Fréttablaðið - 28.12.2009, Síða 31
MÁNUDAGUR 28. desember 2009
Gamlárskvöld er mörgum eftirminnilegt. Flugeldar, fjölskyldan, vinir, kampa-
vín, söngur og góður matur. Hættan er þó sú að minningum hinna fjölda-
mörgu ára verði ruglað saman. Hverjir voru í hvaða partíi og hvenær, hvaða
matur var á boðstólum og þar fram eftir götunum.
Góð leið til að halda utan um áramótaminningar er að búa til sérstakt
áramótamyndaalbúm. Þar er hægt að geyma
myndir sem teknar eru á gamlárskvöld og
nýársdag. Jafnvel mætti bæta þar
inn í jólamyndunum.
Þar með væri þar
komin stór bók
með heimildum um
jóla- og áramóta-
hald fjölskyldunn-
ar sem börnin og barna-
börnin hefðu gaman af.
Nýársminningar geymdar í bók
ÁRIN FLJÚGA ÁFRAM OG STUNDUM ER ERFITT AÐ MUNA HVAÐ GERÐIST UM
HVER ÁRAMÓT. ÞÁ ER GOTT AÐ FINNA LEIÐ TIL AÐ HALDA UTAN UM MINNING-
ARNAR.
Ýmislegt er hægt að gera til að gera dýrum lífið
bærilegra á gamlárskvöld þegar sprengingarnar
duna.
Gæludýr verða oft yfir sig hrædd þegar árið er
sprengt út með hávaða og látum en róleg tónlist í
kringum þau getur dregið úr angistinni. Sama gildir
um hross. Gott ráð að hafa þau inni við og kveikja á
útvarpi eða hljómflutningstækjum hjá þeim.
Hundar verða almennt hræddari við sprenging-
arnar en kettir og til að minnka stressið hjá þeim er
gott að fara með þá í góðan göngutúr utan þéttbýlis
fyrri part gamlársdags. Þegar mestu ósköpin ganga
á um kvöldið er ráðlegt að draga fyrir glugga því
dýrin óttast bæði hvellina og ljósin sem af flugeld-
unum stafa. Ekki er gott að sýna dýrunum of mikla
vorkunnsemi heldur tala til þeirra og veita þeim
þannig öryggi.
Tónlist og tal róar dýrin
Huga þarf að ferfætlingunum þegar flugeldar og bombur springa.
Kínverjarnir sem springa án af-
láts á þessum tíma árs eiga ekki
langt að sækja nafnið.
Óljóst er hvenær púður var fundið
upp en víst er að þar voru Kínverj-
ar að verki. Flugelda er fyrst getið
í heimildum í Kína frá 7. öld eftir
Krist en þá voru háværir hvellirnir
notaðir til að fæla burtu illa anda.
Á 3. öld eftir Krist uppgötvuðu
Kínverjar að ef grænum bambus-
sprotum var hent á bál þá sprungu
þeir með miklum látum. Þetta
gerist vegna loftfylltra poka sem
myndast í bambusnum vegna þess
að hann vex svo hratt. Á sjöundu
öld segja heimildir frá kínversk-
um alkemistum sem höfðu fundið
upp púður sem brann með miklum
loga. Það innihélt saltpéturssýru,
brennistein og kol. Fljótlega var
farið að fylla bambushólka með
púðrinu og sprungu þeir með hvelli
og blossa.
Á þrettándu öld hófu Kínverj-
ar að búa til hylki úr stífum pappa
sem þeir höfðu opið í annan end-
ann. Stýrisuggar voru settir á hylk-
ið og fyrsti flugeldurinn tók sig á
loft. Ítalir og Bretar tóku síðar við
keflinu og þróuðu flugelda eins og
við þekkjum þá í dag. - ve
Fundnir upp á 7. öld
Á sjöundu öld var farið að fylla bambus-
hólka með púðri og sprungu þeir með
hvelli og blossa.
Söluaðilar.: Járn og gler - Garðheimar - Húsasmiðjan
www.weber.is
Söluaðilar.: Járn og gler hf - Garðheimar - Húsasmiðjan
www.weber.is
Staðurinn - Ræktin
telpurS onuK r
Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732
jsb@jsb.is • www.jsb.is
E
F
L
IR
a
lm
a
n
n
a
te
n
g
s
l
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
f í
s
k
h
ö
n
n
u
n
TT átaksnámskeiðin sívinsælu fyrir konur á öllum aldri
TT tímar í boði:
6:15 – mán, mið, fös
7:20 – mán, mið, fös
10:15 – mán, mið, fös - Barnapössun
12:05 – mán, mið, fös - Barnapössun
14:20 – mán, mið, fös
16:40 – mán, mið, fös - Barnapössun
17:40 – mán, mið, fös - Barnapössun
18:25 – TT3 mán, mið - (16-25 ára)
18:40 – TT3 mán, þri - (16-25 ára)
19:25 – mán, mið, fim (18:25)
Fundur fyrir alla flokka sunnudaginn 10. janúar kl. 15:00 og 16:00
Velkomin í okkar hóp!
NÁMSKEIÐUM
FYLGIR
FRJÁLS MÆTING
Í TÆKJASAL
Námskeið hefjast 11. janúar
Innritun hafin í alla TT flokka, sími 581 3730