Samtíðin - 01.06.1957, Page 7

Samtíðin - 01.06.1957, Page 7
5. hefti 24. árg. Mr. 233 Júní 1957 TÍMARIT TIL SKEMMTUMAR OG FRÓÐLEIKS SAMTÍÐIN kemur út mánafSarlega nema í jan. og ágúst. Ritstjóri og útgefandi: Sigurð- ur Skúlason, Reykjavík, síini 2526, póstliólf 472. Afgreiðslusimi 81985. Árgjaldið, 45 kr. (erl. 55 kr.), greiðist fyrirfram. Áskriftir miðast við síðustu áramót. Áskriftargjöld- um veití móttaka i Bækur og ritföng hf., Austurstræti 1. — Félagsprentsmiðjan hf. SIGURÐUR SKÚLASDN: Flugiélatf lslands tí itmanaótutn ÞEGAR ÞESSAR LÍNUR birtast, á eitt af rismestu fyrirtækjum Islendinga, Flugfé- lag íslands hf., tvítugsafmæli. Saga félags- ins hefur áður verið rakin í höfuðdráttum i ferða- og flugmálaþáttum okkar. Því er síður ástæða til að líta um öxl á þessurn tímamótum, enda stendur félagið nú í stórræðum, sem beina huganum í fram- tíðarátt. Flugfélag íslands á mikil ítök í íslend- ingum. Ber ýmislegt til þess. Fámenn þjóð í stóru, strjálbyggðu landi, þar sem landsamgöngur geta stöðvazt fyrirvara- laust að kalla og teppzt tímunum saman, fagnar flugsamgöngum af heilum hug og telur þær auk heldur lífsnauðsyn. Fólk, sem ætlar sér héðan til útlanda og þarf að hafa, hraðan á, hugsar gott til þess að geta skotizt til London á 4 klst. og Kaup- niannahafnar á 4(4 klst., svo að tveir vin- sælir áfangastaðir F. í. séu nefndir. Enn ber það til, að þjónusta félagsins hefur, þrátt fyrir ýmsa vaxtarörðugleika, fnan verið með ágætum. Það væri efni í langa ritgerð að gera grein fyrir þeim menn- ingaráhrifum, sem félagið hefur haft á tuttugu ára ævi og lýsa fögnuði, er einatt vaknaði í brjóstum íslendinga við að sjá flugvélar þess og starfslið á stórum, er- lendum flugvöllum, haldandi til jafns við afburða flugþjónustu margfalt stærri og auðugri þjóða. Þar kenndi íslenzks mann- dóms og myndarbrags. Örn Ó. Johnson forstjóri hefur stjórn- að Flugfélagi íslands með varúð, stórhug og framsýni. Hann hefur stýrt því gegn- um stormsveipi örðugleikanna fyrir sitt leyti eins og hann kleif eitt sinn sem kornungur flugmaður fárviðrisbelti sunn- an undir Vatnajökli og barg þá lífinu með snarræði og karlmennsku á næsta litlum og veikbyggðum farkosti. Hann hefur kunnað að grípa og gernýta tækifærin, þegar hann hefur séð félagi sínu heppi- legan leik á borði. Mesta átakið í þeim efnum eru kaupin á tveim nýjum V i c k- ers Viscoun t-flugvélum — um það bil 45 millj. kr. fjárfesting — sem hann annaðist í London í marz sl. vetur. Þeir ágætu farkostir munu í skjótri svipan gerbreyta millilandaflugi F. í. og efla auk þess innanlandsflugið að miklum mun, m. a. með tilkomu Sólfaxa á þeim leiðum. Kunnugir fullyrða, að hinar nýju flug- vélar F. í. mætti nú þegar selja fyrir miklu hærra verð en þær kostuðu. Afmælisósk mín til F. I. er sú, að hér verði sem allra fyrst reist nýtízku gisti- hús, er hýst geti ferðafólk í samræmi við flutningsgetu félagsins. Til þess er illt að vita, enda mikið gjaldeyristjón, ef myndarbragurinn í rekstri F. í. verður lengur en orðið er torveldaður að mun með þeim fádæma frumstæða kotungs- brag, sem enn ríkir i íslenzkum gistihúsa- málum.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.