Samtíðin - 01.06.1955, Qupperneq 19

Samtíðin - 01.06.1955, Qupperneq 19
SAMTÍÐIN 15 metur menntun sína og lærdóm og finnur livort tveggja léttvægt. Ný köllun gagntekur hann svo, að hann sezt á skólabekk á ný og tekur nú að lesa læknisfræði. Að því námi loknu ákveður hann að setjast að i Afriku, því að þar veit hann þörfina mesta til að lina mannlegar þjáning- ar. Þetta áform sætir vitantega gíf- urlegri andspyrnu af hálfu aðstand- enda og aðdáenda hins heimsfræga kennimanns, rithöfundar og organ- leikara. En Sch’weiitzer lætur engar fortölur buga sig. Næstu sjö árin stundar hann af kappi nám i lækna- deild liáskólans i Strasbourg og lýlc- ur þar doktorsprófi 1913. Nýkvænt- ur hjúkrunarkonunni Héléne Rress- lau Iiétt hann því næst til nýlend- unnar Lamharéné, eign Frakka, i miðju hitahelti Afriku. Þar aðstoð- ar hann við byggingu nýs sjúkra- húss, en fyrsta handlækningastofan lians er gamalt hænsnahús! í þessu alræmda pestarbæli frumskógarins hefur dr. Sch'weitzer dvalizt síðan og unnið þar hið heimskunna mann- úðar- og líknarstarf sitt, er orðið hefur til þess að bjarga lífum inn- fæddra manna, svo að mörgum þús- undum skiptir. Þegar læknirinn hefur átt sér tóm- stundir, hefur hann unnið sleitulaust að gömlum heimspekilegum og trú- fræðitegum hugðarefnum sínum að ógleymdri hljómlistinni. Árangurinn af jæssari tómstundaiðju er fjöldi ágætra rita. Hið mikilvægasta er tatið bókin Heimspeki menningar- innar, margra binda verk, byggt á óbilanlegri sannfæringu höfundar: virðingunni fyrir lífinu. Inntakið úr kenningum Sclnveitz- ers er þetta: Nútimamaðurinn verð- ur að losa sig úr viðjum múgsefjun- arinnar í öllum myndum, hvort heldur er um að ræða stjórnarform hennar eða svokallaðar hugsjónir. Hann verður að læra að hugsa sjálf- stætt og dæma sjálfur um, hvað sé gott eða illt. í trú sinni og breytni verður hann jafnan að liafa hugfast að taka tillit tit meðbræðra sinna. Að öðrum kosti er úti um vestræna menningu. Manngildishugsjónin er þessum mikla mannvini efnis- hyggjualdarinnar fyrir mestu. -----•------ Það rr ekki ofsögum sagi af ímu- gusti Bandaríkjamanna á Rússum. Jafnvel i skrítlum amerískra hlaða fyrir stríð varð hans vart. Þá gat að lesa i 0 h i o S t at e J o u r n a 1: „Nú eru Rússar farnir að skjóta ökuníðinga. Það sýnir og sannar, að jafnvel þjóð, sem á flestum sviðum hefur rangt fyrir sér, getur þó slampazt á að gefá heiminum eina nýjung til eftirbreytni." Mikið mundi veröldin annars verða dásamleg, ef þeir, sem eiga auð fjár, verðu peningum sínum eins og þeir, sem atdrei geta eignazt grænan eyri, segjast mundu gera ef þeir ættu peninga. Húsgagnasmíðastofan Laugaveg 34B selur ávallt góð og ódýr húsgögn. Tekur einnig gömul húsgögn til viðgerðar. Fljót og góð afgreiðsla. Sími 81461.

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.