Samtíðin - 01.10.1961, Page 31
SAMTÍÐIN
27
I>essar stjörnuspár rætast oft bókstaflega og leiðbeina því mörgunr.
/I ÍbbuvIisspúr fyrir ulitt daya í ohióher
1. Heimilishagir þínir munu batna. Gott ár
að mörgu leyti.
2. Dálítið áhyggjusamlegt ár, enda verða
dálitlir örðugleikar heima hjá þér.
3. Vertu varfærin(n) í fjármálum. Ástamál-
in munu valda nokkrum áhyggjum.
4. Fyrstu fjórir mánuðirnir munu verða dá-
litið þreytandi. Varastu óheiðarleik annarra.
Síðan fer allt að ganga betur.
5. Varastu snögg áhrif. Gættu heilsunnar
vel. Næsta vor færir þér heillaríkar breytingar.
6. Nokkurs óstöðugleika mun gæta, hvað
störf þin snertir. Fyrri helmingur ársins verð-
ur happadrjúgur. Síðan verða örðugleikar
vegna afbrýðisemi. Lok ársins verða betri.
7. Fyrri helmingur ársins verður góður til
ásta og hjúskapar. Nokkur óvissa ríkir um
miðsumar 1962, hvað störf og fjárhag snertir.
Seinna verður öryggið meira.
8. Afbragðsár á öllum sviðum. Við óskum
þér til hamingju.
9. Gott ár nema á tímabilinu april—júní.
Þá skaltu varast hæpnar breytingar. Reyndu
heldur að semja þig að aðstæðunum.
10. Það, sem eftir er af árinu 1961, verður
gott til fjár og ásta. Gættu heilsunnar vel fyrstu
6 mánuði ársins 1962. Eftir það vex öryggið.
11. Fyrri helmingur ársins verður dálítið
viðsjárverður. Gættu þín fyrir hættum og slys-
úm. Siðan verður bjartara yfir.
12. Þetta verður prýðilegt ár að mörgu leyti.
13. Það lítur út fyrir, að verulegrar óánægju
muni gæta með rikjandi ástand. Gættu þess að
^áta það ekki spilla vinfengi þínu við aðra.
14. Gættu þín vel i viðskiptum þínum við
yfirvöldin. Frá páskum til miðsumars verður
hezti starfstími ársins.
15. Óvissa mun ríkja um 4 fyrstu mánuði
ársins. Eftir það mun þér farnast vel.
16. Þetta verður ágætt ár, nema hvað nokkr-
*r örðugleikar kunna að verða í maí og júní
1962. Þá þarf að gæta sín.
17. Mikil hamingja er í vændum. Höppin
°g tækifærin blasa alls staðar við. Smávegis
aðgæzlu er þörf í árslokin.
18. Gættu varúðar, hvað það snertir að
stofna til nýrrar vináttu. Hún getur spillt gömlu
vinfengi.
19. Ýmsar óskir þínar og vonir geta rætzt.
Breytingar eru fyrirsjáanlegar á seinni helm-
ingi ársins. Varastu þá stifni.
20. Nokkurs óstöðugleika mun gæta. Gættu
starfs þíns vel, og forðastu hæpnar breytingar.
21. Þrátt fyrir óvissu er hægt að skapa sér
miklu meira öryggi. Treystu öðrum ekki of vel.
22. Vertu ekki of áhrifagjarn(gjörn) né eirð-
arlaus. Þú mátt búast við andstöðu. Sýndu
festu, en forðastu öfgar.
23. Fyrri hluti ársins verður hagstæður, en
nokkurs kviða mun gæta hjá þér nálægt pásk-
um 1962. September ’62 verður heilladrýgsti
mánuður ársins.
24. Fyrri helmingur ársins mun verða þér
happadrjúgur, einkum hvað fjárhag snertir, en
eftir það skaltu reyna að varast að verða fyrir
tjóni.
25. Dregið getur til árekstra á fyrri helm-
ingi ársins, en síðar er útlitið betra, og störf
munu þá ganga betur.
26. Erfiðleikar geta orðið vegna skyldmenna
og nágranna. Seinni hluti ársins verður miklu
betri til starfs og ásta.
27. Óvissa mun rikja um ýmislegt á þessu
ári. Nemendur munu þá eiga við nokkra örð-
ugleika að striða. Ágústmánuður verður beztur.
28. Breytingar kunna að verða á heimilis-
högum þínum og að ýmsu leyti til góðs, en var-
astu óhöpp í marz og apríl. Ýms höpp verða
eftir það.
29. Fyrstu þrír mánuðir ársins og þrir þeir
síðustu verða beztir, einkum hvað heimilismál
snertir. Á miðhluta ársins getur hins vegar
oltið á ýmsu.
30. Viðsjárvert ár, og ýmislegt getur þá
gengið úr skorðum. Varastu málaferli.
31. Vertu ekki of metnaðargjarn(gjörn);
það getur hefnt sín. Þú munt þurfa að búa
þig betur undir það starf, sem þú þráir.
ÞAR EÐ „Samtíðin" kemur ekki út í ágúst
og septemberblaðið var prentað tímanlega, féllu
afmælisspárnar niður þá tvo mánuði. Þeir, sem
kynnu að óska að fá birtar afmælisspár sínar
úr þessum mánuðum, fá þær í desemberblað-
inu, ef beiðnir þeirra berast okkur ekki síðar
en 1. nóv.