttur í þessu samhengi er lausn „Icesave“-málsins, það er tví- hliða samninga við bresk og hol- lensk stjórnvöld um fjármögnun á endurgreiðslu til innstæðueigenda Icesave-reikninga,“ segir í þýð- ingu Seðlabankans á áliti Fitch. - óká Matsfyrirtækið Fitch Ratings segir hægt hafa gengið að ljúka Icesave-málinu: Lánshæfismat ríkisins staðfest FYRRVERANDI BANKASTJÓRAR Sigurjón Árnason og Halldór J. Kristjánsson kynna fyrsta fjórðungsuppgjör Landsbankans í fyrra. Fitch segir hægt ganga að ljúka málum tengdum Icesave. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Mótmælt á Gasa þegar ár er liðið frá innrás Ísraela Sameinuðu þjóðirnar biðja bandamenn Ísraela að beita efnahagsþvingunum til að knýja á um að hætt verði aðgerðum á Gasa og að unnið verði úr niðurstöðum Goldstone-skýrslunnar. Árásirnar fyrir ári stóðu í 22 daga. Ísraelskir hermenn drápu sex Palest- ínumenn á annan í jólum. Þrír voru drepnir á Gasa og þrír á Vesturbakk- anum. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir talsmanni Ísraelshers að mennirnir þrír á Gasa hefðu verið að reyna að lauma sér yfir á landsvæði Ísraela og verið drepnir í loftárás nærri landamærastöðinni við Erez. Þá er einnig haft eftir Ísraelsher að þrír menn hafi verið drepnir í Nablus-borg á Vesturbakkanum, en þeir hafi verið grunaðir um dráp á landtökumanni af gyðingaættum, tveimur dögum fyrr. Heimildarmenn BBC í Nablus segja tvo af þeim sem þar voru drepnir hafa verið liðsmenn dráps- sveita al-Aqsa, herskás hóps sem tengdur er Fatah-flokki Mahmouds Abbas forseta Palestínu. Sveitirnar höfðu lýst yfir ábyrgð á drápinu á landtökumanninum. Drápin áttu sér stað daginn fyrir ársafmæli innrásar og viðvarandi stríðsátaka Ísraela á Gasa-svæðinu, en í þeim eru um 1.400 Palestínu- menn sagðir hafa látið lífið og 13 Ísraelar. SEX VORU DREPNIR Á ANNAN Í JÓLUM MÓTMÆLT Á GASA Palestínumenn halda á myndum af ættingjum sem drepnir voru í hernaði Ísraela fyrir ári. Myndin er tekin í flóttamannabúðunum í Jebaliya á norðurhluta Gasa-svæðisins. FRÉTTABLAÐIÐ/APBENYAMIN NETANYAHU VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 18° 7° 3° 4° 6° 3° 1° 4° 4° 22° 6° 16° 5° 19° -1° 5° 12° 3° Á MORGUN Víða fremur hægur vindur. MIÐVIKUDAGUR Víða fremur hægur vindur. -7 -6 -9 -10 -8-5 -7 -5 -6 -8 -2 -3 -4 -8 -6 -3 -8 -2 -7 -12 03 5 4 6 4 4 5 4 4 2 5 KULDATÍÐ Það verður kalt á land- inu næstu daga og má búast við að bæti í frost þegar líður á daginn í dag. Það verða él með köfl um víða um land í dag en á morgun og mið- vikudag bjart veður suðvestanlands en éljagangur norðan- og austan til. Ingibjörg Karlsdóttir Veður- fréttamaður LÖGREGLUMÁL Sjö manns gistu fangageymslur lögreglunnar aðfaranótt sunnudags. Mikið var um ölvunarútköll. Þá voru margir pústrar til- kynntir til lögreglunnar, en eng- inn þeirra var alvarlegur. Fimm manns voru teknir grunaðir um ölvun við akstur, og einn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Einn gisti fangageymslur á Selfossi vegna líkamsárásar, en hann réðist á dyravörð. Á Akra- nesi gisti einn maður fanga- geymslur sökum ölvunar. Á báðum stöðum var mikill erill eins og í borginni. - þeb Margir gistu fangageymslur: Mikið að gera hjá lögreglunni BRETLAND Búningum breskra her- manna verður breytt á næstunni, í fyrsta sinn í fjörutíu ár. Um er að ræða felulitabúning sem verður með nýju munstri. Munstrið á að henta vel í ýmsu umhverfi, meðal annars á erfið- um svæðum í Afganistan. Hing- að til hafa hermenn notað marga búninga til skiptis. Það hefur reynst erfitt í Helmand-héraði, þar sem eyðimerkur og græn svæði skiptast á. Herdeildir í Afganistan munu fá nýja búninginn í mars á næsta ári, en stefnt er að því að allur herinn hafi fengið nýjan búning í lok næsta árs. - þeb Breytingar í breska hernum: Fá nýjan felu- litabúning LÖGREGLUMÁL Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli á laug- ardag vegna gruns um sprengju í flugvél. Flugvélin var á leið frá Þýska- landi til Bandaríkjanna þegar í ljós kom að farangur var um borð í henni án þess að eigandi hans væri þar. Þá var henni lent hér á landi. Vélin var frá Luft- hansa-flugfélaginu og var á leið til Detroit, líkt og vél sem sprengju- tilræði var gert í á föstudag. Sprengjusveit Landhelgisgæsl- unnar leitaði í farangri vélarinnar eftir að allir farþegar höfðu yfir- gefið hana, en ekkert fannst. - þeb Grunur um sprengju í flugvél: Engin sprengja fannst í vélinni Flugfreyjur sömdu Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) er búið að semja við Icelandair en allt stefndi í verkfall sem átti að hefjast 2. janúar. Samið var á Þorláksmessu en samningurinn verður undirritaður 30. desember. Sama dag á Flugfreyjufé- lagið 55 ára afmæli. KJARAMÁL GENGIÐ 23.12.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 236,2781 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 127,78 128,38 203,99 204,99 181,94 182,96 24,441 24,585 21,713 21,841 17,407 17,509 1,3905 1,3987 199,28 200,46 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.