Samtíðin - 01.06.1955, Blaðsíða 15
SAMTÍÐIN
11
strandarinnar. Á yulum sandinum
flatmagar fjöldi karla og kvenna. 1
blátærum sjúnum synda hópar af
fúlki. Hann horfir á leik fólksins
um stund. En--------hvað er þetta?
Ung stúlka, sem synt hefur langt frá
landi, hrúpar á hjálp, berst um í
sjúnum og hrúpar á hjálp í hinni
sárustu angist. Enginn sundmann-
anna virðist hafa kjark eða snar-
ræði til þess að bjarga liinni drukkn-
andi konu. Magnús smeygir sér úr
jakkanum og skónum, hleypur fram
í sjúinn og leggst til sunds.
Austanáttin hefur feykt snjónum
saman í hengjur framan í Höfða-
hrúninni. Magnús gengur í leiðslu
á valdi huglirifa sögunnar. Hann
skynjar naumast, þegar skaflinn
brestur undir fótum hans og byltist
niður í djúpið.
Nú er skipt um svið. Gul sand-
fjara Afríkustrandarinnar og hlýjar,
dimmhláar öldur Miðjarðarhafsins,
þar sem íslenzkur nútímavikingur
syndir með knáum tökum til að
hjarga dökkbrýnni mey frá drukkn-
un, eru horfnar. Upp úr krapaköld-
um sjó við norðurströnd Islands
skýtur sem snöggvast ósyndum
manni, sem herst um með krampa-
kenndum lireyfingum i sjávaryfir-
horðinu, en hverfur síðan i djúpið.
Nokkrar lofthólur bresta í sjávar-
fletinum.
Það eru sögulok.
Leitið upplýsinga um vátryggingu hjá
Nordisk Brandforsikring A/S.
Aðalumboð á fslandi, Vesturgötu 7.
Reykjavík. Sími 3569. Pósthólf 1013.
196. SAGA SAMTÍOARINNAR ' ’ ijl
3 ie. jd
ennann:
A
Olejsta gátan
Þetta mun vera stytzta smásaga, sem
skrifuS hefur verið um afleiðingar kjarn-
orkustyrjaldar.
TVÍHÖFÐI sat og velti fyrir sér
ráðgátunni fornu.
„Haldið þér,“ sagði hann undar-
lega smámæltur, af því að tungan í
honum var klofin, „að maðurinn
liafi gert umskiptinginn sem lifandi
eftirmynd sina?“
Kunningi hans í ljósaskiptunum
varðist allra frétta í þeim efnum.
Vlnstra höfuð umskiptingsins
tevgði fram álkuna frá hellisveggn-
um, sem það hafði hvílt við.
„En ef mannssonurinn, Adam,
skapaði okkur öll með kjarnorku-
sprengj unni ....?“
„Ég trúi ekki þessari sprengju-
sköpunarsögu,“ hahlaði hægra höf-
uðið. Hvað segið þér um það, gest-
ur.“
Enn þá þagði gesturinn eins og
steinn. Ekki er vitað, af hverju hann
gerði það, því að koldimmt var í
hellinum.
Vinstra höfuðið gaf þessa skýr-
ingu: „En ef maðurinn hefur skapað
umskiptinginn í sinni eigin mynd,
hlýtur hann að hafa verið ófreskja.
Hann hlýtur þá að hafa verið tví-
höfðaður eins og við; hann hlýtur
að hafa haft tvo líkami eins og Sí-
ams-systur okkar og tíu handleggi
eins og tíu liandleggja verurnar, sem
við hittum í vikunni, sem leið, og