Samtíðin - 01.02.1953, Page 10

Samtíðin - 01.02.1953, Page 10
6 SAMTÍÐIN KVARTSLAMPHVN I ÁIIWSAIM Satntaf ui $ ^ón ~J4elcfaion própeiior HINGAÐ til lands hafa borizt fregnir um nýjan lampa, sem kominn sé til Árnasafns í Khöfn og notaður sé þar, stundum með frábærum ár- angri, við lestur torlesinna handrita. Þegar ég var á ferð í Höfn fyrir skömmu, fýsti mig að bera þennan kvartslampa að bókfelli, er ólesandi hafði reynzt án hans. Var forstöðu- maður Árnasafns, próf. Jón Helga- son, mér hjálplegur í þeim efnum, en jafnframt hað ég hann að skýra lesendum „Samtíðarinnar“ nokkuð frá þessum nytsamlega lampa. „Það atvikaðist j)annig“, tók Jón Helgason til máls, „að einn dag, þeg- ar svo undarlega vildi til, að ég var í góðu skapi, þá hringdi ég til lög- reglunnar í Kaupmannahöfn til að spyrjast fyrir um, hvað hún ætti af tækjum til að ráða ógreinilega eða illlæsilega skrift. Ég hafði lesið í hlöðunum ýmsar frægðarsögur um afr'ek lögreglunnar í þessum efnum, svo mér fannst rétt að reyna, til hvers hún dygði. Málaleitun minni var tekið hið hezta, — þó mun ég líklega hafa orðið að fullvissa lögregluna um, að þau handrit, sem ég ætlaði mér að reyna að ráða, mundu einkanlega hafa verið skrifuð af illvirkjum og glæpamönnum. Svo er ekki að orð- lengja um það, nema ég geri mína ferð inn á pólitígarðinn, sem kallað- ur er, og hafði meðferðis það bindi Hauksbókar, sem Völuspá er í. Þar eru tvær vísur, sem engum hefur JDN HELGASDN tekizt að lesa með þeim tækjum, sem notuð hafa verið hingað til. Hjá lögreglunni var ég leiddur inn í stóra sali, þar sem fjöldi smáhorða var við alla glugga og á þeim marg- vísleg áhöld: lampar, speglar, stækk- unargler, smásjár, myndavélar og sjálfsagt margt annað, sem ég kann ekki nöfn á, og á einu borðinu lá geysimikil og hroðaleg sleggja, sem stakk heldúr en ekki í stúf við alla þessa fáguðu og gljáandi muni. — Mér var fenginn sérstakur maður í hvítum slopp til aðstoðar, og hann fylgdi mér frá einni smásjár til ann- arrar og einum lampa til þess næsta, en ekkert kom að haldi. Næst fór hann að nota ljósmyndatækin, og nú var hlaupið kapp í hann öngvu síður en i mig og auðsætt, að hann vildi ekki una við, að ég færi svo

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.