Samtíðin - 01.04.1958, Side 13

Samtíðin - 01.04.1958, Side 13
SAMTÍDIN 9 ir, stafa þeir stundum af of mikilli inniveru og blóðleysi. Ég mundi ráð- teggja þér að leita læknis. — Þin Freyja. » ir Kjörréttur mánaðarins HÆNA eða önd er lilutuð sund- ur, henni velt upp úr eggjum og mylsnu og hún síðan brúnuð í potti við vægan liita. Síðan er vatni hellt yfir og fuglinn soðinn í 1 klst. Eftir að búið er að fleyta ofan af soð- inu, er ögn af hveiti hrært út í það og bragðbætt eftir smekk. Gott er að hafa soðið rauðkál með eplum og soðnar kartöflur með þessum ljúf- fenga rétti. MÁTTUG ORÐ ♦ ÞO GETUR riðið lyginni alla leið á heimsenda, en þú átt þaðan bara aldrei afturkvæmt. ♦ Mikill hluti sannleikans í ver- öldinni er sagður af börnum. — Oli- ver Wendell Holmes. ♦ DROTTINN sendir öllum sama nýja daginn. — Cervantes. ♦ ÞAR, SEM smjaðrari er, þar er einnig flón. ♦ STARFSLÖNGUN er bezti arf- Ur, sem foreldri getur eftirlátið barni sinu. Húfugerð. Herraverzlun. P. EYFELD Ingólfsstræti 2, Reykjavík. Sími 10199. Draumaráðningar • GIMSTEINAR. Það veit á mikla hamingju, ef menn dreymir gimsteina, einkum ef konur eiga þar hlut að máli. • DYR. Ef þig dreymir, að þú drepir á dyr og gangir siðan inn um þær, veit það á gott. Hins vegar veit það á sár vonbrigði, ef menn þykj- ast vera lokaðir úti. • SJUKLEIKI. Það er ágætt að þykjast vera haldinn einhverjum ill- um sjúkleik i draumi, því að þá máttu ganga að þvi vísu, að þér er öldungis óhætt fyrir honum. En sjúk- dómur í draumi boðar þvi miður aðsteðjandi mótlæti. • STEINN. Það er yfirleitt ekki fyrir góðu að dreyma stein. Sértu að bisa við að hreyfa hann í ákveðn- um tilgangi, geturðu átt von á að lenda í illdeilum, sem eru þér í raun- inni óviðkomandi. Ef þér finnst þú verða fyrir veltandi steini, er ein- hver hætta í nánd. • ULL. Það veit á gott, að dreyma ull og er venjulega fyrir auði og völdum. Að vetrarlagi veit ull þó oft á snjókomu. Hann: „Mig dreymdi í nótt, að ég væri kvæntur langfallegustu stúlk- unni í öllum heiminum Hún: „Og vorum við hamingju- söm ?“ önnumst allar myndatökur bæði á stofu og í heimahúsum. STUDIO Laugavegi 30. Sími 19-8-49.

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.