Samtíðin - 01.06.1955, Síða 13

Samtíðin - 01.06.1955, Síða 13
SAMTÍÐIN 9 BÍIBBSSH 194. SAOA SAMTÍÐARINNAR B 1 ftórir fögíl: SÖGULOK Niðurl. „ÉG SAUÐ síðustu grásleppuruö- urnar í kvöld. Þú hugsar vonandi fyrir einhverju til morgundagsins, Magnús. Heyrirðu það?“ Jú Magnús heyrði. Heyrði meira að segja allt of vel. Söguþráðurinn, sem lionum var loksins að takast að spinna, hrökk í sundur við ávarp konunnar, eins og höggvið væri á liann með bitru eggjárni. Og nú reyndi Magnús það, að miklu erfið- ara ,er að tengja saman slitinn liugs- anaþráð, söguþráð, heldur en taka upp niður fallna lykkju á sokkbol. Þessi rödd hins hversdagslega veru- leika veldur því, að hughrif þau, er hann hóf söguna undir, viðrast burt og koma ekki aftur, þótt hann reyni af fremsta megni að gefast þeim á vald að nýju. Magnús gengur út, flýr heimili sitt, barnaskvaldrið og áminningar konu sinnar. Réttast að fr,esta því ekki að hugsa fyrir soðningu til morgundagsins. Vera má líka, að söguþráðurinn spinnist betur, með- an hann gengur um Eyrina og leit- ar fyrir sér um fiskætin. Húsin á Krókeyri kúra, lágreist og óskipulega byggð, hálfgrafin í snjó. Hvergi sér á dökkan dil. Mjallar- feldurinn lykur eins og órofin flík um landið, svo langt sem augað sér. Yfir fjöllunum handan fjarðarins roðnar himinninn upp af nýhniginni sól. Magnús veit ógerla, hvert halda skal til matfanga. Venjulegast verð- ur honum þó vel til í slílcum ferð- um. Það er venja aflamanna á Eyr- inni að huga að honum soðningu gegn vægu gjaldi eða engu. En sumir láta þá gjarnan einhver ummæli fylgja svo sem til uppbótar, og þó að Magnús taki, þeim kaupbæti með þagnarró, svíður lionum stundum undan köpuryrðunum í kyrrþey. Þetta er eitt þeirra lcvölda, er gefur vetrarþreyttum mannanna börnum vonir og fyrirheit mn, að senn breytist vetur í vor. Áhrif þeirra kvölda verða ekki tjáð í orð- um og naumast skilin, heldur aðeins skynjuð. Þessi áhrif skynjaði Magn- ús, þegar hann gekk áleðis að beitu- skúrunum í fjörunni, skynjaði, þau í fölnandi aftanroðanum yfir vestur- fjöllunum, í hjali lognöldunnar við ströndina, háttum svartfuglanna frammi á Vikinni og bleikbrúnum lit þaranýgræðingsins á skerjunum norðan við höfnina. Brátt voru allar búksorgir horfn- ar, allar áhyggjur út af soðningu morgundagsins gleymdar. Nýr sögu- þráður tók að spinnast. . . . Hann stendur í brúnni við hlið stýrimannsins. 1 dag d hann að fá að sjá ísland rísa úr sæ, sjá föður- land sitt lyfta jökulkárónunni upp úr dimmbláum öldunum, eftir átján ára útivist á fjarlægum höfum. Hvössum, blágráum augum, sem skimað hafa gfir óravíddir úthaf- anna í átján ár, starir hann út í sjón- deildarhringinn, þangað sem hann veit, að ættjörðin muni birtast hon- um innan skamms.

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.