Samtíðin - 01.11.1964, Side 31
SAMTÍÐIN
27
I9ÍGÓLFIIB DAVÍÐSSOIV:
★
OFT er talað um kjarngóða fjárbeit til
fjalla og að það sé mergur í fjallagróðri.
Þetla má til sanns vegar færa. Það
sprettur seint til fjalla og heiða, svo að
féð getur gengið þar að yngri og safa-
meiri gróðri heldur en á láglendi, þegar
líður á sumarið. Á snjósælum stöðum
fellur snjór oft á klakalausa jörð, sem
svo kemur græn undan á vorin, ])egar
snjóa leysir. Og í giljum og lautum tii
fjalla er jörðin að koma undan fönu
langt fram á sumar — og gróður þar þá
Ungur og safaríkur. — Nú er mikið rætt
og ritað um ofbeit víða á landinu. Of-
beit getur leitt til uppblásturs og hefur
sums staðar gert það í geigvænlegum
mæli. Ifeitiland getur líka rýrnað þann-
xg> að féð velur beztu tegundirnar og'
verður smám saman hörgull á þeim, en
lélegri beitarjurtir lialda veili. Kvistlendi
(fjalldrapi og víðitegundir) þykir golt
«1 vetrarbeitar; sömuleiðis beitilyng,
sauðamergur o. fl. smárunnar. En um
iiásumarið bítast grastegundir miklu
meir. Hefur verið rætt um að ejTða kvist-
lendi á vissum svæðum og fá gras í stað-
ion. En þá þarf að Iiafa öruggt eftirlit
ttieð beitinni, svo að landið blási ekki
UPP.
Skotar hafa rannsakað beitilyng og
brok (fífublöð) og segja, að næringar-
Sddi í þeim tegundum breytist mun
oiinna sumar og vetur heldur en í grasi.
Eykur það gildi broks og beitilyngs til
haust- og vetrarbeitar og kemur heim
yið gamla íslenzka reynslu. I beitilyngi
er einnig tiltölulega mikið af karótíni,
Ur ríhi náttúrunnar 4 9. qrein
Gengið um beitilönd
mangan og kopar, og er það mjög til
bóta. Segja Norðmenn, að koparinn i
beitilynginu lækni „sleikjusýki“ i bú-
fénu. Yngstu og fíngerðustu greinar beiti-
lyngsins þykja beztar til beitar, en gain-
alt, gróft lyng lítils virði. Séð Iief ég
fé að sumarlagi ganga um beitilyngmóa
og bita aðeins greinatoppana með blóm-
unum á.
Sauðamergur mun sáralítið hafa verið
rannsakaður fóðurfræðilega. Norðmenn
telja þó yngstu og fíngerðustu greinar
hans fullt eins næringarmiklar og gott
beitilyng, enda sækist fé eftir honum.
Víðir bítst mikið á vetrum, en minna á
sumrin, nema belzt til fjalla, en þar er
hann fíngerður og lifnar seint. Loðvíði-
breiðurnar miklu, t.d. á þingeysku heið-
unum, eru líka eins konar verndargróður,
sem gras o. fl. jurtir þrífast innan um.
Er sauðfé furðu iðið að tína í sig grasið,
sem í víðiskjólinu vex. Fíngerðasta víði-
tegundin, smjörlauf, befur jafnan þótt
bezta hagkvisti og þóttu kvíaær gefa feita
mjólk af smjörlaufi. Vex það víða í dæld-
um, sem koma seint undan snjó og sæk-
ir fé í það nýsprotlið langt fram á sumar.
Smjörlaufið befur verið kallað sauð-
laakur .sums staðar á Austurlandi. Bend-
ir það á beitargæðin, og þar er lika feng-
in skýring á ýmsum Sauðlauksdalsnöfn-
um hér á landi. Krækilvng bítst nokkuð
á vetrum. Notkun fjallagrasa gegn kvefi
og lil manneldis er alkunn. Norðmenn
telja fóðurgildi fjallagrasa og hreindýra-
mosa Yg á móti töðu og vera fremur ein-
hliða kolvetnafóður.