Samtíðin - 01.04.1958, Qupperneq 7

Samtíðin - 01.04.1958, Qupperneq 7
3. hefti 25. árg. I\lr. 241 Aprnl 1958 TÍMARIT TIL SKEMMTUIXIAR OG FRÓDLEIKS SAMTÍÐIN kemur út mánaðarlega nema i jan. og ágúst. Ritstjóri og útgefandi: Sigurð- ur Skúlason, Reykjavík, sími 12526, pósthólf 472. Afgreiðslusími 18985. Árgjaldið, 55 kr. (erl. 65 kr.), greiðist fyrirfram. Áskriftir miðast við síðustu áramót. Áskriftargjöld- um veitt móttaka i Bókaverzlun ísafoldar, Austurstræti 8. — Félagsprentsmiðjan hf. SIGURÐUR SKÚLASDN: Vihuietfur fridugur er huístnœðruut nuuðsijn EIN ER sú stéfct í þjóðfélagi okkar, sem aldrei heyrist nefnd í sambandi við kjara- bætur, en það eru íslenzkar Iiúsmaeður. Gerum við okkur ljóst, hve erfitt, ábyrgð- arríkt og áhyggjusamt starf þeirra er? Nú hefur kvenlæknir í Khöfn, dr. He- lene Ytting að nafni, komið því til leiðar, að allmargar sjúkar húsmæður, sem til liennar hafa leitað, eiga sér orðið einn frí- dag á viku. Um þessa nýjung farast dr. Ytting orð eitthvað á þessa leið: Með vikulegum frídegi handa þreyttum hús- uiæðrum er mikið Iieillaspor stigið. Það er ekki nóg- með, að mörgum konum hafi fundizt þær verða nýtt og betra fólk fyr- ir bragðið. Fjölskyldur þeirra hafa einnig breytzt, orðið glaðari og Iiamingjusam- ari. Konur, sem leita til mín, kvarta oft u*n þreytu og óróleik. Þær hafa aiveg glatað lifsgleðinni og sjá varla orðið til sólar fyrir sífelldu annriki og erfiði. Hvernig á að ráða bót á þessu? Stundum er sjúkdómum um að kenna, og þá ber að lækna. En oft kemur í ljós, að einn frí- dagur á viku jafnast á við kraftaverk. Hörg húsmóðirin telur í fyrstu, að það fyrirkomulag sé óframkvæmanlegt. En henni skjátlast. Hitt fólkið á heimilinu ^kur að sér störf hennar þennan eina ^ag vikunnar, með hæfilegum undirbún- hrgi af hennar hálfu, — og svo gengur allt eins og í sögu. Aðeins eitt er nauð- synlegt: að frídagurinn sé fastákveðinn fyrirfram. Ekkert má liagga þeirri ráð- stöfun. Bezt er, að liann sé í m'ðri viku. Frídagana nota konurnar tii þess að sinna hugðarefnum sinum. Þær hugsa um útlit sitt að morgninum, en seinna um daginn fara þær að heiman til að finna vinkonur sínar, fara í búðir, skemmta sér, læra eitthvað, sem þær hafa áhuga á, o. s. frv. Yfirleitt gera þær eitthvað annað en þær eru vanar. Sumar vita í fyrstu ekki gjörla, hvernig þær eiga að verja deginum. En ekki F.ður á löngu, J)ar til viðfangsefnin hópast að þeim. Eitt er mjög mikilsvert: TILHLÖKKUNIN TIL FRÍDAGSINS. Ef eitthvað amar að í vik- unni, fleytir hún þeim yfir örðugleikana og áhyggjurnar. E'ginmenn og börn! Hugsið ykkur mun- inn á því að liafa átt síþreyttar eiginkon- ur og mæður og liinu að eiga nú glaðar og hressar húsmæður, sem gerbreyta heimilisbragnum á betri veg. Margir eig- inmenn og börn Iiafa sagt við mig: Okk- ur finnst eins og við höfum eignazt nýja konu og móður, eftir að vikulegi fridag- urinn kom til sögunnar. Þannig fórust Iiinum ágæta kvenlækni orð. En er þá furða, þótt spurt sé: Eig- xun við íslendingar að bíða þess, að erf-

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.