Samtíðin - 01.11.1957, Blaðsíða 15

Samtíðin - 01.11.1957, Blaðsíða 15
SAMTÍÐIN 11 handlegg henni. Hann furðaði á, hve armur hennar var mjúkur og heitur. „Ég vona þú hafir ekkert á móti því,“ sagði hann, „en ég er hingað kominn til að ræða við þig um dá- litil viðskiptamál, alveg einslega okkar á milli.“ Hann skotraði aug- unum til vagnsins, og með snöggri höfuðhreyfingu henti hún honum að fjdgja sér upp tréþrepin fjögur. Það var dimmt og svalt þarna inni, og andartak stóð hann grafkyrr og litaðist um. Síðan liafði liann ekki augun af henni langa hríð. „Guð minn góður,“ sagði hann og strauk ennið með handarbakinu, „þú ert falleg . . . sannkölluð fegurðardís, af tatarastúlku að vera.“ „Þú áttir eitthvert erindi við mig,“ sagði hún og tyllti sér á stokkinn á hrörlegu rúmfleti. Yið það lyftist kjóll hennar örlitið, og í ljós kom fullkominn ávali mjúkra, gullinna hnjánna. „Segðu það, sem þér býr í brjósti, og farðu svo héðan.“ „Hefurðu nokkuð á móti því, að ég fái mér sæti?“ sagði hann og þokaði sér að gömlum, grænum flosstól, sem hann hlammaði sér niður á. „Þú þekkir mig ekki,“ sagði liann, „og það er engin furða, því við höf- um aldrei hitzt áður.“ Svo hrosti hann og hallaði sér fram í sætinu, og augu hans ljómuðu í hálfrökkr- inu. „En ég þekki þig vel. Svo er mál með vexti, að fyrir um það hil ári síðan, var framið innbrot í hús eitt fimm mílur héðan. Þjófarnir báru ekki mikið úr býtum, en meðan á þjófnaðinum stóð, lentu þeir í rysk- ingum, og það var maður drepinn. Ekki er ég að segja, að það hafi ekki getað stafað af óvarkárni, en ég var þarna skammt frá, þegar þetta bar við, og sá manninn og stúlkuna, sem aðstoðaði liann, þegar þau komu lilaupandi frá húsinu. Þau komust undan, án þess að nokkrum tækist að liafa hendur í hári þeirra, og síðan hefur ekkert til þeirra spurzt. En ef satt skal segja, vildi svo til, að ég kom auga á stúlkuna og man vel, hvernig hún leit út.“ Hann hafði ekki augun af henni, meðan hann lét dæluna ganga. „Það var tatara-stúlka, og hefði vel getað verið þú, svo sannarlega,“ sagði hann brosandi. „Ég veit, að það varst þú.“ Andartak sat hún grafkyrr eins og myndastytta. Golan lék við perlu- tjaldið fyrir dyrunum. Svo fálmaði liún óstyrk eftir strengjunum á mandólíninu, sem lá til fóta í rúminu, sem hún sat á, svo þeir gáfu frá sér undarlegan, ójarðneskan hljóm. Hún sat teinrétt. „Fyrst þú virðist vita svona mik- ið,“ sagði liún, „hvernig stendur þá á því, að þú hefur ekki komið fyrr til mín?“ „Af því, jómfrú góð, að undan- farna níu mánuði lief ég verið í mjög svo óskemmtilegri gistivist í einu af fangelsum hennar hátignar, drottn- ingarinnar. Ef satt skal segja, eru ekki nema þrír dagar, síðan ég var látinn laus.“ „Einmitt,“ sagði hún, og rödd hennar var alveg róleg. Svo.reis hún á fætur og mælti: „Og hvað er það, sem fyrir þér vakir?“ „Ég ætlast ekki til mikils,“ sagði hann og stóð upp, aðeins að þú látir mig hafa eins og tvö sterlingspund

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.