Samtíðin - 01.04.1958, Blaðsíða 23

Samtíðin - 01.04.1958, Blaðsíða 23
SAMTlÐIN 19 er unnið úr, heldur hafa þær verið tengdar saman, víða með örfáum orðum. Við nánari athugun kemur í ljós, að þessi liálf fornlega framsetn- ingaraðferð hentar betur en á horfð- ist, þvi að bréfakaflarnir og ívitnuðu bókakaflarnir tala oft skýrara máli en um- eða endursagnir. Er líklegt, að hin ágæta þýðing Björns listfræð- ings njóti sin öllu betur með þessum aragrúa orðréttra ívitnana á frum- málinu en sænska frumritið, þar sem þær birtust í sænskri þýðingu. Með hliðsjón af þessu mikla fræði- riti Hallhergs þyrfti seinna meir að semja langtum styttri bók um nób- elsskáldið, m. a. við hæfi þeirra, sem ekki hafa ótakmarkaðan tima til lestrar, en vilja þó vita, hvað klukk- an slær. Jafnframt því sem við undr- umst þekkingu Hallbergs í Laxness- fræðum, er hitt auðvitað ekki vanza- laust, að ísl. hókmenntafræðingar skuli hafa eftirlátið útlendingi for- ustuna í túlkun á verkum langfræg- asta rithöfundar okkar í nútíð. Ann- að mál er það, að hin geysimikla kynning Hallbergs á verkum Kiljans klýtur að liafa átt ómetanlegan þátt í því, að honum hlotnuðust bók- uienntaverðlaun Nóbels. S. Sk. „Gamla fólkið virSist allt lifa í for- tíSinni.“ „Það er nú líka snöggtum ódýr- ara.“ Byggingarvörur og alls konar verkfæri er bezt að kaupa hjá okkur. Verzlunin BRYNJA Laugavegi 29. Sími 24320. m Framkvœmum hvers konar járniðnaðarvinnu jyrir Sjávariitveg, Iðnað og Landbiinað Seljum og útvegum hvers konar efnivöru til málmiðnaðar. Hverfisgötu 42, sími 82422.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.