Samtíðin - 01.11.1957, Blaðsíða 27

Samtíðin - 01.11.1957, Blaðsíða 27
SAMTÍÐIN 23 Treystu sjálfum þér. Afkoma góð í ágúst —sept. Heilsuvernd nauðsynleg í október. 15. Störf þín og viðskipti krefjast var- kárni. Beittu fremur lagni en offorsi. Var- astu að lenda í málaferlum. 16. Árið verður þér hagstætt í ástum og fjármálum, en heilsu þinni er hætta búin. 17. Þú átt góðri afkomu að fagna, en spenntu bogann ekki of hátt. 18. Störf þín munu ganga vel. Varastu of mikið samkvæmislíf. Njóttu stuðnings sameignarmanns þíns. 19. Veltiár bíður þín með höppum á alla vegu, en farðu gætilega. 20. Eftir örðugleika og baráttu munu málefni þín færast í betra horf. Seinni helmingur ársins mun verða þér hagstæð- ur. 21. Á þér mun hvila rík ábyrgðartilfinn- ing. Láttu þér ekki til hugar koma að flytjast úr landi. Svo fer þér að ganga betur. 22. Gerðu áætlanir, en júlí og ágúst verða þér viðsjárverðir. Hafðu gát á ung- viðinu. 23. Félagsmálin munu ganga að óskum. Vertu ekki óánægður seinni hluta ársins. Staðfesta er betri en valt gengi. 24. Metnaði þínum verður svalað. Stjórnmálabaráttan mun ganga að óskum og viðskiptamálin einnig. 25. Brautin er hál, og áætlanir bregðast, en á miðju ári mun rakna nokkuð úr. Af- koma sæmileg. 26. Júni verður þér happadrýgsti mán- uður þessa árs. Erfið afkoma þin og á- reynsla getur bakað þér vanheilsu. Stattu í ístaðinu eftir megni. 27. Fyrstu 4 mánuðir árs þíns verða þér mjög örðugir, en þá vekjast upp nýir vin- ir og viðskiptasambönd, og öryggið mun aukast. 28. Þér mun ganga allt að óskum fram í ágúst. Gott ár yfirleitt. ALLAR BlLAVÖRUR verður hagkvæmast að kaupa hjá Kristni GuSnasyni Klapparstíg 27. — Sími 12314. ílraifk farattrtincu* oe (itun MW M <300 Laugaveg 34. — Reykjavík. Sími 11300. — Símnefni: Efnalaug. Kemisk fatahreinsun og litun ♦ Litun, ♦ hreinsun, ♦ gufupressun Elzta og stærsta efnalaug landsins. Sent um land allt gegn póstkröfu. Þeim fjölgar óðfluga, sem nota þessa handsápu.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.