Samtíðin - 01.02.1953, Blaðsíða 21

Samtíðin - 01.02.1953, Blaðsíða 21
SAMTÍÐIN 17 KRISTIN SNÆHÖLM A£) STARFI I EULLFAXA hvað 50 öðrum stúlkum og var svo heppin að verða fyrir valinu. Þá átti félagið enn enga millilandaflug- vél, en við flugum í skozkri fjögra hreyfla leiguflugvél milli Kaup- mannahafnar, Prestwick og Reykja- víkur. Þegar ég réðst til F. 1., var aðeins ein flugfreyja í þjónustu fé- lagsins, Sigríður heitin Gunnlaugs- dóttir. Hún var fyrsta íslenzka stúlk- an, sem gegndi hér flugfreyjustarfi. Ég skal geta þess, að áður en ég byrjaði starf mitt hjá F. I., var ég nokkurn tíma á vegum félagsins hjá Scottish Airlines í Prestwick og hlaut þar mjög hagkvæma þjálfun í ýmsum greinum. Hún hefur seinna komið mér að miklum notum, og ég vona, að aðrar flugfreyjur, yngri i starfinu, sem ég hef veitt undirbún- ingstilsögn, hafi einnig orðið hennar aðnjótandi“. „Ég þykist vita, að starf yðar sé stundum vandasamt“. „Þar er margs að gæta. Yður að segja getur komið fyrir, að maður sé eins og milli tveggja elda. Fyrst og fremst verður að framfylgja öll- um öi-yggiskröfum af flugfélagsins hálfu, en það ber við, að þessar

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.