Fréttablaðið - 28.12.2009, Side 18

Fréttablaðið - 28.12.2009, Side 18
18 28. desember 2009 MÁNUDAGUR INNLENDIR VENDIPUNKTAR 2009 en meðalfyrirtæki á heimsvísu. Þrjú hundruð þúsund sálir sem sitja á gullkistu; er svo lítill hópur að væri hann smábær í Ameríku kæmist hann varla á vegakort. Er til of mikils mælst af hálfu þjóðar- innar að „forystumenn“ svonefndra stjórnmálaflokka setjist saman í tvo daga í lokuðu fundaherbergi og fari yfir eitt lítið excel-skal saman? Kostirnir í stöðunni rúmast nefni- lega á einu skjali fyrir einn fund. Þetta eru ekki góðir kostir, þeir eru ekki margir og tiltölulega einfaldir ef menn týna sér ekki í smáatrið- um. Ég hefði viljað þjóðstjórn fyrir ári og allar götur síðan. Stjórn- málaflokkarnir sem komu okkur í þessa hörmung skulda okkur sam- stöðu en ekki örlagaþras. Er hægt að semja um vopnahlé í íslenskum stjórnmálum meðan við hreinsum út? Út kjörtímabilið? Nei, því brýn- ir hagsmunir standa til þess að búa til heimabakað öngþveiti sem eign- ast sitt sjálfstæða líf og nærist á sjálfu sér. Eins og deilurnar í Mið- Austurlöndum: „Deilurnar á Mið- Austurvelli.“ Fólk spyr: Hvernig er hægt að efna til svo mikils sundur- lyndis að auðævum okkar og fram- tíðarmöguleikum er teflt í hættu með rifrildi? Svarið er: Vegna þess að græðgin í völd, fé og met- orð gefst aldrei upp. Auður okkar er svo mikill að einskis er svifist. Hrunið var klúður. Að klúðra end- urreisninni, vitandi það sem við nú vitum, er ófyrirgefanlegt um allan aldur. Kostirnir í stöðunni „Eins og lífið sé einhver keppni sem hægt er að vinna. Þetta er allt svo leiðinlegt og andlaust og glat- að eitthvað. Maður fer að halda að hrunið hafi ekki verið nógu skelfi- legt til að breyta einhverju. Gamla settið sem reifst eins og riðuveikar rollur alla leið inn í hrunið heldur gjamminu áfram upp úr hruninu. Ekkert hefur breyst. Enginn lærði neitt. Enginn lítur í eigin barm. Enginn tekur til í garðinum sínum. Allt er við það sama. Valdarúnk á Rúnklandi.“ Dr. Gunni. Ástæðan fyrir því að ekki er hægt að skapa friðarferli um end- urreisn Íslands er sú að rifist er um dánarbúið. Það eru beinir pól- itískir og efnahagslegir hagsmunir á bak við sundrungar- og óttaöfl- in, þá sem vilja drepa fólk í dróma og svipta trú á Ísland. Afkomend- ur Gamla Íslands hegða sér eins og vogunarsjóðir og spákaupmenn: taka stöðu gegn gengi ríkisstjórn- arinnar og á yfirborðinu eru deil- urnar látnar snúast um þrennt: Við þurfum ekki að borga ICESAVE. Við þurfum ekki aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins (AGS) og við þurfum ekki að hefja við- ræður við Evrópusambandið (og við þurfum ekki nýjan gjaldmiðil). Allt eru þetta heiðarleg og eðlileg álitamál og nægilegt efni í lýðræð- islega umræðu. Með mismunandi hætti hefur núverandi ríkisstjórn tekið þessi mál og gert að sínum. Vandinn er að í þeirri þrálátu umræðu sem geisar örlar hvergi, hvergi nokkurs staðar, á því að andstæðingar bendi á aðra kosti. Ekki semja um ICESAVE? Hvað þá? Málaferli allra innistæðueig- enda þar sem um er að tefla miklu hærri upphæðir en Íslending- ar hafa samið um að borga. Hver vill ábyrgjast niðurstöðu í þeim? Ef við svíkjum loforð allra máls- metandi ráðamanna Íslands, bæði fyrir og eftir Hrun, um að semja um ICESAVE, fellur niður efna- hagsaðstoð frá AGS og öll önnur fyrirgreiðsla. Hvað þá? Hvar erum við þá stödd með stóra skuldadaga ríkisins framundan, hvar fáum við gjaldeyri til að kaupa bensín á bíl- ana og olíu á togaraflotann? Hver hefur bent á aðra leið, sem er þess virði að íhuga? Að láta Davíð Odds- son rífa kjaft við útlendinga? Við höfum séð hverju það skilar. „Að standa á eigin fótum“ og „taka skellinn núna“ er ekki leið, heldur ræðumennska. Ég bý í landi sem stríðir við gjaldeyrisskort: Mal- aví á ekki fyrir bensíni á bílana og langar raðir við dælur, fyrirtæki fá ekki hráefni til framleiðslu því erlendir viðskiptamenn heimta staðgreiðslu, ferðamenn fá ekki farareyri því bankar eru tómir, fólk kemst ekki í vinnu og for- setinn biður almenning að kaupa ekki „óþarfa“ – allt sem innflutt er. Þetta örsmáa fátæka hagkerfi tap- aði 100 milljörðum króna á einum mánuði vegna gjaldeyrisskorts. Og bændur óttast að fá ekki áburð eða fræ þegar sáningartími hefst. Ef menn vilja ekki skera jafn brjálæðislega niður hjá ríkinu og AGS vill meina að þurfi, hvar ætla menn að fá peninga fyrir fjárlaga- hallanum? Á hvaða kjörum? Hvað ESB varðar er skiljanlegt að þjóð- in sé mjög efins. En nú á ekki að ákveða inngöngu og hún verð- ur aldrei nema þjóðin samþykki. Hér er efnt til viðræðu um hvaða kostir bjóðast innan ESB. „Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, segir að sjálf- stæðismenn hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé um neitt að semja sem ásættanlegt er við Evr- ópusambandið. Af því leiðir að nið- urstaða aðildarviðræðna við ESB verði óásættanleg“ (Pressan.is nóv 2009) Hvers vegna óttast menn þær upplýsingar sem viðræður leiða til og vilja forða þjóðinni frá þeim? Nei, umræðan snýst ekki um kjarna málsins: Góssið. Halda menn í alvöru að allar þjóðir Evr- ópu hafi gert samsæri gegn Íslandi upp úr þurru með „umsátri“ og Jóhanna og Steingrímur geng- ið þeim á hönd í aumingjaskap? Meðan fólkið í stjórnarandstöðu innan ríkisstjórnar og utan getur ekki borið fram aðra raunhæfa kosti um það hvað gera skuli hefur Steingrímur Joð rétt fyrir sér. Með alla storma heimsins í fangið og spjótalög samherja í bakið hefur hann rétt fyrir sér, rétt fyrir sér, aftur og aftur. Mistökin Þjóðin mat stöðuna rétt í vor. Það var bara tveimur stjórnmála- mönnum til að dreifa að ganga í uppvaskið: Jóhönnu og Steingrími Joð. Þeim er vorkunn sú glíma, hafa gert sumt vel, en þeim hefur líka orðið á. Mistökin með ICESA- VE voru að taka ekki alla flokka á Alþingi með inn í viðræðurnar (til upplýsingar og aðhalds baka til á hverju stigi málsins) uns það var tækt að fara til Alþingis. Alþjóðleg- ir milligöngumenn hefðu aftengt hina íslensku þrætuhefð. Það var bráðnauðsynlegt að koma málinu upp úr skotgröfum og búa til nýja samræðulausn eins og vænta má í draumum um Nýja Ísland. Þess í stað lenti málið í sandkassanum miðjum og afhjúpaði Alþingi sem óburðuga skrílstofnun með fram- míköllum, dónaskap og málþófi til að tefja tímann rétt eins og af honum sé nóg fyrir þá sem þurfa að borga húsnæðislán og finna atvinnu. Einnig þessi tortryggni öll í kringum bankana. Hver er Finnur Sveinbjörnsson og hvers vegna er það hans mál hvort gamli fáveldis- hringurinn fái að selja okkur brauð og mjólk? Einhverjir baktjalda- menn í „skilanefndum“ reisa lifend- ur frá dauðum með nýjum kenni- tölum, reka samkeppni við þau fáu fyrirtæki sem ekki eru í öndunar- vél og „selja upp út um bakdyrnar“ eins og Megas hefði orðað það án þess að við vitum nokkuð um nýja eigendur. Og kreppan á stjórnarheimilinu. Fólk treystir ekki þeim sem treysta sér ekki sjálfir. Við nefnum engin nöfn en svona aðstæður kalla á stjórn sem talar skýrum rómi frá J til Ö. Og svakalegur niðurskurð- ur framundan. Skrefin fram á við Loks loguðu eldar við Alþingi Loks fékk fólkið rödd Hása, reiða Rödd hins svikna vanmáttuga Rödd vantrúar hins nývaknaða af værð og doða (Sindri Freysson, Ljóðveldið Ísland) Hvernig stendur á því að í hvert skipti sem maður lætur sig dreyma um Nýja Ísland lendir maður í að hugsa um gamla flokkakerfið? Vegna þess að það er enginn annar farvegur. Íslenskt samfélag er kassi með fjórum veggjum sem við hlaupum á til skiptis. Við lifum í rústum þess gamla og reynum að láta okkur dreyma um það nýja. Hver er leið Alþingis til móts við „hinn nývaknaða“ sem er svikinn, vanmáttugur og með þokukennd- ar hugmyndir um nýjan himin og nýja jörð? Alþingi verður að skilja að á því hvílir sú bölvun sem best er lýst með hinu fornkveðna: „Þið eruð ekki þjóðin.“ Traustið brann með jólatrénu á Austurvelli. Hinn svikni, reiði og vanmáttugi verð- ur að fá hlutverk í sköpun Nýja Íslands. Tvennt gnæfir þar yfir við sjónarrönd á nýju ári: Hreins- unareldurinn og Sköpunin. Skýrsla rannsóknarnefndarinnar og gerð nýrrar stjórnarskrár. Hreinsunareldurinn Verstu fréttir sem nokkur nefnd getur fært þjóð sinni. (Páll Hreinsson, formaður rann- sókarnefndar um Hrunið). Hver verða viðbrögð við verstu fréttum sem nefnd getur fært þjóð sinni? Erum við þjóð í álögum Gamla Íslands, þöggunar og lokun- ar? Eða tökum við Konung þagna- samsæranna á orðinu þegar hann segir í umsátri reynslu sinnar: Það verður að galopna kerfið? Þá dugar ekki bara að galopna í rafrænum kosningum um hvar eigi að leggja bílum í Grafarvogi, heldur hvern- ig við tökum á Grafarþögninni sem alltaf umlykur allt sem úrskeiðis fer. Þótt skýrslan sé að formi til Alþingis, er Alþingi hluti af sak- bendingunni. Færið umræðuvaldið til fólksins. Ef ekki, verður migið á hreinsunareldinn úr skúmaskotum Gamla Íslands þar til reykurinn og fnykurinn fæla alþýðu fólks end- anlega frá því að taka þátt í þessu „helvítis fokking fokki“. Sköpunin There is a crack in everything that’s how the light gets in. L. Cohen Orðfærið og samskiptin bera þess vitni að samfélagið er fullt streitu og þreytu. Alþingi og rík- isstjórn hafa ekki undan að moka, það er ekkert grín að standa í þessu og álagið gífurlegt. Á alla. Skiljan- legt að stjórnmálamönnum nægi hverjum degi sín þjáning. Afrek að koma þó Evrópusambands- viðræðunum á rekspöl við þess- ar aðstæður. En við verðum líka að búa í haginn heima. Ástandið hefur versnað á rúmu ár frá Hruni í valdatíð þriggja ríkisstjórna. Ef stöðugt sígur á ógæfuhlið lend- um við í stærri og meiri ógæfu en peningaskuldum. Samfélagshruni. Þarf ástandið að versna enn meira áður en það getur batnað? Í ár voru 20 ár frá hruni, annars konar hruni, hruni Berlínarmúrs- ins og ógnarstjórna. Flauelsbylt- ingar fólksins gerðu það sem eng- inn hélt að væri hægt. Við vitum að allt er hægt og við þurfum ekki að láta vont versna. Ég skrifaði 2005 að markaðsvæðingunni væri lokið, hið sögulega hlutverk jafn- aðarmanna væri lýðræðisvæðing. Nú má það ekki dragast. Verkefn- ið er ný stjórnarskrá. Með nýrri stjórnarskrá felst bylting sem vekur óhug hjá kjörnum fulltrú- um. Nefnilega, að þeim sé veitt aðhald. Horfum á þrjú dæmi: Fjöl- miðlafrumvarp Davíðs, ruglið í borgarstjórn með Ólaf F. Magnús- son sem borgarstjóra Sjálfstæðis- flokksins, og síðan Búsáhaldabylt- inguna. Einhver myndi vilja bæta ICESAVE við. Fulltrúalýðræðið hefur sýnt takmörk sín. Samtök borgara verða að eiga möguleika á því að hrinda fráleitum hrossa- kaupum, geðþótta einstaklinga og þrásestu vanhæfra. Aðalverk- efni stjórnlagaþings verður að setja forstokkuðu flokkafulltrúa- ræði skorður og opna alþýðu leið að ákvörðunum. Það þýðir að Alþingi og ríkisstjórn verða að gefa eftir. Væri betur að löggjaf- inn tæki sig til og einbeitti sér að sínum vanda: Að setja ráðherr- aræði og flokksformannaveldi fjötra. Nú þarf að hugsa alveg upp á nýtt hvernig við eignumst nýja stjórnarskrá. Ráðgefandi 30 manna stjórnlagaþing í samtals þrjá mánuði með handlöngurum flokkseigenda og uppgjafaþing- manna í bland við ungliða? Þetta er flóknara en svo. Í þessu efni er leiðin að markinu jafn mikilvæg og markmiðið sjálft, því við þurf- um stjórnarskrá sem þjóðin á frá upphafi til enda. Þetta er vanda- samt ferli sem kallar á mikið pól- itískt úthald. Hlutverk stjórnmálamanna er ekki nú að útfæra Nýja Ísland í þaula heldur greiða götur þeirra afla sem með þjóðinni búa. Þjóð- fundurinn var gott frumkvæði, notum skýrslu rannsóknarnefnd- arinnar til að opna allt upp og lofta út, höldum fram á veg til að þjóðin geti loks fengið eigin stjórnarskrá sem færir henni aukin og beinni völd. Þetta er ferð án fyrirheits en hana verður að fara. Við vitum ekki öll svör- in, en hægt er að greiða leiðir að þeim. Nýja Ísland er ekki þekkt stærð. Nýja Ísland er niðurstaða úr erfiðu ferli sem nú verður að hefjast. Nú verðum við að þora að ímynda okkur annað og meira en það lík sem bíður þess að verða vakið frá dauðum. Það þarf gríð- arlegt pólitískt hugrekki til að ryðja þessa braut. Verði sú ekki raunin rís líkið af börum sínum og þá verða upphafsorð þessa máls að áhrínisorðum: Við stund- um því upp að við hefðum barist fyrir nýjum himni og nýrri jörð og þeir þökkuðu okkur góðfúslega og sömdu sinn frið. SAMSTAÐA „Stjórnmálaflokkarnir sem komu okkur í þessa hörmung skulda okkur samstöðu en ekki örlagaþras. Er hægt að semja um vopnahlé í íslenskum stjórnmálum meðan við hreinsum út?“ FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.