Fréttablaðið - 28.12.2009, Side 50

Fréttablaðið - 28.12.2009, Side 50
42 28. desember 2009 MÁNUDAGUR 3. janúar – Ódýrt spaug Í byrjun janúar bárust þær fréttir að áramótaskaupið hefði kostað 26 milljónir. Silja Hauks- dóttir, leikstjóri Skaupsins, fékk því fjórum milljónum minna til ráðstöfunar en Ragnar Bragason árið áður. 4. janúar – Björk á heilsuhæli í Litháen Björk Guðmundsdóttir glímdi við erfiðleika með rödd sína. Hún fór til Englands daginn eftir Náttúru- tónleikana þar sem hún dvaldi næstu tvær vikurnar og hitti sérfræðinga. Eftir það var hún á heilsuhæli í Litháen. 15. janúar – Sveppi gerir bíó- mynd Í byrjun árs bárust fréttir af því að sjónvarpsmaðurinn Sverrir Þór Sverrisson ætlaði að ráðast í gerð bíómyndar. Algjör Sveppi og leitin að Villa var svo frumsýnd seinna á árinu og naut gríðarlegra vinsælda. 24. janúar – Danir hjálpa til Stærsta rokksveit Dana, Disney- land after Dark eða D-A-D, kom til Íslands og hélt styrktartónleika fyrir Íslendinga í Danmörku á Nasa 24. janúar. D-A-D var til langs tíma sú hljómsveit sem sló lokapunktinn á Hróars- kelduhátíðina og þekkja hana marg- ir Íslend- ingar. 28. janúar – Íslendingar safna lopapeysum handa Bretum Arnarfellið hélt til Hull í janúar með tuttugu tonn af hvers kyns lopavörum, rúma fimmtíu rúm- metra af lopapeysum, síðbrókum, húfum og vettlingum. Heimir Karlsson og Kolbrún Björnsdóttir í útvarpsþættinum Ísland í bítið hófu söfnunina fyrir breska eldri borgara. 12. febrúar – Jóhanna vinnur undankeppni Eurovision Jóhanna Guðrún vann íslensku undankeppni Eurovision með lagið Is It True. Ingó Veðurguð var í öðru sæti með lagið Undir regnbogann. 18. febrúar – Sigur Rós með tvenn verðlaun Hljómsveitin Sigur Rós hlaut tvenn verðlaun þegar Íslensku tónlist- arverðlaunin voru afhent í fimmtánda sinn í febrúar. Meðlimir sveitarinnar voru verðlaunaðir sem höf- undur ársins auk þess sem plata Sigur Rósar, Með suð í eyrum við spilum endalaust, var valin besta platan. 19. febrúar – Björn Jörundur: Ég er ekki góð fyrirmynd „Þegar ég var ungur var Bubbi Morthens mín fyrirmynd. Þetta er kannski afleiðing af því,“ sagði Björn Jörundur eftir að nafn hans kom upp í tengslum við fíkniefnamál. Miðvikudagur 4. mars – Skrifar ævisögu Villa Vill Jón Ólafsson tók að sér það verkefni að rita ævisögu Vil- hjálms Vilhjálmssonar heitins. Sena gaf út bókina og var þetta í fyrsta sinn sem fyrirtækið gaf út bók. Laugardagur 7. mars – Tísku- drottningar í harðvítugum deilum Frönsk verksmiðja tilkynnti Ástu Kristjánsdóttur að fyrirtækið væri hætt við að framleiða fatnað E–label. Ástæða riftunarinnar var sögð sú að Svava Johansen, eigandi tískukeðjunnar NTC, hefði hótað að draga viðskipti sín til baka ef ekki yrði hætt að framleiða E–label í verksmiðjunni. Laugardagur 14. mars – Vaktmenn verða kvik- mynd Kvikmynd byggð á Nætur- vaktinni, Dagvaktinni og Fangavaktinni fær vilyrði fyrir styrk úr Kvikmynda- sjóði. Hún varð síðar að Bjarnfreðarsyni sem var frumsýnd um jólin. 15. apríl – Fimm þúsund sáu Draumalandið Tæplega fimm þúsund manns sáu Drauma- landið, heimildar- mynd Andra Snæs Magnasonar og Þorfinns Guðnasonar, um páskahelgina. 13. maí – Fékk sjö millj- óna styrk. Þorvaldur Davíð Kristjáns- son, nemi við leiklistardeild Juilliard–listaháskólans í New York, fékk óvæntan glaðning í síðustu viku þegar hann fékk styrk frá The Robin Williams Schol- arship en hann hljóðar upp á sjö og hálfa milljón íslenskra króna. 17. maí – Silfurstelpan Jóhanna Jóhanna Guðrún Jónsdótt- ir lendir í öðru sæti í Eurovision í Moskvu. Þjóðin fer á hvolf og tekur á móti henni sem þjóðhetju. 30. maí – Lisbeth Salander kemur til Íslands Tekist hafa samningar milli dreifingarfyrirtækisins Senu og Nordisk film um að kvikmyndin Karlar sem hata konur verði sýnd hér á landi. Myndin var frumsýnd 22. júlí og aðal- leikkona myndarinnar, hin sænska Noomi Rapace, var viðstödd frum- sýninguna. 3. júlí – Vesturport og Cave vinna saman Leikhópurinn Vesturport og Nick Cave ákveða að vinna saman að nýrri leikgerð af Faust. Nick Cave og félagi hans Warren Ellis semja tónlistina. 8. júlí – Jóhanna semur við Warner Jóhanna Guðrún semur við útgáfurisann Warner um útgáfu á plötu hennar Butterflies and Elvis í Evrópu. 14. júlí – Borgin stofnuð Hljómplötuútgáfan Borgin er stofnuð af Steinþóri Helga Arnsteinssyni, Guðmundi Kristni Jónssyni og Baldvin Esra Einars- syni. 18. júlí – Rússnesk stórmynd á Íslandi Saga Film tilkynnir að rússneski leikstjórinn Aleksandr Sokurov mun taka upp stórmynd á Íslandi. Sigurður Skúlason fer með hlut- verk í myndinni. 23. júlí – Stofnar útvarpsstöð Einar Bárðarson stofnar útvarps- stöðina Kaninn sem er staðsett á Keflavíkurflugvelli. Tvíhöfði og Gulli Helga snúa aftur á öldur ljósvakans. 12. ágúst – Forman heiðursgestur Leikstjórinn Milos Forman verður heiðursgestur Alþjóðlegrar kvik- myndahátíðar í Reykjavík, RIFF. 19. ágúst – Kokkar mótmæla Matreiðslumennirnir Úlfar Eysteins- son og Tómas Tómasson mótmæla háum stýrivöxtum með skeggvexti. 25. ágúst – Dorrit reddaði Winslet Forsetafrúin Dorrit Moussaieff fékk leikkonuna Kate Winslet til að tala inn á heimildarmyndina Sólskins- drengurinn. 2. sept – Íslensk hönnun í Top Shop Vörur frá E-label, fatamerki Ástu Kristjánsdóttur og Hebu Hallgríms- dóttur, eru farnar í sölu í verslun Topshop við Oxford Circus í London. 8. sept – Tískuvikan var hryllileg, algjör hörmung Blaðamaðurinn Cator Sparks var ekki hrifinn af Iceland Fashion Week: sýningarpallurinn samanstóð af stöflum af íslenskum vatnsflösk- um á vörubrettum og sýningin var haldin í miðri bæjarhátíð! Þetta var hræðilegt!“ 7. október – Reykjavík-Rotterdam í Hollywood Bandarískir kvikmyndavefmiðlar greina frá því að Mark Wahlberg muni leika aðalhlutverkið í endurgerð á íslensku kvikmyndinni Reykjavík-Rotterdam sem Óskar Jónasson leikstýrði. 14. okt. – Westlife til Íslands „Þeir ætla að hafa svona snjó-áherslur í myndbandinu, jökla og ísjaka,“ segir Leifur B. Dagfinnsson hjá framleiðslufyr- irtækinu True North. 31. okt. – Á toppnum í Færeyjum og á Íslandi Félagarnir Friðrik og hinn færeyski Jógvan eru í efsta sæti vinsældalista, bæði á Íslandi og í Færeyjum. 3. nóvember – Samdi dans fyrir Shakiru Katrín Hall kemst í kastljósið þegar Fréttablað- ið greinir frá því að hún hafi samið dans fyrir kólumbísku þokkadísina Shakiru. 7. nóvember – Nylon til Hollywood Söngflokkurinn Nylon lætur á sér kræla á ný þegar stúlkurnar þrjár semja við Hollywood Rec- ords. Þær breyta um nafn; heita nú The Charlies. 20. nóvember – Ragnar á Sundance Myndbandsverk Ragnars Kjartanssonar er valið til sýningar á Sundance-kvikmyndahátíðinni sem er hugarfóstur Roberts Redford. 27. nóvember – Beyoncé kaupir íslenska hönnun Bandaríska söngkonan Beyoncé mætir í Top Shop í London og líst svona ljómandi vel á heavy metal-sokkabuxurnar frá íslenska fyrirtæk- inu E-label að hún fjárfestir í þeim. 28. nóvember – Kylie bætist í hópinn Ástralski söngfuglinn Kylie Minogue tilkynnir að hún muni klæðast skóm frá íslenska fyrirtækinu Gyðju á tónleikaferð sinni. Árið 2009 var gott ár í íslenskri dægurmenningu. Íslenskir hönnuðir sigruðu heiminn og seldu stórstjörnum vöru sína, Ragnar Kjartansson sló í gegn í Feneyjum og Baltasar Kormákur seldi kvikmyndaréttinn að Reykjavík- Rotterdam sem Mark Wahlberg mun leika í. Stefán Karl Stefánsson vann hug og hjörtu íbúa Hollywood með frammistöðu sinni í The Grinch og Fangavakt- in tröllreið öllu í íslensku sjónvarpi. Tveir kokkar söfnuðu skeggi í mótmæla- skyni við háa stýrivexti Seðlabankans og svona mætti lengi telja. Fréttablaðið rifjar upp helstu atburði ársins 2009. Árið sem Ísland lifði af 28. apríl – Anna frumsýnd í Cannes Stuttmyndin Anna eftir Rúnar Rúnarsson hefur verið valin á Cannes–hátíðina í maí. Þetta er í annað sinn sem Rúnar hlýtur þennan heiður. 31. apríl – Innhverf íhugun Lynch til bjargar Íslandi í kreppu David Lynch kom til landsins og flutti fyrirlestur um innhverfa íhugun, eða transcendental meditation eins og hún kallast á ensku. 1. júní – The Silver kemur á markað Logi Geirsson og Björgvin Páll Gústafsson setja á markað gel sem heitir höfuðið á fræknum silfurverðlaunum kappanna, The Silver. 4. júní – Laxness á arabísku Samningar nást við Arab Scientific Publisher um að gefa Halldór Laxness út á arabísku. Brekkukotsannáll verður fyrsta bókin. 10. júní – Bubbi í Good Morning America Þáttastjórnendur Good Morn- ing America vinna innslag með Bubba undir yfirskrift- inni The Icelandic Phen- omenon – eða íslenska undrið 19. júní – Ósáttir við borgarlistamann Áheyrnarfulltrúar Banda- lags íslenskra listamanna, BÍL, í menningar– og ferða- málaráði lögðu fram bókun við þá ákvörðun að Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður var útnefnd borgarlistamaður. Reykjavíkurborgar. 30. júní – Kalli Bjarni snýr aftur Kalli Bjarni í æfingabúðum með glænýrri hljómsveit. Karl Bjarni Guðmunds- son, betur þekktur sem Kalli Bjarni, söngvarinn, sem heillaði þjóðina upp úr skónum í Idol–stjörnuleit Stöðvar 2, sat bak við lás og slá nánast samfleytt síðan í júní 2007 en var látinn laus 2. ágúst á þessu ári.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.