Samtíðin - 01.02.1953, Síða 23

Samtíðin - 01.02.1953, Síða 23
SAMTÍÐIN 19 „Nei, það veit hamingjan“, segir Kristín Snæhólm og hlær. „Mér finnst aldrei vera um neinn lífsháska að ræða, jafnvel þótt hreyfill l)ili. I'að getur alltaf orðið alvarleg vélarbilun, en ég hef aldrei lent í neinu, sem nálgast lífsháska, lofaður sé Guð. Við höfum auðvitað á öllum þessum árum orðið að lenda vegna vélar- bilunar, en okkur hefur aldrei doltið í liug, að um lífsháska væri að ræða. Annars hef ég orðið þess vör, aðstöku Islendingur hefur ótrú á íslenzku flugvélunum og heldur, að öruggara sé að fljúga með útlendum vélum. Þessi ótrú kann að stafa af því, að þessu fólki finnst íslenzku flugmenn- irnir yngri og óreyndari í starfi sínu en þeir útlendu. I því sambandi vil ég geta þess, að þar sem ég hef í starfi minu bæði flogið með erlend- um áhöfnum og íslenzkum, mundi ég, hvenær sem væri, hiklaust frem- ur kjósa að fljúga með íslenzkum flugmönnum með fullri virðingu fyrir þeim fyrrnefndu. Og úr því að við fórum að minnast á svokallaða reynda og óreynda flugmenn, má nefna, að einn elzti og þrautreynd- asti flugmaður Hollendinga var flug- stjóri á vélinni, sem fórst yfir Kastrup-flugvelli í Danmörku hérna um árið. Þetta slys varð mjög frægt, m. a. vegna þess að þar fórst sænskur prins, heimsfræg leikkona, Grace Moore að nafni, o. fl. þekkt fólk. Nei, ef um slys er að ræða, þarf enginn að halda, að þau sneiði hjá gömlum og reyndum flugmönnum. Og þegar fólk er að minnast á, að ísl. flugvélar bili oftar en útlendar eða séu undir slælegra eftirliti, minn- Daníel Þorsteinsson & Co. h.f. Bakkastíg, Reykjavík. Símar 2879 og 4779. * Utgerðarmenn og sjómenn! Þekking, fagleg kunn- átta og löng reynsla vor við nýsmíði og hvers konar viðgerðir á skip- um er bezta trygging fyrir vandaðri vinnu og traustum frágangi á skipum yðar. ÚTVEGUM beint frá verksmiðjum í Bretlandi, Belgíu, Hollandi, Þýzkalandi, Póllandi og Tékkóslóvakíu. JÁRN, STÁL, VÉLAR □ G VERKFÆRI TIL IÐNAÐAR. SINDRI H.F. Hverfisgötu 42, Reykjavík. Sími 4722

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.