Samtíðin - 01.04.1958, Blaðsíða 18

Samtíðin - 01.04.1958, Blaðsíða 18
14 SAMTÍÐIN A. B. boðar athyglisverða nýjung . ^ðamtal ui& -JJonráfa Jjónnon pramhvœnularstjór, ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ hef- ur áunnið sér aðdáun manna fyrir stórbrotið menningarstarf. Það hef- ur á rúmum 2 árum sent frá sér 120.000 eintök bóka. Skömmu fyrir jólin í vetur kom frá því einhver feg- ursta bók, sem hér hefur sézt: Heim- urinn okkar, saga veraldar í máli og myndum. „Hvað hafið þið nýtt á prjónun- um um þessar mundir?“ spurðum við Eyjólf Konráð Jónsson fram- kvæmdarstjóra á dögunum. „Við erum að gera þá gerbreytingu á útgáfuháttum okkar, að framvegis sendum við eina bók frá okkur mán- aðarlega: bók mánaðarins. Vonum við, að félagsmönnum þyki það ó- líkt betra en að fá allar bækurnar i einu lagi.“ ' „Geta félagsmenn valið um bæk- urnar ?“ „Já, þeir bafa fullt val milli allra útgáfubóka okkar og þurfa ekki að taka nema 4 þeirra til þess að halda félagsréttindum sínum; öllum hinum bókunum geta þeir liafnað. „Þið eruð ekki smeykir við að fara inn á nýjar brautir.“ „Nei, og við skuldbindum engan Tökum myndir við öll tækifæri. Ljósmyndavinnustofa Péturs Thomsens Ingólfsstræti 4. Sími 10-297. Pósth. 819. mann til að halda áfram þátttöku i félagi okkar. Hins vegar gerum við fastlega ráð fyrir, að þátttakan auk- ist að miklum mun við breytinguna.fr Við bjóðum einungis beztu bækur, sem völ er á, og eftirleiðis ætlum við að fylgjast vel með þvi, ef aðrir gefa út eigulega bók og reyna þá að ná samkomulagi um kaup á henni í stór- um stíl til þess að geta boðið félags- mönnum okkar hana með sérstökum vildarkjörum.“ „Og ykkar djörfu vonir um við- gang félagsins hafa í engu hrugð- izt?“ „Síður en svo. Okkur grunaði ekki, að eftir rúm 2 ár yrðum við búnir að gefa út á annað hundrað þúsund hækur — eða hartnær eina hók á livert lesandi mannsbarn x landinu,“ segir frámkvæmdarstjórinn að lok- um. Þegar litið er á útgáfustarfsemi AB og bókaval þess, er auðsætt, að livort tveggja hefur mótazt af víð- sýni, djörfung og þjóðrækni. Orðlagður kvennamaður kom inn í búð og hafði allt í homum sér. Að lokum vék hann sér að verzlunar- stjóranum og sagði: „Getið þér ekki látið svolítið laglegri kvenmann af- greiða mig? „Því miður,“ anzaði hinn, „laglegri stúlkan okkar hljóp í felur, þegar hún sá yðuf koma.“

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.