Fréttablaðið - 28.12.2009, Page 10

Fréttablaðið - 28.12.2009, Page 10
 28. desember 2009 MÁNUDAGUR Gott í gogginn fyrir Ringjara. Við sendum tilboð beint í símann. Tilboð dagsins: Gott 1 Gott 2 MMS tilboð hjá Ring – ekki klippa þennan miða út MMS tilboð hjá Ring – ekki klippa þennan miða út 50% afsláttur af lítilli pizzu með 2 áleggstegundum. 50% afsláttur af matseðli. Gos er ekki innifalið í tilboði. Gildir í dag mánudag Gildir í dag mánudag Domino's Serrano E N N E M M / S ÍA / N M 4 0 3 4 8 50% afsláttur Lítil pizza m. 2 áleggsteg. 50% afsláttur af máltíð fyrir einn Ringjarar fara inn á ring.is og óska eftir að fá MMS með tilboðum send í símann. ATVINNULEYSI Persónuvernd hefur sam- þykkt að Vinnumálastofnun fylgist með IP-tölum þeirra sem staðfesta atvinnu- leysisskráningu í gegnum heimasíðu stofnunarinnar. Þannig fylgist stofn- unin með því hvort tilkynningar ber- ast frá erlendum IP-tölum. Konu, sem heimsótti ættingja sína erlendis meðan hún naut atvinnuleys- isbóta og var í Svíþjóð þegar hún sendi staðfestingu til Vinnumálastofnunar, var neitað um atvinnuleysisbætur. Hún gæti ekki verið í virkri atvinnuleit á Íslandi meðan hún væri erlendis. Sam- kvæmt vinnureglum Vinnumálastofn- unar er atvinnulausum ekki heimilt að dvelja erlendis um lengri eða skemmri tíma án þess að missa rétt til bóta. Konan kærði til Persónuverndar og í úrskurði um málið er fallist á að þetta sé lögmæt meðferð per- sónuupplýsinga og eðlilegur þátt- ur í eftirliti Vinnumálastofnun- ar. Hins vegar þurfi stofnunin að gera atvinnulausu fólki grein fyrir því að þetta sé gert. Það megi til dæmis gera með því að birta um það auglýsingu á heimasíðu stofn- unarinnar. -pg Heimsótti ættingja erlendis og var neitað um atvinnuleysisbætur: Vinnumálastofnun fylgist með IP-tölum atvinnulausra RAFRÆNT EFTIRLIT Vinnumála- stofnun vaktar rafrænt allar IP-tölur þeirra sem eru á atvinnuleysisbótum og senda rafræna staðfest- ingu á atvinnuleit. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐ BYR Rúmlega þrjátíu yfirheyrslur hafa farið fram hjá embætti sérstaks saksóknara vegna rannsóknar á viðskiptum eignarhaldsfélagsins Exeter Holding með stofnfé í Byr. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að rannsóknin sé vel á veg komin. Hann vill ekki upplýsa hve margir einstaklingar komi við sögu og hverjir hafi réttarstöðu sakborninga og hve margir hafi verið yfirheyrðir sem vitni. Málið snýst um viðskipti með stofnfjárhluti í Byr eftir bankahrunið í fyrra. Einkahlutafélagið Arkea fékk þá um milljarð króna að láni frá Byr. Það fé rann til Exeter Holding, dótturfélags Arkea, og var notað til að kaupa stofnfé í Byr, meðal annars af MP Banka, og einnig af Jóni Þorsteini Jónssyni, þáverandi stjórnarformanni Byrs, og Birgi Ómari Halldórssyni stjórnarmanni. Rannsóknin teygir einnig anga sína til félags í eigu Ragnars Z. Guðjónssonar, fyrrverandi sparisjóðs- stjóra Byrs. Jón Kr. Sólnes, sem einnig hefur réttar- stöðu sakbornings við yfirheyrslur, sagði af sér stöðu stjórnarmanns í Byr vegna rannsóknarinnar. Farbann, sem sett var á Jón Þorstein Jónsson vegna málsins, rann út í síðustu og var ekki fram- lengt. - pg Rannsókn sérstaks saksóknara á viðskiptum með stofnfé í Byr vel á veg komin: Meira en þrjátíu yfirheyrslur BYR Sparisjóður Kópavogs, Hafnarfjarðar, Norðlendinga og Sparisjóður vélstjóra runnu saman í Byr. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR MENNTAMÁL Fræðslunefnd Fjalla- byggðar hefur sett fram ítarleg- ur tillögur um framtíðarskipan fræðslumála í sveitarfélaginu. Grunnskólarnir á Siglufirði og í Ólafsfirði verða sameinaðir í eina stofnun, sem og leik- og tónskól- ar ef tillagan nær fram að ganga. Sparnaður sameiningar er metinn um sjötíu milljónir króna á ári. Þórir Kristinn Þórisson, bæj- arstjóri Fjallabyggðar, segir hug- myndina hafa verið til skoðun- ar í töluverðan tíma og sé hluti af sameiningu sveitarfélaganna sem gekk í gegn árið 2006. „Þess- ar hugmyndir tengjast þeirri bylt- ingu sem er að verða í samgöngum hér á svæðinu með opnun Héðins- fjarðarganganna. Við erum eins og stendur með fjórar grunnskóla- byggingar, tvo tónskóla og tvo leik- skóla. Þeir halda sér en við getum fækkað grunnskólabyggingum um eina á hvorum stað.“ Gert er ráð fyrir að unglinga- stig verði sameinað fljótlega eftir að Héðinsfjarðargöng verða tekin í notkun, og að kennslan fari fram á Siglufirði. Yngra stiginu yrði áfram kennt á báðum stöðum í tvö til þrjú ár en þá yrði það sameinað í Ólafsfirði. Tillögurnar hafa verið kynnt- ar bæjarstjórn og á fundi henn- ar í gær var samþykkt að kynna þær fyrir almenningi. Stefnt er að kynningarfundum í fyrstu vikum janúarmánaðar á komandi ári. Bæði er talið nauðsynlegt af fag- legum og fjárhagslegum ástæðum að laga skipulag fræðslustofnan- anna að breyttum aðstæðum, en fjárhagsvandi sveitarfélaganna hefur ver ið m i k i ð t i l um ræðu að und- anförnu. Eins hugmyndir Sam- bands íslenskra sveitarfélaga um sparnað í grunnskólanum sem kennarar hafa tekið illa í. Þórir Krist- inn segir að staða Fjallabyggðar sé ásættanleg en sveitarfélagið sé ekki undanskilið þeirri kvöð að spara á næstu misserum, frekar en önnur sveitarfélög. Fjárhagslegur ávinningur af breytingum þeim sem fræðslu- nefnd leggur til væri annars vegar sparnaður í launakostnaði og hins vegar lægri rekstrarkostnaður fasteigna. Í skýrslu fræðslunefnd- ar er gert ráð fyrir að launakostn- aður sveitarfélagsins myndi lækka um allt að fimmtíu milljónir á ári. Að auki myndi sparast rekstrar- kostnaður tveggja skólahúsa sem samanlagður er um tuttugu millj- ónir á ári. Fræðslunefnd sér jafnframt faglegan og félagslegan ávinning með breytingunum. svavar@frettabladid.is Fjallabyggð undirbýr samruna grunnskóla Tilkoma Héðinsfjarðarganga gerir Fjallabyggð kleift að endurskipuleggja skóla- starf sveitarfélagsins. Fræðslunefnd hefur lagt fram ítarlegar tillögur sem gera ráð fyrir fækkun skólabygginga og sjötíu milljóna króna sparnaði á ári. ÞÓRIR K. ÞÓRISSON LOKAFRÁGANGUR Tilkoma Héðinsfjarðarganga mun bylta bæjarbrag á Siglufirði og í Ólafsfirði. Göngin verða tekin í notkun haustið 2010. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.