Samtíðin - 01.06.1957, Síða 14
10
SAMTÍÐIN
222. SAGA 5AMTIÐARINNAR
Er maðurinn með öllum mjalla?
„ÉG VERÐ alveg ringlaður innan
um allt þetta kvenfólk!“ sagði ungur
vinur minn, Torfi Brynjólfsson aug-
lýsingastjóri, og vatt sér fram úr ból-
inu. „Alls staðar er kvenfólk, hvar
sem maður situr eða stendur, smá-
vaxnar stúlkur, feitar konur, grann-
ar meyjar, kvenfólk í bikini og bik-
ini-laust . . . hm . . ., það er að segja
í venjulegum sundfötum, svörtum,
livítum, rósóttum, alveg eins og smá-
börn i sandkassa. Ég hefði átt að taka
þetta frí uppi á fjöllum. Þar hefur
maður þó að minnsta kosti frið fyrir
öllu öðru en mýflugunum. En þær
eru nú ekki kröfufrekar, greyin. Þær
vilja bara bíta mann ósköp lítið og
búið“.
„Það er indælt“, sagði ég.
„Hvað í ósköpunum er indælt?“
hreytti Torfi úr sér í morgunfýlunni.
„Allt þetta yndislega kvenfólk“,
sagði ég. „Mér finnst þetta alveg
Ijómandi baðstaður“.
„Hér er bara eintómt kvenfólk!"
sagði Torfi og kveikti sér i sígarettu.
„Af hverju er enginn staður, þar sem
karlmenn geta verið út af fyrir sig?
Eða þessi ljóshærða við borðið undir
glugganum vinstra megin í borðstof-
unni?“
Ég lokaði augunum og smellti í
góm.
„Ef þú segir aukatekið styggðar-
yrði um hana, verð ég folcvondur“,
sagði ég. „En hvað finnst þér að
henni?“
Torfi gekk að glugganum, opnaði
hann og byrjaði á morgunleikfim-
ihni. Hann pataði til hægri og vinstri
og barmaði sér hástöfum:
„Hún . . . þessi ljóshærða . . . einn
— tveir — þrír . . . er bara farin að
gefa mér liýrt auga“.
Mér brá í brún, því að sú ljóshærða
var fallegasta stúlka, sem ég hafði séð
á tíu baðstöðum á jafnmörgum ár-
um. Hvað kynþokkann snerti, kom
bún manni nú blátt áfram í uppnám.
Sprengja! Nei, orð fá alls ekki lýst
því . . . Eftir að ég kom til baðstrand-
arinnar, hafði aðeins eitt vakað fyrir
mér: að lcoma þessari stúlku til við
mig, veita henni tækifæri til að líta
upp til mín, verða maðurinn í lífi
hennar . . .
„Hún hefur gefið mér auga, síðan
við komum hingað, sex —- sjö —-
átta“, sagði Torfi. „Á miðvikudaginn
fékk liún léð bjá mér blaðið úti á
ströndinni, ellefu — tólf. Það var,
þegar þú varðst að fara lieim á hótel,
af því þú bjóst við upphringingu. Og
eftir að hún hafði litið í blaðið, kom
hún til mín, aðeins andartak . . . átta
— níu . . . Og sú kunni nú að lokka
mann með yndisþokka sínum .. . einn
— tveir . . . Kristín Lúðvíks heitir hún
og hefur sjálfsagt verið gift þó nokkr-
um sinnum . . . f jórir — fimni . . . og'
svo_____“
„Spurði hún ekki, hver ég væri?“
stamaði ég eymdarlega.
„Nei“, sagði Torfi og gerði kröft-