Samtíðin - 01.11.1957, Blaðsíða 19

Samtíðin - 01.11.1957, Blaðsíða 19
SAMTÍÐIN 15 það bil 30 fet aftan við bilinn og ákvað að doka þar við. Það var allt of hættulegt að reyna að fara fram úr lionum þarna á fjallinu. Nú var ég kominn alveg að flöktandi afturljós- inu á. bílnum, þegar liann virtist skríða allur til á veginum. Andar- tak riðaði hann frammi á brekku- brúninni, svo endasentist hann fram af henni og tók að velta niður að ánni fyrir neðan. „Það er úti um liann,“ man ég, að ég sagði við sjálfan mig, um leið og ég hemlaði með sérstakri var- kárni. Mér tókst að stöðva bílinn fá- ein fet þaðan, sem binn billinn liafði steypzt út af vegarbrúninni. Svo snaraðist ég í regnkápuna, steig út úr bilnum og gekk varlega fram á vegarbrúnina. Enda þótt ljósin væru sterk, sá ég bílinn livergi. En gegnum rokið heyrðist mér ég greina fjarlæg óp. Ég hikaði andartak. Síðan sparn ég liælunum á kaf í aurleðjuna i brekk- unni og hóf hina hættulegu niður- göngu. Ég steig hvert fótmál með stökustu varfærni, til þess að ég skyldi ekki steypast á höfuðið á þess- ari 300 feta leið og mola í mér hvert bein. Ég var hálftíma að klungrast nið- ur að bilflakinu. Bíllinn lá á hlið- inni. Dyrnar hægra megin höfðu lirokkið upp. Við bjarmann frá hand- Ijóskerinu mínu sá ég manninn, sem ók bílnum. Hann lá eins og lirúg- ald bak við stýrið. Blóðið vætlaði úr munni hans. Þegar ég skotraði aug- unum inn i aftursætið, sá ég stúlku, sem sat og þrýsti að sér tveim smá- börnum. Börnin voru dáin. Eg hall- aði mér inn um vinstri afturglugg- ann og tók á slagæð stúlkunnar. Hún bærðist enn hægt. Þegar ég gekk kringum bílinn, kom ég auga á konu, sem hafði henzt úr framsætinu hálfvegis út úr vagn- inum. Hún hafði lent með höfuðið á steini. Með henni var ekkert lifs- mark. Mig langaði til að liðsinna stúllcunni i aftursætinu, en þegar ég reyndi að opna dyrnar, fann ég, að þær voru klemmdar aftur. Ég var hræddur við að tosa henni út um gluggann, af því að ég hafði ekki minnstu hugmynd um, hve mikið hún var meidd. Blóðið lagaði úr sári, sem stúlk- an hafði á höfðinu, og mér datt i hug, að ég kynni að geta stöðvað blóðrennslið, áður en ég færi að ná í hjálp. Ég tók því hálsklút minn og reifaði höfuð stúkunnar fast með honum. Við þetta varð ég mjög blóðugur bæði á höndum og erm- um. Þetta var það eina, sem ég virtist geta gert. Að þvi loknu klungraðist ég varlega áleiðis upp til þjóðvegar- ins. Eftir langa mæðu komst ég þangað, sem billinn minn stóð og var þá bæði óhreinn, aurstokkinn og blóðugur. Auk þess hafði ég skorizt illa á hægri úlflið. Ég vissi, að stytzt var til Welling- ton, hálf fimmtánda míla, en þá yrði ég að fara aftur yfir fjallið. Auk þess hefði verið ærið áhættusamt að revna að snúa við bílnum á mjó- um veginum, og það þó að um há- bjartan dag hefði verið. Ég ákvað þvi að halda áfram til Worcester, næstu borgar.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.