Samtíðin - 01.06.1957, Side 9
SAMTÍÐIN
5
Sem eldur hún logar við hjartarætur.
Því kyssum vér heitar en hinir!
Hæ, stillið strengina hærra.
Nú stigið skal þétt á fjöl
og upp með sjómannasöng.
Skál yðar skrautbúnu hallir.
Vér örskammar stundir hér unað getum.
Vor útþrá og heimþrá er jöfn á metum.
Við siglum við sólris allir. :,:
:,: Mann þyrstir til sjós, mann þyrstir
til sjós.
Við siglum við sólris allir. :,:
l\lú blaðmjúk grösin
Nú blaðmjúk grösin rísa úr rakri mold,
og rósir springa út og fögru skarta,
fuglarnir syngja’ á flugi’ um loftin blá
fagnaðarsöngva út á heiðið bjarta.
Kliðmjúkar öldur falla á fjörusand,
fossarnir þyrla silfri’ að bergi háu,
og elfan niðar unaðslega þýtt
sinn útfararsöng á leið að hafi bláu.
Guðm. Stefánsson,
Hrafnhóli.
Frú, sem var aö koma frá útlönd-
um, sagöi viö tollara: „Þegar svona
kalt er, þori ég ekki annaö en vera
meö þrjá pelsa, tólf pör af undir-
fötum og tuttugu pör af nælonsokk-
um.“
Faöirinn: „Maöur, sem kann þá list
aö þegja og hlusta á þaö, sem aörir
segja, kemur sér ekki .einungis alls
staöar vel, heldur fræöist hann líka
um ýmislegt, drengur minn.“
ALLAR BÍLAVÖRUR
verður hagkvæmast að kaupa hjá
Kristni Guðnasyni
Klapparstíg 27. — Sími 2314.
yy ÁstíMwnál yy
Greindur, ófríður maður gerir
öðru hverju lukku hjá kvenþjóð-
inni, en laglegur bjáni regnist al-
veg ómótstæðilegur. — Thackerag.
Móses mat konuna miklu meira
en margir aðrir Austurlandabúar
og Múhameðstriiarmenn nú á dög-
um. Þeir fullgrða, að hún fái alls
ekki að komast í Paradís. Múham-
eð hefur gert hana útlæga þaðan.
Ef til vill hefur hann litið svo á, að
Paradís mgndi ekki verða neinn
sælustaður, ef menn hittu þar fgrir
eiginkonur sínar. — Heine■
Þegar ég er kominn með annan
fótinn ofan í gröfina, skal ég segja
sannleikann um kvenþjóðina. Ég
skal segja hann, hlaupa síðan niður
í líkkistuna mína, láta lokið á hana
og segja: „tíerið þið nú það, sem
gkkur sgriist". — Leo Tolstog.
Rétt fgrir giftinguna verður unn-
ustinn andvaka heilar nætur af ein-
tómri umhugsun um eitthvað, sem
þú sagðir. Eftir brúðkaupið mun
hann sofna, áður en þú ert biiin að
Ijiíka setningunni. — Helen Row-
land.
fíezta húsfregja, sem hægt er að
hugsa sér, er sii, sem gerir allt það,
sem bezti eiginmaður, er hugsazt
getur, kgs helzt og alls eklcert ann-
að. — Berncird Shaiv.
Raflagnir. — Viðgerðir.
Vönduð vinna. — Fljót afgreiðsla.
Raftækiavinnustofa
Þorláks Jónssonar h.f.
Grettisgötu 6. — Sími 4184.