Samtíðin - 01.10.1961, Síða 16

Samtíðin - 01.10.1961, Síða 16
12 SAMTÍÐIN ALMENNA BÓKAFELAGIÐ ER STORVIRKT FYRIRTÆKI HEFUR SENT FRÁ SÉR UM Z5U.UDD BINDI Á RLJMUM 6 ÁRUM KVÖLDIN lengjast, og lestíðin hefst. Þess vegna spurðist SAMTÍÐIN nýlega fyrir um áform og athafnir Almenna bókafélagsins, sem starfar af atorku að því að veita góðum bókum inn á þúsund- ir ísl. lieimila. Við hittum þá Baldvin Tryggvason, framkvæmdarstjóra félagsins, og Eirík Hrein Finnbogason, fulltrúa bókmennta- ráðs þess, og fengum greið svör við spurningum okkar. „Hverju er von á næst?“ „AB sendir á næstunni frá sér bókina: Náttúra íslands, sem er ritgerðasafn eft- ir ýmsa fremstu vísindamenn okkar.“ „Og' hverjar verða október-, nóvember- og' desemberbækur AB?“ „Októberbókin verður Völuskrín, úr- val smásagna og ljóða eftir Kristmann Guðmundsson. Hanri hefur sjálfur valið efnið i bólcina, sem kemur út í tilefni af sextugsafmæli lians. Nóvemberbókin verður mjög mynd- skreytt ril um Frakkland, gefið út í sam- vinnu við Time-Life fyrirtækið i New York. AB hefur gert samning við þetta fyrirtæki um útgáfu á bókaflokki um ýms lönd og þjóðir, sögu þeirra og menn- ingu. Enn er óráðið, hve margar þess- ara glæsilegu bóka koma út hjá okkur, en þær verða a. m. k. 6. Myndir bókanna eru fjölmargar, bæði litmyndir og svart- bvítar. Þær verða prentaðar erlendis, samtímis fyrir útgáfufyrirtæki margra landa, og dregur það mjög úr kostnað- inum. Desemberbókin verður fyrra bindi langrar ævisögu Hannesar Hafsteins eft- ir Ivristján Albertsson og nær til 1904. Bindið kemur á aldarafmæli Hannesar.“ „Og svo fáum við vonandi gjafabók fyr- ir jólin eins og vant er?“ „Já, hana fá allir félagsmenn, sem keypt hafa a. m. k. 6 AB-bækur á árinu. Við sendum næst Sögur Þórhalls biskups í útgáfu Tómasar Guðmundssonar. Þess- ar sögur birtust á sinum tima i hinu merka Kirkjublaði biskups.“ „Sumir segja, að jólabók ykkar sé kær- konmasta jólagjöfin, en segið þið okkur: Hvert er veigamesta rit, sem AB hefur sent frá sér?“ „Tvímælalaust bókin Heimurinn okk- ar, sem kom 1957 og 'er löngu uppseld. Við gáfum liana út í samvinnu við Time-Life." „Og hvað fleira er í vændum?“ „Stórt verk um íslenzkar fornbók- menntir og íslenzk þjóðfræði i a. in. k. 5 bindum.“ „Um hvað fjalla þau?“ „Þar er um að ræða: Málsháttasafn, orðtakasafn, lausavísnasafn fram til 1900 og þjóðkvæðasafn (2 bindi).“ SAMTÍÐIN árnar AB heilla í hinu mikla menningarstarfi. Félagið hefur á rúmum 6 árum sent frá sér yfir 80 bæk- ur í allt að 250.000 eintökum, sem dreifzt hafa um öll byggðarlög íslands, og sum- ar víða erlendis. Þáttaskil i sögu AB urðu, er það eignaðist hina gömlu og góðkunnu Bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar í Austurstræti 18. Þar ætl- ar það innan skamms að opna mikla sölusýningu á dönskum bókum. ★

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.