Samtíðin - 01.11.1957, Blaðsíða 7

Samtíðin - 01.11.1957, Blaðsíða 7
9. hefti 24. árg. Nr. 237 Nóvember 1957 TÍMARIT TIL SKEMMTUNAR OG FRÓÐLEIKS SAMTIÐIN kemur út mánaðarlega nema í jan. og ágúst. Ritstjóri og útgefandi: Sigurð- ur Skúlason, Reykjavik, sími 12526, pósthólf 472. Afgreiðslusimi 18985. Árgjaldið, 45 kr. (erl. 55 kr.), greiðist fyrirfram. Áskriftir miðast við siðustu áramót. Áskriftargjöld- um veitt móttaka í Rókaverzlun Isafoldar, Austurstræti 8. — Félagsprentsmiðjan hf. 5IGURÐUR SKÚLASDN: Fullkomin lestrarkunnátta er nauðsyn SKÓLAVIST er orðinn rítlegur hluti af ævi íslendinga, sem nú eru að komast á legg. Mikið ríður á, að æskulýður okkar hafi þeirrar löngu setu sem bezt not. Oft er talað um tornæmi og' námsleiða hjá isl. skólaæsku, og reynsla er fengin fyrir því, að bóknám ung-linga á aldrinum 13— 15 ára kemur sorglega oft að of litlum notum. Nemendur segja seinna sjálfir, að það hafi aðallega stafað af fullkomnu á- hugaleysi sínu, meðan þeir voru á gelgju- skeiðinu. En hér kemur fleira til greina. Ætla má, að nokkuð af því, sem oft er nefnt tornæmi, stafi einatt af lélegri lestrar- getu. Kennari í unglingaskóla sagði mér, að hann hefði kennt fámennum bekk sæmilega greindra nemenda (sem flestir skrifuðu læsilega rithönd) með undralé- legum árangri. Kom þá upp úr kafinu, að þeir voru yfirleitt svo illa læsir, að þeim reyndist bóknámið um megn af þeim sök- um. Lestrarkunnátta er undirstaða þess, að nemendur fái lært bókleg fræði sæmi- lega. Illa læs maður umgengst bækur með hálfgerðri minnimáttarkennd, sem getur snúizt upp í námsleiða og ímugust á því, sem nefnt er bókmenntir. Enskur menntamaðiu-, George Mell að nafni, hefur skrifað grein um lestrar- kimnáttu fólks. Hann segir: „Hraðlæs maður getur hæglega lesið meira en 1000 orð á mínútu, og þótt undarlegt kunni að virðast, man hann miklu meira af því.sem hann les, en sá, sem les þessi 1000 orð á tíu sinnum lengri tíma. Ef þú lest 600 orð á minútu, geturðu kallazt ágætlega læs. Maður, sem les 300 orð á mínútu, er í meðallagi læs, en sá, sem les færri en 225 orð á mínútu, er illa læs, og á sú geta við um 60% af fulltíða fólki í Bretlandi. Með nokkurri æfingu er auðvelt að auka lestr- arhraðann á skömmum tima, og við það eykst lestrarhneigð fólks ótrúlega. Þetta hefur sannazt við tilraunir, sem gerðar hafa verið á fullorðnu fólki í sambandi við hraðlestrarkennslu í NEW YORK CITY COLLEGE, og hafa þær verið sann- prófaðar í brezkum lestrarskóla. Þar voru fulltíða nemendur svo illa læsir, að þeir voru góða stund að baksa við að komast fram úr löngum orðum, og sum reynd- ust þeim gersamlega ofviða. Þegar þeir höfðu Ioks brotizt gegnum setningu, urðu þeir að lesa hana á nýjan leik til þess að reyna að átta sig á því, livaða hugsun fælist í henni. Stirðlæs maður verður að reyna að auka lestrarhraðann það mikið, að hann skynji ekki aðeins eitt orð, held- ur heila setningu í einu. Fátæklegur orða- forði eykst brátt með aukinni lestraræf- ingu.“ En eitt er að vera fluglæs í hljóði og annað að lesa þannig upphátt, að aðrir \

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.