Samtíðin - 01.11.1957, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.11.1957, Blaðsíða 14
10 SAMTÍÐIN 227. SAGA SAMTÍÐARINNAR Og lyngið glðði HLlÐIN VAR ÖLL lyngi vaxin, og það sló gullnum roða á breiðurnar. Volg golan gældi við mann, þegar hún strauk kinnarnar. Einhvers stað- ar var maður’ að syngja, hreinni og tærri lágrödd, og niðri á sléttunni, milli laufgaðra trjánna, lyppaðist hvítur reykur frá báli, sem tatarar liöfðu kveikt úti fyrir tjaldbúðum sínum, letilega upp í loftið. Svala flaug svörtum vængjum í sólarátt, og suðið i fjölda önnum kafinna b)T- flugna úti' á smáragrundunum var leiðigjarnt og hafði svæfandi áhrif. Því var það, að stúlkan, sem lá endilöng á bakið með spenntar greip- ar undir hnakkanum, var syfjaðri en hún átti vanda til. Grænn, þunnur kjóllinn hafði dregizt upp á grönn, gullbrún lærin. Og þar sem hún lá þarna, virtist smáger, spengilegur líkami hennar renna saman við gróð- urinn, en ásjónan var myrk, svipur- inn óumbreytanlegur. Augun voru eins og tvær mj úkar vinþrúgur, dökk eins og náttmyrkur. Hún bar ósvik- inn tatarasvip, en við nána athugun kom í Ijós vottur af öðru ættarmóti, annarleg blóðblöndun. Ef til vill birt- ist það í mjúkum ávala liökunnar, löngum, fíngerðum höndunum eða í einskærri fegurð hins mikla, mjúka, jarpa hárs. Tatari af hálfu leyti, en hverra manna í hina ættina? Hún lyfti höfði, og andartak leið lculda- legt háðbros yfir ásjónu hennar. — Hvaða máli skipti það, þótt líf henn- ar hefði aldrei verið vitund frábrugð- ið venjulegri tataratilveru. Enda þótt hún hataði þetta líf af heilum hug, gat hún ekki annað en lifað því. Einhvers staðar kvað við áköf hundgá, og þá spratt hún á fætur, andvarpaði og liljóp eftir heitu, há- vöxnu, kitlandi grasinu i áttina til tjaldbúðanna. Það tók hana ekki langan tíma að skunda niður að gamla, hrörlega vagninum, sem hún kallaði heimkynni sitt. Dti fyrir hon- um stóð maður. Andlit hans var beinabert, augnaráðið eirðarlaust og hakan órökuð. I fyrstu var hún í vafa um, hvers konar náungi þetta væri. Hundarnir, sem hlekkjaðir voru við staur, geltu ákaft, en hún virtist láta sér fátt um það finnast. Samt laut hún niður að þeim, sem næstur henni var, og klappaði honum. Hann hætti að gelta og sleikti hönd hennar. „Hundar eru elskir að mér,“ sagði hann, og rödd hans var undarlega viðkvæm. Hlýtur að stafa af því, að ég kann lagið á þeim, býst ég við,“ bætti hann við. „Það er sennilegt,“ sagði hún og virti hann fyrir sér. I augnaráði hennar vottaði fyrir fjandskap. — „Hvað ertu að vilja liér?“ liélt hún áfram. Hann virtist ekki gefa gaum að orðum hennar, því hann spurði: „Af hverju eru þeir bundnir?“ Hún sneri sér hálfvegis undan, og augnaráð hennar varð fjarrænt. „Það eru ástæður fyrir þvi,“ sagði hún og gerði sig líklega til að strunsa framhjá lionum. En þá seildist hann snögglega til hennar og greip um

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.