Samtíðin - 01.06.1955, Qupperneq 11

Samtíðin - 01.06.1955, Qupperneq 11
SAMTÍÐIN virðast þær ólíkt hugþekkari í nýju útgáfunni! Sumar hinna frægu sögu- persóna munu alla ævi hafa þjáðzt v.egna ófríðleika síns eða andlitslýta. Má til þeirra till'inninga stundum rekja undirrótina að óhugnanlegum sögulegum staðreyndum. Með nú- tíma skurðaðgerðum hefði vísast mátt koma í veg fyrir sitthvað þess háttar. ★ Fegurð augnanna EF ÞÚ ERT ekki viss um, hvaða augnalitur sé beztur, skaltu nota Mascara frá Stendhal, sem þolir vel vatn, t. d. ef þú ert í sumarleyfi á haðstað, og aldrei er augnalokunum til óþæginda. Dragðu pensilinn eða burstann upp á við, þegar þú berð á efri augnhárin og niður á við, þeg- ar þú berð á þau neðri. Vertu með opinn munninn, meðan þú ert að þessu, þá heppnast það betur. Þvoðu augun úr eimuðu vatni með ögn af grófu salti í. Áður en þú ferð i hað að kvöldi til, er gott að leggja klút (bakstur), vætlan í lmessingarvökva (Refreshing) yfir augun. ★ Hvað á ég að gera? UNG KONA skrifar: „Ég giftist tvitug manni, sem var 26 árum eldri en ég. Þá var ég allslaus einstæðing- ur, því að háðir foreldrar minir voru dánir. Maðurinn hauð mér gott heimili og efnalegt öryggi. Ég var Vel klædd kona kaupir hattana hjá okkur. hattaverzlun ísafoldar h.f. Bára Sigurjónsdóttir, Austurstræti 14. Sími 5222, þakklát fvrir að eiga kost á að gift- ast honum og gerði mér þá alls ekki ljóst, að ég elskaði hann ekki. Við höfum eignazt þrjú börn. En nú hef ég kynnzt manni á mínu reki., sem ég finn, að ég er alveg gagntekin af. Hann er mjög glæsilegur, i fastri stöðu og býður mér gull og græna skóga, ef ég vilji giftast sér. Hvað finnst þér, Freyja mín, að ég eigi að gera?“ SVAR: Þetta er nú ekkert gaman- mál, skal ég segja þér. Siðferðislega ertu auðvitað skyldug til að halda tryggð við karlinn þinn, sem ekkert hefur til saka unnið. Hugsaðu þér allt það höl, sem þú mundir leiða yfir hann og sjálfsagt litlu börnin ykkar líka, ef þú létir tilfinningarn- ar ráða, en svæfðir skynsemina og vfirgæfir heimili þitt. Ertu viss um, að maður, sem livetur þig til slíks, sé þess virði, að öryggi lífsins sé fórnað hans vegna? Ég held ekki. Þín Freyja. ic Handhægir réttir KARTÖFLUHRINGUR nefnist réttur, sem er mjög hentugt að hafa, ])egar kartöflurnar eru orðnar gaml- ar og ljótar. í venjulegan kartöfluliring þarf 7—8 stórar kartöflur, sem fyrst eru soðnar og siðan kramdar. Saman við þær er hrært 2 eggjum og 4 dl af rjóma, en salt og pipar sett i eftir Kraftur hins sunnlenzka gróðurs býr í smjörinu og ostunum frá okkur. Mjólkurbú Fíóamanna,

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.