Samtíðin - 01.12.1956, Side 13

Samtíðin - 01.12.1956, Side 13
SAMTÍÐIN 5 *ljt)œcýurlacýó textinn Tehús Ágústmánans Heill saumaklúbbur reykvískra yngis- meyja, sem segjast Iesa Samtíðina upp- liátt á saumafundum sínum, sendir okkur kærar kveðjur og biður okkur að birta: Vísuna um Jóa Hún er eftir L. Guðmundsson, sungin af Hauki Morthens á H. M. V. plötu nr. JOR228. Gjörið þið svo vel: Tökum lagið, lyftum skál, meira fjör, meira fjör, meira fjör, — ekkert rjál, sagði Jói. Þegar vermir veigabál, verður létt um söng og mál. Nú er röddin þýð og þjál, — sagði Jói. Þegar gengið var í dans, — meira fjör, meira fjör, meira fjör, ekkert stanz, — sagði Jói. Síðuhnykk af völdurn hans margur hlaut í Óla skans ... Hart á stjór, — Far vel Franz, sagði Jói. Þætti fæstum fært — á sjó, meira fjör, meira fjör. meira fjör, — við róum þó, sagði Jói. Tæki að svarra’ í segli’ og kló, Jói sat við stýri’ og hló. Á sjó er svigrúm einum nóg, sagði Jói. Þótt hann ætti aldrei neitt nema aðeins eitt — meira fjör, meira fjör, — ei annað neitt, bað hann Jói. Gæti’ ei fjörið manni fleytt gegnum lífið yfirleitt, kemur stríðið út á eitt, sagði Jói. Tökum lagið, lyftum skál, meira mjör, meira fjör, meira fjör, — drekkum skál þína, Jói. Þegar vermir veigabál, verður létt urn söng og mál. Nú er röddin þýð og þjál, sagði Jói. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ hóf í október sýn- ingar á þessum góðlátlega, ameríska gam- anleik. sem Bandarikjamenn liófu til skýjanna með verðlaunum og geysiað- sókn 1953—54. íslendingum hefur einnig geðjazt að fyndinni ádeilu hins irskkynj- aða höfundar, Jolins Patricks, á amerískt hernám á Okina'wa og mannlegan breysk- leika i því sambandi. Leikendum okkar tókst eftir hætti furðuvel undir stjórn Einars Pálssonar að túlka austurlenzkt málfar og æði, en leiktjöld Lárusar Ing- ólfssonar áttu sinn þátt i hinni austrænu heildarmynd. Mest mæddi á Val Gíslasyni, Rúrik Haraldssyni (í hlutverkum amer- ískra herforingja) og Lárusi Pálssyni, sem lék austurlenzkan túlk, Sakini, af næmri innlífun, en fáguðu hlutleysi. Myndin er af Lárusi í þessu aðalhlut- verki leiksins. IVl U M I Ð Nora Magasín ORLOF VÍSAR VEGINN FERÐASKRIFSTOFAN O R L O F H.F. Hafnarstræti 21. Reykjavík. Sími 82265.

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.