Samtíðin - 01.11.1957, Blaðsíða 32

Samtíðin - 01.11.1957, Blaðsíða 32
28 SAMTÍÐIN lesendum, innan tveggja spjalda, sýn- ishorn af ritlist nokkurra liöfunda, sem eiga það einkum sameiginlegt að skrifa betur en aðrir. Auk þess eru þeir samtíðarmenn, og það er ekki ófróðlegt að heyra í einni bók ávæning af fjölbreytni hinnar beztu nútíma ritbstar i óbundnu máli.“ Sýni bókarinnar eru þessi: Inn til fjalla (Or „Sólon Islandus“) eftir Davíð, Drengurinn, eftir Gunnar, Na- póleon Bónaparti eftir Laxness, Hel ef tir Nordal, Æskuminningar Ásgríms málara eftir Tómas og Vatnadagur- inn mikli eftir Þórberg. Bækur af þessu tagi eiga sér þarft hlutverk með þjóðinni. Þeim ber að fagna. S. Sk. MUNIÐ að tilkynna Samtíðinni tafar- laust bústaðaskipti til að forðast vanskil. „Jæja, elskan, í dag lét ég loksins verða af því, sem þú hefur alltaf verið að skipa mér að gera. Eg dreif mig inn til forstjórans, sló í borði'ð hjá honum og sagði, að nú yrði hann að gjöra svo vel að hækka við mig kauyið.“ „Og kom það að tilætluðum not- um ?“ „Nei, því miður. Hann var nefnv- lega nýfarinn út að borða.“ „Fríkkaði hún móðursystir þín nokkuð við fegrunargrímuna, sem hún klessti framan í sig?“ „Já, meðan hún tolldi á henni.“ „Vinnukonan fór nú frá okkur bara alveg fyrirvaralaust „En ósvífin! Mín lofaði þó að vera, þangað til hún hefði náð sér í annan stað.“ VÉLATRYGGING islenzka verzlunarfélagið h.f. SÍMI 19943. — Laugaveg 23. Viljið þér tryggja hreyfilinn í bif- reið yðar, gegn úrbræðslu og óhóf- legu sliti. Við getum boðið yður slíka tryggingu fyrir ca. 100 kr. á ári miðað við 20.000 km. akstur. Tryggingin er, að nota LIQUI- MOLY reglulega á hreyfilinn. — Reynsla ótal manna hefur sannað að LIQUI-MOLY hefur bjargað hreyflinum frá algerri eyðilegg- ingu. Viðgerð á úrbræddum hreyfli kostar nú þúsundir króna, en ein dós af LIQUI-MOLY, sem dugar fyrir ca. 5000 km. akstur, kostar aðeins kr. 25,50. Heildsölu- birgðir af LIQUI-MOLY fyrir bifreiða- og bátamótora fyrir- liggjandi.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.