Samtíðin - 01.12.1956, Page 21

Samtíðin - 01.12.1956, Page 21
SAMTÍÐIN 13 háls hans með krampakenndu á- taki. Hún þrýstir andliti hans að sér og finnur heitar, blóðríkar varir hans á munni sér. „Madamehvíslar hann. Hún svarar engu, en þrýstir hon- um aðeins að sér. Henni finnst un- aðslegt að kyssa hann, hugsar hún. Svo sígur á hana mók. Hún heyrir liann hvísla ástarorðum í eyru sér. Hún þarf ekki lengur að vera að þvinga hann til að kyssa sig. Hann gerir það ótilkvaddur. Hún lofar honum að gera það. Hún finnur kossa hans hrenna um allt andlit sér, á augunum, vörunum, kinnun- um. Hún finnur heitar varir hans á hálsinum á sér. Hún malar eins og köttur í örmum hans. Ég haga mér eins og lauslætisdrós, hugsar liún, en það er sjálfsagt loftinu að kenna, þ,essu unaðslega, tæra lofti. Svo slítur hún sig allt í einu af honum. Hún sprettur á fætur. Hún skammast sin, fyrirverður sig ó- skaplega fyrir sjálfa sig. Hann situr enn flötum beinum í snjónum og horfir á hana. Hún veit ekki, livern- ig hún fer að setja á sig skíðin, en þegar hún er búin að koma þeim á sig, r.ennir hún sér niður hrekkuna á flevgiferð. ÞEGAR HÚN KEMUR aftur upp i herbergið sitt, fleygir hún sér laf- móð á rúmið og liggur þar grafkyrr, stynjandi. Marisa, herhergisþern- an, röltir um og sinnir henni. „En hvað frúin er frískleg að sjá,“ segir hún, „hress og hamingjusöm.“ Frúin hlær. Hún vætir varirnar með fagurrauðum tunguhroddinum. Hún finnur enn kossana lians. Hver skyldi hann hafa verið, þessi ungi maður, hugsar hún. Sýnilega mennt- aður, úr því hann talaði frönsku. Hún liafði veitt því athygli, að þeir voru ekki margir, sem töluðu frönsku í þessu landi. Ef til vill auð- ugur ferðamaður eins og hún sjálf. Ef til vill hittast þau aftur. Hver veit, nema hún geti enn gert karl- mann ástfanginn í sér, þrátt fyrir fjörutíu árin. Nú þarf liún á hjóna- bandinu að halda, fremur en nokk- uru sinni áður. Hún er að byrja að finna til einstæðingsskapar. Frúin sefur vært. Þegar hún vaknar, er kominn mið- degisverðartími. Hún klæðir sig af mikilli vandvirkni og v,elur sér við- eigandi ilmvatn. Svo litur hún nið- ur. Þegar hún gengur niður stigann niður í anddyrið, hrekkur hún við. Hann stendur þarna niðri. Hún lítur á hann. Hann er klæddur hláum ein- kennisbúningi, sem fer honum vel. Hann er með gylltar snúrur á liand- leggjunum. Á höfðinu er hann með kaskeiti, sem á stendur: dyravörð- nr með stöfum úr málmi. Hann opn- ar og lokar dyrunum fyrir öllum, sem koma og fara. Frú Dolnay snýr undir eins við og skundar til herhergis síns. Aftur flevgir liún sér á rúm sitt, en nú hlær hún ekki. Hún grætur — krampakenndum gráti. Marisa, herhergisþernan, hristir liöfuðið. Frúin er svo skrítin, hugs- ar hún. Frúin er að verða gömul. Svo fer hún frá henni og gengur niður i

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.