Fréttablaðið - 28.12.2009, Page 44
BAKÞANKAR
Þórhildar
Elínar
Elínardóttur
36 28. desember 2009 MÁNUDAGUR
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
13. nóvember
2007
Heimsmeist-
arinn í feluleik
árið 1975 finnst
loksins.
Ertu búinn að
kíkja á nýja vakta-
planið, Pondus?
Þú ert á nokkr-
um dimmum
næturvöktum á
leið 43!
Það efa ég!
Ég var rétt
í þessu að
segja upp.
Segja
upp?!
Hvað
með leið
43?
Já. Ég mun
taka yfir barinn.
You‘re on your
own, kids!
Ekki að
keyra
strætó?
Rétt!
Hver á
þá að
keyra
leið
43?
Það mun
einhver
annar
gera, Ívar.
Eigum
við eftir
að sjá
þig ein-
hvern
tímann
aftur?
Húgó! Við vitum
hvar barinn
er. Við erum
þar næstum
daglega.
Það er satt.
Þar getum
við fært þér
fréttir af leið
43.
Takk og
guði sé lof.
Get ég feng-
ið álit hjá
þér varðandi
eitt? Auðvitað.
Mér finnst öfugt við
það sem þér finnst.
Ertu viss?
Alveg
viss.
Nú,
jæja.
Mundu það
í næsta sinn
þegar þú
kaupir föt á
mig.
Allt í lagi, ég er
búin að gera
bökurnar en ég á
enn eftir að kaupa
í fyllinguna.
Af hverju gerir þú svona
mikið mál úr þakkar-
gjörðarmáltíðinni?
Skelltu bara kalkúninum
inn í ofninn og þar með er
það búið!
Mig vantar þá í fyll-
inguna, kál, ber … Lof
mér að
útskýra...
GÓÐAR
FRÉTTIR
Frídreifing verður áfram á höfuðborgarsvæðinu, suðvestur-
horninu, Akranesi, Reykjanesi, Akureyri, í Borgarnesi og Árborg.
Nú verður Fréttablaðið líka aðgengilegt í öllum öðrum
landshlutum og fæst í lausasölu á kostnaðarverði.
Þeir sem hafa áhuga á að fá blaðið til sölu á kostnaðarverði
vinsamlegast hafi samband við Pósthúsið í síma 585 8300.
Patreksfjörður
Bakkafjörður
Raufarhöfn
Sauðárkrókur
Víðigerði
Stöðvarfjörður
Skagaströnd
Hrísey
Grundarfjörður
Hér færðu Fréttablaðið á kostnaðarverði:
Nú er Fréttablaðið
aðgengilegt hringinn
í kringum landið.
Ásbyrgi Verslunin Ásbyrgi
Bakkafjörður Mónakó
Baula Verslun
Blönduós N1
Potturinn og pannan
Dalvík N1 – Olís
Egilsstaðir N1
Eskifjörður Shell skáli
Kría veitingastaður
Fellabær Olís
Hella Olís
Hellissandur Hraðbúð N1
Shell
Húsavík N1 – Olís – Shell skáli
Hvolsvöllur N1 – Söluskálinn Björk
Höfn N1 – Olís
Ísafjörður N1
Kópasker Búðin Kópasker
Hrísey Eyjaljósið
Neskaupstaður Olís
Ólafsfjörður Olís
Ólafsvík N1 – Olís
Patreksfjörður Grillskálinn Patreksfirði
N1
Raufarhöfn Verslunin Urð
Reyðarfjörður N1 – Olís – N1
Rif Umboð Shell / Tandur
Sauðárkrókur N1 – Shell skáli
Hlíðarkaup
Siglufjörður Olís
Skagaströnd Olís
Staðarskáli N1
Stykkishólmur Bónus – Olís – Bakarí
Stöðvarfjörður Brekkan veitingastaður
Víðigerði Verslunin Víðigerði
Vík N1
Vopnafjörður N1
Þórshöfn N1
Allt sem þú þarft...
Hægt er að fá Fréttablaðið sent
frítt í tölvupósti á morgnana
eða nálgast það á Visir.is.
Grundarfjörður Hrannarbúð
Aðventustreitan kom eins og himnasend-ing inn í kalið hjarta samfélagsins. Að
minnsta kosti frá síðustu jólum höfðum við
mest verið fjúkandi reið, bitur, sár, dofin og
brjáluð; það eitt og sér er sligandi til lengd-
ar. Svo jólaannirnar voru þrátt fyrir allt
kærkomið tækifæri fyrir væmnu tilfinn-
ingarnar sem höfðu legið næstum ónotaðar
í brjóstkassanum of lengi. Enda voru þær
dálítið stirðar í gang svo um tíma vakn-
aði uggur um að allar sykursætar kenndir
hefðu hrunið með genginu en sá ótti reynd-
ist sem betur fer ástæðulaus.
ÞVÍ einmitt í desember er upp-
lagt að klökkna svolítið. Eftir
allt saman reyndist mitt eigið
hjartnæma tilfinningaróf mjög
vel nothæft, það uppgötvaðist á
sérstakri jólafimleikasýningu
Gróttu. Þar táraðist ég auðvit-
að yfir minni eigin dóttur sem
er sjálfsagður réttur hverrar
móður, hvað hún var hugrökk,
sterk og fim, svona lítil! Og fyrst
ég var nú einu sinni komin í gang
þá grét ég líka hástöfum yfir öllum
hinum fimleikabörnunum sem
eru tvö hundruð talsins. Það var
agga smá vandræðalegt að grenja
svona yfir að ókunnugir unglingar
gætu farið í splitt og brú, en útrás-
in var á við marga fokdýra sál-
fræðitíma. Undir hjartahlýju og umburð-
arlyndi desembermánaðar kyntu svo
jólalögin alla daga, skreytt með röndóttum
brjóstsykurstöfum, glimmeri og piparkök-
um. Og yfir nógu var að klökkna til viðbót-
ar við börnin, til dæmis hjálparstofnunum,
eldgömlum jólaföndurskreytingum, ástrík-
um kveðjum í Ríkisútvarpinu, friðargöngu
á Þorláksmessu og sígildri endursýningu
heima í stofu á Love Actually.
EFTIR markvissan upptakt að jólum allan
mánuðinn er endir bundinn á dásemdirnar
einmitt í dag. Í fréttatímum dagsins verður
skautað hratt yfir sætu fréttirnar og krútt-
legu stemminguna sem er líka kannski að
verða dáldið þreytt, því öll áherslan verður
á æsispennandi hátíðarútgáfu af umræð-
um um Icesave. Tíðindi dagsins verða
þannig álíka jólaleg og hressileg gubbu-
pest. Óþarfa ást á mannkyni öllu ætti því
ekki að há okkur mikið lengur. Sjálfri mér
til hróss vil ég taka fram að þetta er í eina
og síðasta skiptið í bakþönkum mínum sem
ég skrifa orðið Icesave.
KÆRAR þakkir fyrir að umbera pistlana
mína svona lengi en eftir næstum fjögurra
ára regluleg skrif í þennan dálk hef ég nú
ákveðið að segja þetta gott. Takk fyrir ótal
kveðjur, takk fyrir mörg bréfin, takk fyrir
öll fallegu orðin. Og nú klökkna ég smá að
lokum.
Klökkar kærleikskveðjur