Samtíðin - 01.02.1953, Síða 22

Samtíðin - 01.02.1953, Síða 22
18 SAMTÍÐIN kröfur koma í bág við skoðanir ein- stöku farþega. Hins vegar reynum við að gera farþegum okkar til hæfis, eftir því sem unnt er“. „Ég hélt, að það væri nú sjálfsagl að hlýða settum reglum í flugvél“. „Það finnst nú flestum, sem betur fer, en þó kemur fyrir, að farþegi fæst t. d. ekki til að spenna sig ör- yggisbelti af sjálfsdáðum, blátt áfram af því að honum finnst það óþarfi. Þá reynum við á kurteisan hált að sýna honum fram á, að hér sé um alþjóða-öryggisreglur að ræða, sem settar hafi verið fyrst og fremst farþeganna vegna. Láta þá flestir sér segjast og spenna að sér beltin, en þó stundum með nokkrum semingi“. „Hvaða farþega líkar yður vfir- leitt bezt við?“ „Þeir eru svo sem flestir ágætir, en þó finnst mér, að það fólk, sem sjaldan eða aldrei hefur flogið áður, sé einna auðveldast viðfangs. Það er líka einlægt svo þakklátt og elskulegt fyrir hvað litla aðstoð, sem við veitum því“. „Svo fljúgið þið stundum með sjúklinga og ungbörn, sem send eru ein síns liðs, jafnvel í merktum körfum eins og hver annar böggla- póstur.“ „Við höfum oft flutt fárveikt, rúm- liggjandi fólk til sjúkrahússvistar erlendis. Það þarfnast vitanlega sér- stakrar umhyggju, en stundum eru vandamenn þess og jafnvel læknar með ])ví og sjá þá um það að ein- hverju leyti. Smábörn, 9 vikna göm- ul og eldri, höfum við flutt ein sins liðs og verðum þá að annast þau að öllu leyti til ákvörðunarstaðar. Ef um viðkomustaði er að ræða, verð- um við að taka börnin með okkur inn í gistihúsin eða skiptast á um að gœta þeirra í flugvélinni“. „Hvernig er starfi ykkar háttað?“ „Innan lands fljúgum við eingöngu í landflugvélunum, því að þar eru aðeins tveir flugmenn. Starf okkar er þá einkum í því fólgið að lita eftir líðan farþega og gæta þess, að dyr séu örugglega lokaðar. Þar sem flug- leiðir innan lands eru allar stuttar og lengst er flogið tvo tíma, er ekki um neinar veitingar að ræða, og i sjól'lugvélunum er okkar ekki þörf, þVí að þar er vélamaður ásamt flug- mönnunum tveimur, og hann veitir farþegum samsvarandi aðstoð og’ við gerum í landflugvélum innan- landsflugsins. Starfstími okkar er í raun og veru mjög óreglulegur. Á surnrin skipt- umst við á störfum, sex flugfreyjur hjá F. 1. og á vetrum fjórar. Þegar mikið er flogið eða eitthvað sér- stakt liggur við, eru tómstundir okk- ar mjög takmarkaðar. Stundum fljúgum við hvíldarlaust á annan sólarhring, ef um aukaflug er að ræða, en fáum í staðinn hæfilega hvíld, þegar heirn kemur. Að vetrar- lagi er miklu minna l'logið vegna myrkurs og óhagstæðrar veðráttu, en þá verðum við alltaf að vera viðbún- ar, ef flugfært verður; annars eigurn við frí. Hjá okkur gilda þær reglur, að fjóra stórhátíðisdaga ársins: jóla-, nýárs-, páska og hvítasunnudag eigum við alltaf frí, nema um óvænt sjúkraflug sé að ræða“. „Þér finnið náttúrlega aldrei til hræðslu uppi í loftinu“.

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.