Samtíðin - 01.06.1957, Síða 17
SAMTÍÐIN
13
á meira af svo góðu og lokaði augun-
um.
„Jæja — og hvað svo?“ hvíslaði ég.
Torfi starði á mig. „Hvað mein-
arðu með þessum sifelldu spurning-
um? Stúlkan er ágæt. Eh- það fleira,
sem þig langar til að vita? Og svo
bauð ég henni góða nótt, því ég var
þreyttur. Og þá sagði hún: Góða nótt.
Það var allt og sumt. Finnst þér ekki,
að við ættum að fá okkur einn tenn-
is í dag?“
NÖTTINA EFTIR. Klukkan hefur
víst verið orðin rúmlega tólf, þegar
ég uppgötvaði, að ég átti ekki fleiri
eldspýtur. Þá fór ég í baðsloppinn
minn og fékk mér smá næturgöngu
í hástemmdu skapi. Hér var ekki
nema um eitt að ræða: ég elskaði
hana, og ég ætlaði að elska hana.
Ég opnaði dyrnar hennar gætilega
og gekk inn. Hún sat fyrir framan
spegilinn og ætlaði að fara að snyrta
andlit sitt undir nóttina Hún var
fallega útitekin, einnig þar sem hún
hafði verið i baðfötunum. Balcið á
henni minnti mig á selló.
Hún sneri sér við og starði á mig
stórum augum.
„Þú,“ stundi hún, „hvað ert þú að
vilja hingað og það á þessum tima
sólarhringsins! Viltu gera svo vel og
rétta mér baðkápuna mína. Takk!“
Ég stóð beint fyrir aftan hana.
„Mig vantar eld,“ sagði ég.
„Gætirðu eklci reynt að fá hann
hjá honum Torfa?“
Nú var ég kominn nær henni.
„Torfa,“ sagði ég, „hann á engan
eld!“
Það vottaði fyrir brosi á andliti
hennar. Svo stóð hún upp, tók sígar-
ettukveikjara úr gulli á snyrtiborði
sínu og rétti mér hann. Ég kveikti í
sígarettunni. Hún stóð og horfði á
mig, eins og hún væri núna fyrst að
veita mér athygli. Og meðan hún
horfði á mig, livarf undrunin úr svip
hennar. Þá var eins og það rynni upp
fyrir henni Ijós.
„Þú hefur á réttu að standa," sagði
hún og dauft bros lék um varir henn-
ar. „Hann liefur eklci ...“
„Og nú skal ég fara,“ sagði ég, þó
það væri örðugt. „Takk — fyrir eld-
inn!“
„Nei,“ sagði Kristín, „þú skalt ekki
fara, ekki strax! Ekki alveg strax ...
Ég þarf að tala við þig!
VIÐ TÖLUÐUM saman í hálftíma.
Það var eins og Torfi hafði sagt. Hún
var gáfuð kona. Þess vegna kyssti ég
hana. Nú var hér enginn ispinni
framar. Það var eldfjall. Og síðan
varð samtal okkar dálítið einhliða.
Við sögðum aðeins tvö orð, tvö nöfn.
„0, Kristín!“ sagði ég.
„Herbert!“
„0, Stína mín.“
„Bert - - i!“
„Krist - - ín!“
Ég ætla ekki að þreyta þig, lesari
góður, með þessu fremur lijákátlega
samtali, enda þótt það væri bæði efn-
ismikið og örvandi, litla alfræðibók-
in elskendanna ... En þegar samtal
okkar stóð sem hæst, kom Torfi inn.
Hann leit á okkur, ákaflega fræði-
lega og rannsakandi, og síðan sagði
hann:
„Nú veit ég það, Kristín. Það er
alveg tilvalið að hafa myndir af þér