Fréttablaðið - 28.12.2009, Síða 20

Fréttablaðið - 28.12.2009, Síða 20
20 28. desember 2009 MÁNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is F yrir nokkru var haldinn þjóðfundur til þess að greina og kynna þau gildi sem ætla má að Íslendingar flestir vilji að móti þjóðlíf og stjórnarfar. Niðurstöður þjóðfundar- ins eru þær að menn vilja leggja áherslu á heiðarleika, jafnrétti, virðingu og réttlæti. Þjóðfundurinn er aðdáunarvert frumkvæði og má ekki þokast til hliðar fyrir hávaðamálum líðandi stundar. Menn geta sagt að það sé auðvelt að nefna þessi gamalkunnu gildi, en vandinn felist í því að gefa þeim raunverulegt og varanlegt innihald í verki. Þar ráðast úrslitin og þess vegna má þjóðfundinum eiginlega aldrei ljúka. Þetta er endalaust verkefni, að minna á þessi gildi, að fylgja þeim eftir, að veita bæði ráðgjöf og aðhald. Í þessu er enginn lokaáfangi heldur skiptir hreyfingin sjálf öllu máli áfram, viðleitnin til að koma góðu til leiðar. Gildi þjóðfundarins eru ekki nýmæli. Þessi gildi hafa aldrei brugðist og þau brugðust ekki á síðasta ári. Menn misfóru með viðskiptalegt frelsi. Áhættusækni á fjármálamarkaði keyrði sjálfa sig í þrot og dró samfélagið niður með sér. Stjórnvöld, lög- gjöf og eftirlitsstofnanir höfðu ekki við hraðanum. Sjálfsánægjan reyndist ofurdramb og féll um sjálfa sig. Sú villa að fjármunum sé treystandi var afhjúpuð. Sú villa að græðgi sé góð var afhjúp- uð. Íslenska krónan er auðvitað fórnarlamb mannlegra ákvarð- ana, en hún hafði aldrei reynst stöðug eða traust viðmiðun. Allt þetta sannaðist nú sem löngum áður. Þjóðfundurinn staðfestir að íslenska þjóðin heldur þreki sínu, grunngildum og þrótti til þess að ná sér aftur á strik. Tilhögun fundarins sýnir að það er vel unnt að virkja fjöldann til málefna- legrar vinnu og árangurs. Og þjóðfundurinn sýnir líka að enda þótt margir hafi tekið einhvern þátt í bólgu liðinna ára, þá ná menn áttunum aftur og geta sameinast um að breyta stefnunni. Öll þurfum við að læra af þessari reynslu. Ein af mikilvægustu rótum mannlegs heiðarleika er sú að Guð þekkir okkur öll með nafni og heyrir og sér til okkar á sérhverri stund. Heiðarleiki – líka í viðskiptum, fjármálum og opinberu starfi – er ekki aðeins fallegt orð heldur stendur á þessari traustu rót. Gildi kristninnar hafa aldrei brugðist. Þau eru ekki ævinlega virt í raun þótt höfð séu í hávegum í orði. En þau eru leiðarvísan, það viðmið sem aldrei bregst. Boðskapur Krists er lífsstefna mennskunnar og líknarstefna mannsins í þessum heimi. Drottinn hefur aldrei lofað okkur vel- megun, gróða eða stöðugum fagnaði í vellystingum praktuglega í jarðlífinu. En hann hefur heitið því að hlusta á okkur og að ganga með okkur, líka í öllum vonbrigðum og þjáningum. Hann vill hlusta, fylgja, hugga og endurreisa. Hann er orðheldinn og trúfastur. Hann er ástríkur, miskunnsamur og réttlátur. En við verðum líka að hlusta og læra að virða þessi gildi í lífi okkar og hegða lífi okkar og samfélagi í samræmi við þau. Þjóðfundurinn er endalaust verkefni. Gildi og sígildi JÓN SIGURÐSSON SKRIFAR Snemma í nóvember var til-kynnt að mannfræðingurinn Claude Lévi-Strauss væri lát- inn á 101. aldursári. Dauða hans hafði borið að fáum dögum áður, en samkvæmt eigin ósk hafði hann verið jarðaður í kyrrþey, og mátti vel skilja það þar sem mikið fjaðrafok var gert í kringum and- látið í fjölmiðlum, fréttin var með heimsstyrjaldarletri á forsíðu, líkt og þegar sjálfur de Gaulle burtkallaðist úr táradalnum. Svo vildi til að þessi andlátsfrétt snerti mig nokkuð persónulega, því árum saman hlýddi ég á fyr- irlestra mannfræðingsins í hinu mikla menntasetri College de France, og kynntist þannig kenn- ingum hans og að vissu leyti per- sónunni sjálfri af fyrstu hendi. En þær endurminningar sem ég hef um þennan tíma eru blandaðar. Þegar ég settist við fótskör meistarans, rétt eftir 1966, var hann sennilega sá fræðimaður sem mest var í tísku í París og ungir menntamenn voru spennt- astir fyrir, kenningar hans voru kallaðar „kóperníkusarbylting“ í hugvísindum. En sjálfur var hann á nokkuð merkilegum stað í sínum ferli. Lévi-Strauss var fæddur 1908 og stundaði nám í heimspeki, en eftir lokapróf rann það upp fyrir honum að hér eftir myndi hann ekki gera annað en kenna þessa námsgrein í framhaldsskólum, og það þótti honum ill tilhugsun. Hann tók því boði um stöðu við háskólann í Sao Paolo í Brasilíu og dvaldist þar í þrjú ár, en fór jafn- framt í leiðangra til Indíánaþjóða úti í frumskógum, einkum til Nambikwara-Indíána. Stuttu eftir að hann sneri til Frakklands hófst heimsstyrjöldin og hann varð þá aftur að hrökklast af landi brott, nú til New York í félagsskap með ýmsum frönskum skáldum og súrrealistum. Þar kynntist hann málvísindamanninum Roman Jakobson sem hafði gríðarleg áhrif á allar hans hugmyndir, og má í rauninni rekja „formgerðar- hyggjuna“ svokölluðu, sem Lévi- Strauss er oft talinn upphafs- maður að í mannfræði, til þeirra kynna. Þegar hann kom aftur til Parísar eftir heimsstyrjöldina setti hann svo fyrst fram kenn- ingar sínar, í doktorsritgerð um fjölskyldutengsl meðal svokall- aðra „frumstæðra þjóða“. Hún vakti þá ekki mikla athygli. En árið 1955 gaf hann út frá- sögn af ferðum sínum, einkum dvöl sinni meðal indíána, ásamt með alls kyns heimspekilegum bollaleggingum, undir heitinu „Hitabeltislöndin dapurlegu“. Þessi bók sló í gegn og hefur notið mikilla vinsælda æ síðan, enda leiftrandi vel skrifuð og skemmti- leg; telja sumir að það verði hún sem muni halda nafni hans lengst á lofti, og sennilega var það eink- um af lestri hennar að ég fékk áhuga á að hlýða á fyrirlestra höf- undarins. Um þetta leyti fékk Lévi- Strauss prófessorsstöðu við Coll- ege de France, sem oft er talinn toppurinn á öllum prófessors- embættum í Frakklandi, og þá sneri hann sér að nýju viðfangs- efni: rannsóknum á goðsögnum indíána víða, bæði í Norður- og Suður-Ameríku. Um þetta skrifaði hann voldugt verk í fjórum bind- um, sem hlaut mikla útbreiðslu, mönnum kom það svo fyrir sjón- ir að það geymdi kjarna „form- gerðarhyggjunnar“ sem þá var mest umtöluð af öllum stefnum og straumum. Það var á þess- um tíma sem ég fór að fylgjast með fyrirlestrunum, hann var þá þegar búinn að gefa út fyrstu hlutana af þessu mikla verki, og hlýddi ég á framhaldið. Frá því er þó skemmst að segja að kenning- arnar sannfærðu mig ekki nema að mjög litlu leyti; mér fannst það oft út í hött hvernig Lévi-Strauss átti til að tína upp einstök atriði úr goðsögnum indíánaþjóða sem bjuggu í órafjarlægð hver frá ann- arri og búa þannig til flókin kerfi sem ekki var hægt að sjá að ættu sér mikla stoð nokkurs staðar. En hins vegar man ég eftir frá- bærlega skemmtilegum fyrirles- ara. Goðsagnirnar sem hann fjall- aði um kunni hann allar utanað, hann gekk um gólf og sagði þessar sögur blaðlaust á alveg sérlega lif- andi hátt, stundum með látlausri gamansemi, og þegar ein sagan var nokkuð klúr brá hann fyrir sér tungumáli rithöfundarins kjarnyrta Rabelais á 16. öld. Með þessu sögum slæddist einnig mik- ill fróðleikur um hinar ýmsu indí- ánaþjóðir. Eftir þetta datt Lévi-Strauss úr tísku, og þótt honum væri stöðugt hampað opinberlega í Frakklandi, til dæmis þegar safn „Frumstæðra lista“ var opnað í París – þar ber tónleikasalurinn nafn hans – held ég að hann hafi að mestu leyti fallið í gleymsku annars staðar. En persónutöfrar hins háaldraða fræðimanns birt- ust óskertir í viðtölum við hann í nýlegri heimildarmynd um Namb- ikwara-Indíána fyrr og nú og leiðangra hans á vit þeirra. Því á minningin um þennan merka mann skilið að lifa, hvernig svo sem eftirtíminn kann að dæma kenningar hans. Hitabeltislöndin ógurlegu EINAR MÁR JÓNSSON Í DAG | Mannfræðingur deyr Drottinn hefur aldrei lofað okkur velmegun, gróða eða stöðugum fagnaði í vellystingum praktuglega í jarðlífinu. ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 UMRÆÐAN Hildur Sverrisdóttir skrifar um borgar- mál Að ferðast um kyrrláta höfuðborgina á aðfangadagskvöld er alltaf sérstakt en sjaldan hefur það verið jafn áhrifa- mikið og í ár. Jólaljós í gluggum heim- ilanna voru hljóðir málsvarar um hvað flestir leggja áherslu á þegar erfiðleikar steðja að. Án efa hefur það verið mörgum erfitt að halda hátíð, um það ber fjöldi umsókna um aðstoð til hjálparsamtaka vitni. Margar fjöl- skyldur hafa líka þurft að forgangsraða upp á nýtt og hugsa um hvað væri nauðsynlegt til að halda jól og hverju mætti sleppa að sinni. Oftar en ekki hefur það verið erfitt val. Í þessari efnahagslegu ótíð verða stjórnvöld í Reykjavík, líkt og fjölskyldurnar, að forgangs- raða hjá sér. Í slíku vandasömu verki er mikil- vægt að stjórnvöld leggi sitt lóð á vogarskálarn- ar til þess að hægt sé að komast upp úr hjólförum tortryggni og vantrausts og skapa sátt í samfé- laginu um þær aðgerðir sem grípa þarf til. Íslendingar hafa fyrir löngu komið sér saman um að vilja vera samfélag sem styður við þá sem þess þurfa. Það er gott til þess að vita að enginn vilji er til þess að breyta því þrátt fyrir yfirstand- andi erfiðleika. Ekki er síður mikilvægt að allir leggist á eitt við að styrkja stoðir samfélagsins með því að grafa ekki vís- vitandi undan trausti og gæta sanngirni gagnvart hvert öðru. Stjórnmál morgundagsins munu snú- ast fyrst og fremst um vinnubrögð við að skapa traust og að í sameiginlegum sáttatóni séu tekn- ar ákvarðanir um hvað skiptir okkur mestu máli. Það verður erfitt verkefni en eitt það mikilvæg- asta. Margir kviðu fyrir því ári sem nú er að kveðja og það hefur verið mörgum erfitt. Árið getur þó líka staðið sem áminning um hverju við getum áorkað þegar á reynir og haft það að leið- arljósi í komandi verkefnum. Höfundur er þátttakandi í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Við verðum að forgangsraða HILDUR SVERRISDÓTTIR K A K A Á R S I N S 2 0 0 9 Þessi er alveg svakaleg! Kveðjum árið með köku ársins. Reynsla Líkt og fram kom í Fréttablaðinu fyrir nokkru verður Jón Sigurðsson formaður nýrrar stjórnar Íslands- banka. Jón hefur komið víða við um ævina, var til dæmis viðskiptaráð- herra, seðlabankastjóri og bankastjóri Norræna fjárfestingarbankans en síðustu mánuði vann hann við að afla Íslandi gjaldeyrislána. Í seinni tíð er Jón hvað þekktastur fyrir að vera stjórnarformaður FME í hruninu. Almennt þykir það ekki gott enda átti FME að passa að bankarnir væru í lagi, að þeir færu ekki á hausinn. Þeir sem ráða telja greinilega reynslu hans og þekkingu þó vega það upp. Lítil reynsla Þingfundur verður í dag. Er þetta í fyrsta sinn í fimmtán ár sem þingfundur er milli jóla og nýárs. Glögglega sést hve ungur þingheimur er þegar sú staðreynd er athuguð að aðeins fimm af þeim sem nú eru á þingi voru á millihátíðaþingfundin- um 1994. Það voru Jóhanna Sigurðardóttir, Össur Skarp- héðinsson, Steingrímur J. Sigfússon, Árni Johnsen og Einar K. Guðfinnsson. Vondir og góðir Egill Helgason og Hannes Hólm- steinn Gissurarson notuðu jólin meðal annars til að skylmast um boðskap kvikmyndarinn- ar Avatar. Hannes skrifaði: „Frumstæðir ættbálkar manna hafa jafnan lifað við sult og seyru, grimmd og dráp og flestir gengið illa um umhverfi sitt, stundað rányrkju í stað ræktunar.“ Um þessi orð skrifaði Egill: „Prófessorinn hefur misskilið myndina algjörlega – að líkindum eftir einhverju skema sem er í kollin- um á honum og verður varla breytt úr þessu.“ Hannes svaraði skrifum Egils í nokkuð löngu máli sem lauk á orð- unum: „Frjálshyggjumenn hafa mestan áhuga á því, að saumastofur séu í fullum gangi, svo að engan vanti kyrtil. En til þess þarf að borga sig að sauma kyrtla.“ Óneitanlega hressandi. bjorn@ frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.