Samtíðin - 01.02.1953, Page 17

Samtíðin - 01.02.1953, Page 17
SAMTÍÐIN 13 mannanna. Þó að margt sé spillt og rangt í athöfnum þeirra og hugsun- um, þá eiga þeir mörg heillandi við- horf til lifsins. Sannleikurinn segir: Eins og maðurinn sáir, mun hann uppskera. Og maðurinn er á leið til sannrar menningar. Þú ert i fram- vindu þróunarinnar, mótar þann efnivið. Ég veit allt. Lífið er fjölþætt. Upphaf og eðli þess er kærleikurinn. Og kærleikurinn sigrar“ EVA HVARF aftur til jarðarinnar, djörf og vonglöð, hvatti til dáða og drengskapar. Hún er í tíma og rúmi, hvislar fegurðinni í sálir mannanna, hjalar í vindhlænum, í lækjarniðri, i skini sólarinnar, i ym bárunnar, í vor- þeynum, í angan blómanna, í fossa- hljómi og gróðrardögg. Og gegnum hávaðann frá vopna- gný og dægurþrasi heyrast stundum lágværar raddir leitandans, sem eyg- ir veginn til þroskans og sannleik- ans. Þær raddir eru skærar og hreim- þýðar, eins og hringt sé silfurbjöll- um: „Þökk sé þér, Eva, misskilda, göf- uga kona, móðirin, sem svo margir bannfæra, en drottinn alfaðir bless- ar“. „Samtíðin“ greiðir yður 5 kr. fyrir útvegun hvers nýs áskrifanda, ef þér sendið árgjald hans með pöntun. Haldið ómakslaununum eftir. ALLAR BÍLAVÖRUR verður hagkvœmast að kaupa hjá KRISTNI GUÐNASYNI Klapparstíg 27. — Sími 2314. ♦ Spurt og svarað > T ÞESSUM þætti er leitazt við að svara spurningum frá lesendum „Samtíðarinnar.“ Spilamaður spyr: „Getur „Samtíðin“ frætt mig um, hver er merking orðsins L’hombre eða lomber eins og spilið er kallað í daglegu tali?“ Svar: L’hombre merkir: maður, sem keppir eða á í höggi við tvo. Fjórði og blindi mótspilarinn kom til, er spilið tók að öðlast vinsældir i klaustrum. Munkarnir urðu þá að hafa fjórða manninn til að vera á verði, til þess að ekki yrði komið að þeim óvörum. L’hombre er 600 ára gamalt spil og hefur litlum breyt- ingum tekið allan þennan óratíma. Ferðalangur spyr: „Geturðu, Samtíð góð, sagt mér, hvar stærsti flugvöllur heimsins er?“ Svar: Hann heitir Idlewild og er í New York eða nánara til tekið við Jamaica Bay á Long Island. Völlurinn var gerður á votlendi. Hann nær yfir nál. 1800 ha svæði og 68 millj. rúmmetra af sandi var dælt upp úr sjónum til að fylla hann með. Flugvallargerðin hófst í apríl 1942 og var henni lokið á jólaföstu 1948. Rennibrautir vallar- ins eru 6 að tölu, frá 2600 til 2900 m á lengd og nál. 65 m breiðar.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.