Samtíðin - 01.12.1956, Side 11
10. hefti 23. árg,
Nr. 228
Desember 1956
TIMARIT TIL SKEMMTUNAR OG FRÖÐLEIKS
SAMTIÐIN kemur út mönaíSarlega nema í jan. og ágúst. Ritstjóri og útgefandi: Sigurð-
ur Skúlason, Reykjavík, sími 2526, pósthólf 472. Árgjaldið, 45 kr. (erl. 55 kr.), greiðist
fyrirfram. Áskriftir miðast við siðustu áramót. Áskriftargjöldum veitt móttaka i Bœk-
ur og ritföng hf., Austurstræti 1. — Félagsprentsmiðjan hf.
/Iur)i‘i7«r) fer ohkur frant 1
MJÖG HÆPIÐ orðtak segir: „Það er
erfitt að kenna gömlum hundi að sitja.“
Trúið þið þessu? Nei, fyrir alla muni.
Segið heldur, að það hafi hrokkið út úr
einhverjum orðheppnum rudda, þegar illa
stóð í bælið hans. Við skulurn athuga
þetta svokallaða spakmæli örlítið nánara.
Það hefur auðvitað lifað á þeirri bjarg-
föstu trú fólks, að það hlyti að vera heil-
agur sannleikur. Menn trúðu því líka frá
því í fornöld og allt fram á miðaldir, að
konur hefðu færri tennur en karlar, og
átti það að vera ein af röksemdunum fyr-
ir því, að þær skyldu vera mönnum sínum
undirgefnar. Það liðu sem sagt margar
aldir, áður en menn leyfðu sér að skyggn-
ast upp i konu og telja í henni tennurn-
ar. En nú skulum við athuga þann vís-
dóm, að örðugra sé að læra, eftir því sem
við eldumst og að erfitt sé að kenna göml-
um „hundi“ að sitja.
Frægur sálfræðingur við Columbia-há-
skólann í New York, Edward L. Thorn-
dike að nafni, hefur árum saman unnið
að því að afsanna þessa fásinnu. Rann-
sóknir hans hafa leitt í ljós, að roskið
fólk á oft miklu auðveldara með að læra
en ungt fólk. Gerðar voru tilraunir á
skólastjórum og kennurum, og sýndu þær,
að fólk á aldrinum 40—49 ára átti miklu
hægara með að læra en fólk á aldrinum
30—39' og 20—29 ára. Af tveim stórum
hópum, sem tilraunir voru gerðar á, mátti
sjá, að unglingar á aldrinum 10—14 ára
áttu miklu örðugra með að læra en fólk
á aldrinum 15—45 ára. Erlend niál lærði
tvítugt fólk á helmingi skemmri tíma en
18 ára gamalt fólk, og 65 ára gamlir
menn voru talsvert næmari en 14 ára
unglingar. Yngstu börnin voru tornæm-
ust. Sextugur ma'ður reyndist ekki lak-
ari námsmaður en hann hafði verið hálf-
þrítugur.
Næmi og greind er sitt hvort, enda þótt
skylt sé og saman slungið á marga vegu.
Þær rannsóknir, sem hér hefur verið
drepið á, hafa orðið til þess að veikja
stórum þá steinrunnu bábilju, að menn
gerist ógreindari með aldrinum. Thorn-
dike hefur rannsakað ævistörf 400 svo-
nefndra mikilmenna og komizt að þeirri
niðurstöðu, að þeir hafi verið orðnir að
meðaltali 47/2 árs gamlir, er þeir inntu
af hendi mestu afrek sín. Tónsnillingarn-
ir voru einu ofurmennin, sem unnu stór-
virkin á unga aldri.
Auðvitað fer okkur fram, og hver veit,
nema við verðum elnhvern tima það
skynsöm, að við afnemum lögin, sem
banna embættismönnum okkar að sinna
öðrum opinberum störfum en alþing-
issetu og ráðherradómi, eftir að þeir eru
orðnir sjötugir, sem vissulega er enginn
aldur nú á dögum.