Samtíðin - 01.11.1964, Síða 21
SAMTÍÐIN
17
eins og ófreskjan væri að þreifa fyrir sér,
hvort hún gæti komizt þar inn. En ég
herti upp hugann, vísaði allri hræðslu á
bug, þreif viðaröxina og opnaði dyrnar
upp á gátt.
Vömbin á snjóskrimslinu tróðst inn
um dyrnar, jafnskjótt og þær opnuðust,
og fyllti úl í þær! Það lagði helkulda af
þess ferlíki. Ég reiddi öxina til höggs og
keyrði hana af öllu afli inn i kviðinn á
tröllinu. í sama bili kvað við dynkur,
likt og frá sprengingu í nokkrum fjarska,
en ég skall endilangur aftur á bak á eld-
húsgólfið, og snjóskriða helltist yfir mig,
svo að mér lá við köfnun. Leiftursnöggt
velti ég mér á grúfu og skreiddist með
herkjubrögðum út úr ísköldu snjóflóð-
inu. Eftir nokkra stund tók það að
hráðna og jafnframt sá ég, að snjókarl-
ínn var orðinn að rennvotri hrúgu á
ti'öppunum. Smám saman leystist hún
sundur í hlákunni.
Ég fór nú að hreinsa krapið af eld-
húsgólfinu og tröppunum. Ég var í fyrstu
óstyrkur og titraði á læinunum, en að
lokum var allt orðið hreint og fágað, og
ég gat loks hrósað sigri!
1 þessum svifum var dyrabjöllunni
hringt, og lögregluþjónn stóð við götu-
dyrnar.
»>Mér skilst, að þið liafið átt hér í ein-
hverjum brösum við snjókarl,“ sagði
hann glottandi.
»»Já, en nú er því lokið, og hann er
bráðnaður í hlákunni,“ anzaði ég sigri
hrósandi. „Þakk yður fyrir þér komuð,
PÓ seint væri,“ hætti ég við minnugur
samtalsins við lögregluþjóninn á stöð-
inni.
»,Gott,“ sagði lögregluþjónninn, „en mér
slcilst, að þetta hafi verið heldur barna-
leg kvaðning, bætti hann við, bar hönd-
lna upp að húfunni og var liorfinn.
Ég snaraðist að símanum og greip tól-
!ð. Það var jökulkalt. Síðan hringdi ég
tii konu minnar, sagði, að nú væri snjó-
karlinn bráðnaður, svo að liún gæti kom-
ið heim með börnin, þegar hún vildi.
LÍFIÐ gekk nú aftur sinn vanagang á
heimili okkar, og snjókarlsævintýrið
gleymdist furðu fljótt, enda höfðum við
um nóg annað að hugsa eius og gengur.
En — nú brá svo við, að liúsið hitn-
aði ekki, hvernig sem við fórum að.
Vorið kom, og sólin hellti geislum sín-
um yfir borgina og landið umhverfis
hana. En þegar fólk í öllum öðrum liús-
um lét glugga og dyr standa opnar til að
fá sér svala, urðum við að kynda mið-
stöðina hvern einasta dag eins og um
hávetur — og dugði ekki til. Fólk, sem
kom til okkar, kvartaði um kulda í stof-
unum, og garðyrkjumaðurinn okkar
furðaði sig á þessum sífellda, ískalda
næðingi bak við húsið. Börnin horuðust
meira að segja og gátu eklci sofið!
Þegar komið var fram á miðsumar,
treystum við okkur ekki til að búa við
þetta ástand lengur og fluttumst úr iiús-
inu. Síðan auglýstum við það til sölu og
seldum það síðan fyrir smánarverð, bara
til að losna við það!
Konan mín grét af söknuði yfir þvi að
þurfa að flytjast þaðan. Hún var orðin
laugaveikluð af hræðslu og sífelldum
kvíða. En smám saman jafnaði hún sig
og sættist við hið nýja umhverfi.
Af blessuðu húsinu okkar er það að
segja, að af einhverjum ástæðum virt-
ist enginn geta átt þar heima til lengdar.
Það gekk sífelldum kaupum og sölum.
Fyrsta árið eftir að við fluttumst þaðan,
skipti það þrisvar um eigendur. Loks fór
húsasalann að gruna, að einliver álög
hvíldu á því. Hann hafði einhverja
reynslu af þess háttar í sambandi við aðr-
ar húseignir, sem hann liafði verzlað
með. Hann leitaði því til lögreglunnar og
spurði, hvort húsið ætti sér einlrverja